Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 117
115
sýndi að kýmar á aðskilda
fóðrinu átu 4-9% meira þurrefni
en kýmar á heilfóðrinu, en
munur á nyt og efnainnihaldi
mjólkur var ekki marktækur.
í athyglisverðri bandarískri
rannsókn (Kolver og Muller
1998) vom borin saman áhrif
heilfóðurs annars vegar og úr-
vals beitar hins vegar á át og af-
urðir Holstein kúa. Kýmar
mjólkuðu hvorki meira né minna
en 30 kg á dag af beitinni ein-
göngu, sem var samt ekki nema
um 68% af því sem kýr
mjólkuðu af heilfóðrinu, eða 44
kg/dag (2. mynd).
Til að ná ofangreindum árangri með heilfóðri þurfa nokkur grundvallaratriði að vera í
lagi. Mikilvægt er að ferskleiki fóðursins sé ávalt sem mestur. Blandað orkuríkt og hálfrakt
heilfóður em kjöraðstæður fyrir ger- og myglusveppi og það skemmist fljótt. Þess vegna hafa
sumir ráðlagt að gefa heilfóðrið oft á dag til að ferskleikinn sé ávallt sem mestur. Niðurstöður
breskra tilrauna mæla þó gegn þessu (Phillips o.fl. 2001). Þær sýndu að tíðar gjafir (fjórum
sinnum á dag) röskuðu eðlilegu atferli kúa í lausagöngu með þeim afleiðingum að þær
mjólkuðu minna en kýr sem fengu heilfóður einu sinni á dag. í annarri tilraun var kúm gefið
heilfóður annan hvem dag eða daglega. Kýr sem fengu heilfóður annan hvem dag átu og
mjólkuðu meira en kýr sem gefið var daglega.
Heilfóðrið þarf að hafa rétta byggingu (structure), þ.e. hæfilega söxun og góða blöndun.
Of mikil söxun og blöndun leiðir til sallamyndunar og aðskilnaðar fóðurefnanna. Fínsöxunin
fer venjulega fram í blandaranum og sallamyndunin er í réttu hlutfalli við blöndunartímann
(Heinrich 1999).
Mikið geijað heilfóður, t.d. vegna vatnsríks votheys, dregur úr nyt og þess vegna er mælt
með lítið geijuðu votheyi í heilfóður fyrir hámjólka kýr (Snowdon 1991). Æskilegt þurrefnis-
hlutfall er háð hlutföllum hráefria sem nota á í heilfóðrið, en algengt er að það sé á bilinu 35-
60%. Mjög þurrt heilfóður minnkar viðloðun, sem eykur hættuna á aðskilnaði ólíkra fóður-
efna. Þurrlegt vothey, sérstaklega í heilum rúllum, krefst mikillar orku við söxun og blöndun.
Búast má við því að fóðumýting og nýtni sé heldur minni á heilfóðri en á heföbundnu
fóðri (Nielsen og Kristensen 2001). Sýnt hefur verið fram á að nýting og nýtni er í öfugu hlut-
falli við aukið afurðastig á dönskum kúabúum. Það er m.a. rakið til meiri flæðihraða fóðursins
í gegn um meltingarveginn, með þeim afleiðingum að meltanleiki trénis (fhimuveggjar)
minnkar (Kristensen og Aaes 1989). I heilfóðri vegur á móti þessu söxunin og kjamfóður-
blöndunin sem hefur jákvæð áhrif á meltanleika trénis í samanburði við heföbundna fóðmn
(Istasse o.fl. 1986). Engu að síður má gera ráð fyrir 2-3% lakari heildarfóðumýtingu þegar
skipt er yfir í heilfóður (Breinhild o.fl. 1997), einfaldlega vegna þess að átið eykst og afurða-
stigið hækkar. Uppgjör á dönskum sprotabúum (Studielandbrug) bendir ekki til þess að
fóðrunaraðferðin sem slík hafi áhrif á fóðumýtnina (Nielsen og Kristensen 2001).
Bandarískar heimildir telja að í flestum tilvikum fari minna fóður til spillis þegar fóðrað er á
heilfóðri í samanburði við aðskilda fóðmn. Undantekningin ffá þessu er þar sem frákast er
I
Af beit eingöngu
T
Át kg Nyt kg Prótein % Lifþungi kg Holdstigun
2. mynd. Hlutfallslegur samanburður á beit eingöngu vs heil-
fóður eingöngu (Kolver og Muller 1998).