Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 104
102
legra fyrir vambarörverur jórturdýrsins. Mjólkursýrugerlar geija að jafnaði ekki sterkju. Þrátt
fyrir það hefur orðið vart við lækkun á sterkjuinnihaldi í völsuðu byggi við súrsun, sennilega
vegna þess að ensím í hráefhinu bijóta niður sterkjuna. Þetta á sér síður stað ef byggið er
súrsað heilt. Pettersson o.fl. (1996) fundu að 14% sterkjunnar brotnuðu niður ef þurrefnisinni-
hald valsaðs koms var 50-70%, en væri þurrefhi meira en 70% brotnuðu aðeins 4%
sterkjunnar niður. Við niðurbrot sterkju verður til glúkósi sem, eins og annar sykur í hráefn-
inu, geijast smám saman yfir í mjólkursýru, edikssýru, etanól og fleira. Ef geijunin er eðlileg
er mest af mjólkursýru, 30-40 g/kg þe. (3-4%). Geijun byggs dregur ekki mikið úr orkugildi
þess fyrir jórturdýrið sjálft en það geta orðið neikvæð áhrif á myndun örvempróteins þar sem
afurðir geijunar em ekki orkugjafar fyrir vambarörvemr á sama hátt og sterkja og sykmr.
Ahrif súrsunar byggs á mjólkurframleiðslu
Heildaráhrifin af þvi að súrsa bygg em því aðallega minna framboð af nýtanlegu próteini, þ.e.
lægra AAT-gildi. í íslenskum tilraunum (Sigríður Bjamadóttir 1997, Gunnar Ríkharðsson og
Einar Gestsson 1998) hefur þó ekki verið sýnt fram á mun á mjólkurframleiðslu kúa eftir því
hvort notað var súrsað eða þurrkað bygg, né heldur skar islenska byggið sig frá erlendu í því
tilliti. í sænskri rannsókn (Petterson 1998) reyndist súrsun hafa neikvæð áhrif á nyt (6%
munur, orkuleiðrétt mjólk) og próteinhlutfall mjólkurinnar borið saman við þurrkun. Þetta var
talið stafa af lægra AAT-gildi og í sumum tilvikum virtist súrsun byggsins einnig draga úr áti
á tiltölulega blautu votheyi. Það er raunar almennt þekkt að mikið magn mjólkursým og
annarra geijunarafurða í fóðri dregur úr áti hjá jórturdýrum. í íslensku tilraununum, sem getið
var að ofan, var fóðrað á þurrheyi með bygginu. Ekki er sjálfgefið að niðurstaðan hefði orðið
jafngóð ef gróffóðrið hefði verið blautara. Að minnsta kosti er ævinlega ástæða til þess að
reyna að haga súrverkun byggsins þannig að hún hafi sem minnst áhrif á próteingæði þess.
Um súrverkun byggs er að safnast mikil þekking og reynsla hér á landi (Þórarinn Leifsson og
Bjami Guðmundsson 2002).
Vinnsla korns fyrir fóðrun
Þegar kom var fyrst gefið jórturdýmm var það venjulega malað og soðið þar sem menn trúðu
því að þeim mun meiri sem forvinnslan væri, því betur meltist komið. Þetta var byggt á
reynslu með einmaga dýr, þar með talið mannfólkið sjálft. Seinna komust menn svo að því að
þetta átti alls ekki við um jórturdýr. Mikið magn af möluðu komi hefur þau áhrif að innihald
vambarinnar súmar fram úr hófi og meltingarstarfsemin raskast vemlega. Þetta hefur þó
auðvitað minni áhrif eftir því sem kjamfóðurgjöfmni er dreift meira yfir daginn. Fyrir kýr þarf
að valsa byggið, en fyrir sauðfé er öll vinnsla þess óþörf. Sauðféð tyggur/jórtrar fæðuna mun
betur en nautgripir. Þetta stafar m.a. af því að opið út úr vömb og kepp yfir í vinstur er mun
minna hjá sauðfé en nautgripum og þar af leiðandi þarf komið að smækka meira áður en það
kemst þar út. Svipað á við um geitur og kálfa upp í 100-150 kg lífþunga, fyrir þessar skepnur
er lítil eða engin þörf á að vinna komið. Þó svo að eitt og eitt heilt kom sjáist i saur þurfa
menn ekki að óttast að komið meltist ekki nægilega vel. Sé kom gefið lömbum í stómm
skömmtum er beinlínis óráðlegt að mala það eða vinna á nokkum hátt. Sé komið heilt hefur
það á margan hátt svipaða eiginleika og gróffóður, það stuðlar að jórtmn og eðlilegu jafnvægi
vambarinnar hvað varðar sýmstig og fleira. Erlendis þekkist það að fóðra lömb og kálfa í
vexti eingöngu á komi (80-90%) og hápróteinfóðri (10-20%). Hápróteinfóðrið er þá að
stærstum hluta fiski- og/eða sojamjöl auk vitamín- og steinefnablöndu. Á slíku fóðri geta
lömb bætt við sig 1 kg lifandi þunga fyrir hver 3 kg af fóðri, sem er frábær fóðumýting.
Bygg verkað í rúllum
I aftasta dálki 4. töflu er uppskera hálms og koms umreiknuð í mjólkurfóðureiningar og lögð