Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 112
110
vegar er það magnið sem tapast í verkunarferlinu sem hægt er að mæla sem tap þurrefnis,
fóðureininga, próteins eða annarra næringarefna. Hins vegar er það sem mætti kalla fóðrunar-
virðistap.
Búast má við því að heildarefnatap við verkun rúlluvotheys frá slætti til gjafar sé að
jafnaði eitthvað minna en gerist við þurrheysverkun og hefðbundna votheysverkun. Fyrir utan
beint þurrefnistap lækkar meltanleiki
þurrefnis, ffá slætti til hirðingar, að
jafhaði um 4% (±2,8%), og hrá-
próteinstyrkur lækkar að jafnaði um
5% (±6,7%). Þurrefnistap frá hirðingu
til gjafar vegna geijunar og öndunar
var að jafnaði 5% (±1,8%) (7. mynd).
Samtímis lækkaði meltanleiki þurr-
efnis að jafnaði um 4% (±4,5%) og
hrápróteinstyrkur lækkaði um 3%
(±5,3%). Áætlað heildartap meltanlegs
þurrefnis var á bilinu 4-21% og hrá-
próteins 0-20% í rúllum sem geymdar
voru i 100-300 daga. Búast má við því
að efnatapið færist í aukana við enn
lengri geymslu.
Samantektin hér að ofan sýnir mikinn breytileika á efnatapi í rúlluvotheyi ffá hirðingu til
gjafar sem væntanlega má fyrst og fremst rekja til gæða pökkunar og geymslu. Eiginleikar
plastfilmunnar m.t.t. súrefnisgegndræpis, loðhæfni (límingar), togstyrks og höggþols er háð
tegundum og aldri plastfilmunnar og hafa þeir afgerandi þýðingu. Þá er ekki siður mikilvægt
að velja góðan geymslustað fyrir rúllumar. Örveru- og fóðurgildismælingar sýna að geymslu-
þol rúlla á berangri er mun takmarkaðra en rúlla sem geymdar em í hlöðum eða í góðu skjóli
fyrir vindum og sólargeislum. Aukin plastþykkt og hugsanlega hjálparefni geta einnig bætt
við geymsluþolið.
Tap á fóðmnarvirði við verkun votheys er einnig staðreynd. í samanburði við ferskt gras
er lystugleiki verkaðs heys með sama fóðurgildi nánast undantekningalaust lægra. Munurinn
er hvað mestur á mikið geijuðu votheyi og fersku grasi og sauðfé er mun viðkvæmara fyrir
verkunarþáttum sem þessum en nautgripir. Samantekt 65 erlenda tilrauna sýndi að sauðfé át
að jafhaði 37% minna af votverkuðu heyi í samanburði við ferskt gras af sama uppruna. Þessi
munur er ekki eins áþreifanlegur í nautgripum og hægt er með hjálparefnum (t.d. maurasým)
að ná upp áti til jafns við ferskt gras af sama uppruna. Þrátt fyrir þetta sýna rannsóknir að þó
að þurrefhismeltanleiki votheys sé jafnvel hærri en í ferska grasinu og átið jafn mikið þá er
mjólkumytin 20% lægri hjá kúm sem fengu vothey i stað heys beint af ljánum. Sömuleiðis
sýna rannsóknir að vaxtarhraði er 25% lægri hjá nautgripum til kjötffamleiðslu sem fengu
vothey í stað heys beint af ljánum.
Umfangsmiklar samantektir sem gerðar hafa verið á fóðmnarvirði votheys 1 samanburði
við ferskt gras af sama uppmna sýna þó mjög breytilegar niðurstöður á milli tilrauna. Þetta
stafar sennilega af því að lystugleiki votheys með sama fóðurgildi er mjög háð magni og sam-
setningu geijunarafurða eins og t.d. mjólkursým, ediksým, smjörsým og ammoníaks. Þótt
sterkt samband sé yfirleitt á milli þurrefnisstyrks og fóðmnarvirðis votheys er enn sterkara
neikvætt samband milli fóðmnarvirðis og magns fitusýra í votheyi. Mesta magn þessara fitu-
sýra er einmitt í votheyi með þurrefnisstyrk undir 40%.
85 - Þurr»fni (rúilu vlö gjöf - 0,S6x
75 - R’-0^6 *.*. ■ 0,015 (t-p <0,001)
65 -
55 - Qr *
45 -
35 - 25 t- (SD —©—, ,
30 40 50 60 70
Þurrefni I rúllum við hirðingu, %
80
7. mynd. Þurrefnishlutfall í 31 innirúllu við hirðingu og
gjöf. Meðalgeymslutími, 150 dagar. Línan er x=y. Úr
rúllubaggaverkefnum á Möðruvöllum 1996 og 1997.