Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 118
116
mikið umhverfis fóðurblöndunina og á fóðurgöngum, sem oft vill verða þar sem heilfóðrið er
í blautara lagi. Reynslan hér á landi gefur tilefni til að ætla að minna gróffóður fari til spillis
þegar það er saxað og blandað fyrir gjafir.
Einn aðalskekkjuvaldurinn við blöndun á heilfóðri er gróffóðrið. Bæði er það að upp-
lýsingar um fóðurgildi og efnainnihald eru hugsanlega ónákvæmar, en einnig veldur breyti-
legt vatnsinnihald votheys vandamálum. Nákvæm blöndun heilfóðurs þarf því vel skipulagðar
sýnatökur til efiiagreiningar og þurrefhisákvörðunar.
ÁHRIF HEILFÓÐURS Á VAMBARSTARFSEMINA
Jákvæð áhrif heilfóðurs á át og nyt er rakið til betra jafhvægis í vambarstarfsseminni en gerist
við hefðbundna fóðrun. Það er vegna þess að kjamfóðrið er blandað saman við hæfilega saxað
gróffóður, sem lágmarkar sýrustigsfall í vömb við gjafir. Það er ein aðalástæðan fyrir því að
hægt er að gefa hlutfallslega meira af auðleystum kolvetnum í heilfóðri en við aðskilda
fóðrun. Þegar kjamfóður er gefið aðskilið í miklu magni í einu, eða ef of mikill salli er í heil-
fóðrinu, fellur sýmstigið í vömbinni og meltanleiki frumuveggja (trénis) lækkar, með þeim af-
leiðingum að átlyst minnkar. I alvarlegum tilvikum leiðir það til súrdoða og annarra ffam-
leiðslutengdra sjúk-
dóma. Rétt samsett
heilfóður breytir sam-
setningu rokgjamra
fitusýra í vömb í
jákvæða átt (2. tafla),
sem leiðir oftar en
ekki til efhameiri
mjólkur, sérstaklega
þó fitu (3. tafla).
3. tafla. Áhrif fóðrunaraðferða á nyt og efnainnihald rnjólkura).
Heimild Nyt, OLM, kg/dag A H H/A A Fita, % H H/A A Prótein, % H H/A
Phipps o.fl. 1984 19,5 21,9 1,12 3,1 3,9 1,26 3,2 3,3 1,03
Istasse o.fl. 1986 22,6 24,6 1,09 3,7 3,6 0,97 3,2 3,2 1,00
Aaes 1993 25,3 27,3 1,08 3,2 4,1 1,28 3,0 3,2 1,07
Ingvartsen o.fl. 2001 32,2 36,1 1,12 4,2 4,4 1,05 3,1 3,2 1,03
Meðaltal 24,9 27,5 1,10 3,6 4,0 1,13 3,1 3,2 1,03
a) OLM= Orkuleiðrétt mjólk, A= Aðskilin fóðrun, H= Heilfóðrun.
ÁHRIF HEILFÓÐURS Á NYT OG EFNAINNEHALD MJÓLKUR
Af ffamansögðu ætti ekki að koma á óvart að heilfóður getur aukið nyt og efnamagn mjólkur
því át- og mjólkurmagn haldast venjulega í hendur. í samantektinni í 3. töflu er nytaukningin
að jafnaði um 10%, fitustyrkurinn 13% meiri og próteinstyrkurinn 3% meiri hjá kúm sem
fóðraðar eru á heilfóðri í samanburði við hefðbundna fóðmn. Ávinningurinn af heilfóðri er
fyrst og ffemst á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins (3. mynd). Reynslan á bandarískum kúabúum
sýnir hins vegar að afurðastig kúa í kerfum með heilfóðri er svipað eða heldur hærra en í
öðmm kerfum (Owen 1986). Sjö af átta afurðahæstu kúabúunum í Wisconsin ríki nota heil-
fóður, en einungis tvö af níu afurðahæstu kúabúunum í Illinois (Snowdon 1991). Hafa verður
þó í huga að sennilega em hlutfallslega fleiri kúabú með heilfóður i Wisconsin en í Illinois.
2. tafla. Áhrif fóðrunaraðferða á rokgjamar fitusýrur í vömb mjólkurkúa“).
Ediksýra (C2) Própíónsýra (Cfi Smjörsýra (C<) C2+C4
Fóðrunaraðferð mM/L mM/L mM/L c3
Aðskilin fóðrun 602 249 95 2,8
Heilfóðrun 620 221 116 3,3
a) Pipps o.fl. 1984, eftir Breinhild o.fl. 1997.