Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 105
103
saman. Einingin er í þúsundum FEm/ha. Þegar Súla var skorin 15.8. og Sunnita 30.8. má telja
að komið hafi verið á deigþroskastigi og komþunginn var um 25 mg. Rúmur helmingur
fóðureininganna kom úr hálminum, en það hlutfall getur verið mjög breytilegt þótt þroskinn
sé hinn sami. Á þessu stigi mun vera allmikið af sykrum í bygginu (McDonald o.fl. 1995) og
því ætti það að verkast vel ef það er slegið og votverkað í rúllum. Ef dregið er að slá byggið
fram yfir deigþroska fer bæði magn og fóðurgildi hálmsins minnkandi, votverkun verður
ótryggari og þá verður að jafnaði hagstæðara að þreskja byggið vegna þess hvað það er
verðmætt fóður. í þessu sambandi skiptir eílaust máli hve mikill hálmurinn er. Á mýrlendi
getur komið til greina að rúlla mun meira þroskað bygg en á sendnum jarðvegi. Þegar bygg er
slegið sem grænfóður nálægt skriði er hráefnið mikið blautara en hér er um rætt og komið
ekki farið að safna í sig. Oft hefur það verkast vel, en dæmi em um misheppnaða verkun
(Þóroddur Sveinsson og Bjami Guðleifsson 1999). Þessi reynsla segir ekkert um hvemig
verkun byggs á deigþroskastigi geti tekist.
Fóðrun með byggi
Allmargir íslenskir bændur hafa staðið frammi fyrir þeirri nýju stöðu á síðustu ámm að eiga
mikið magn af byggkomi sem þeir vilja nýta að sem mestu leyti fyrir sinn eigin bústofn,
oftast mjólkurkýr. Ekki er hægt að gefa út neina eina reglu um það hvaða kjamfóður og hve
mikið eigi að nota með byggi á móti gróffóðri. Gæði og eiginleikar gróffóðursins hafa mikið
að segja. Almennt má þó búast við að til viðbótar byggi og góðu gróffóðri þurfí torleyst
prótein, steinefni, snefílefni og vítamin. Fiskimjöl er nokkuð augljós kostur, það inniheldur
mikið torleyst prótein og ýmis mikilvæg efni á borð við kalsíum, fosfór og ýmis snefilefni.
Þar að auki má velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að láta hluta sterkjunnar í fóðrinu koma úr
öðmm fóðurtegundum en byggi, t.d. maís. Að slíku er einkum rétt að huga ef menn verða
varir við óhagstæða þróun í efnainnihaldi mjólkurinnar. Því má segja að með gróffóðri og
byggi komi einkum til greina tvenns konar viðbótarfóðmn:
• Fóðurblanda (nokkurs konar prótein-forblanda) sem inniheldur fiskimjöl, e.t.v. soja-
mjöl og auk þess steinefna-, snefilefna-, og vítamínblöndu.
• Fóðurblanda sem inniheldur það sama og í fyrri liðnum, en auk þess maís.
LOKAORÐ
Niðurstöður mælinga á fóðurgildi byggs gefa niðurstöður sem em í ágætu samræmi við það
sem þekkt er úr erlendum rannsóknum. Mikils vert er að kom nái sem mestum þroska, bæði
nieð tilliti til uppskem, fóðurgildis og kostnaðar við verkun og geymslu. Ef ekki er útlit fyrir
að þroski komist af deigstigi og komþyngd nái a.m.k. 3A af þyngd fullþroska koms er senni-
lega heppilegra að slá og verka í rúllum en að leggja í kostnað við komskurð, en það skal gert
meðan það er enn á deigstigi. Votverkun á þresktu komi er ódýrari en þurrkun ef það er
skorið blautt, en það er ekki eins ömggt fóður.
Þakkarorð
Lryggvi Eiríksson gerði allar mælingar á efnainnihaldi sýna af komi og hálmi. Eru honum færðar sérstakar
þakkir. Einnig viljum við færa samstarfsfólki þakkir fyrir vinnu við tilraunir og aðstoð við gerð mynda og lestur
á handriti.
HEIMILDIR
Bragi L. Ólafsson, 1995. AAT-PBV próteinkerfið fyrir jórturdýr. Ráðunautafundur 1995, 46-60.
Bragi L. Ólafsson, Eiríkur Þórkelsson, Jóhannes Sveinbjömsson, Tryggvi Eiriksson, Grétar Hrafn Harðarson &
Emma Eyþórsdóttir, 2002. Áhrif fóðmnar á efnainnihald í mjólk. Ráðunautafundur 2002, (þetta rit).