Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 121
119
5. töflu. Sýni af fóðri og leifum voru tekin kerfisbundið í 2. og 3. viku hvers tímabils fyrir
efnagreiningar. Safnað var í tvö kjamfóðursýni til efnagreininga. Fóður og fóðurleifar voru
mældar 5 daga vikunnar út tilraunatímann, en kjamfóðrið alla daga.
Mjólkurmœlingar
Nyt var mæld 5 daga vikunnar út tilraunina. Mjólkursýni til efhagreininga vom tekin tvisvar í
viku, kvölds og morgna, í 2. og 3. viku. Efiiainnihald mjólkur var breytilegt milli kvöld- og
morgunmjalta og efhainnihald mjólkurinnar er þess vegna vegið meðaltal kvölds- (0,46) og
morgunmjalta (0,54).
Líkamsþungi
Gripimir vom vigtaðir á aðlögunartíma tilraunar og síðan tvisvar, við upphaf og lok, á hveiju
tímabili.
Útreikningar
Við útreikninga á orku- og próteininnihaldi fóðurs vom notaðar jöfnur sem lagaðar hafa verið
að nýja fóðurmatskerfmu (Gunnar Guðmundsson 2001). Orkuleiðrétt mjólk (OLM) er fundin
út þannig;
OLM= Nyt, kg * (0,25 + 1,22 x fitu% + 0,077 x prótein%)
Tölffæðilegir útreikningar er hefðbundin fervikagreining með þremur blokkum, en þær
eyða að mestu kerfisbundinni skekkju sem tíminn veldur. Vegna víxlhrifa á milli mjólkandi
kúa og kelfdra kvíga var þessi flokkur aðskildur í uppgjöri. Það útilokaði nánast öll víxlhrif
flokka og fóðmnaraðferða. Kvígumódelið er þvi:
Y=Fasti+Tímabil(i>2,3)tFóðrunaraðferð(A,B.c)+Skekkja
og mjólkurkúamódelið:
Y=Fasti+Tímabil(1,2,3)+Fóðrunaraðferð(A,B,C)+Flokkur(kvigur,kýr)+Fóður x Flokkur+Skekkja
Í útreikningunum er slegið saman mælingum úr vikum 2 og 3 í eitt meðaltal fyrir hvert
tímabil fyrir hveija kú eða kvígu. í umfjölluninni hér á eftir er ekki gerður greinarmunur á 1.
kálfs kvígum og eldri kúm, enda eins og fyrr segir engin víxlhrif á milli þessara flokka.
NIÐURSTÖÐUR TILRAUNAR
Tvær kýr áttu við lystarleysi að stríða við upphaf tilraunar og aðrar tvær vom meðhöndlaðar
við júgurbólgu. í engu tilvika er þó talið að það hafði kerfisbundin áhrif á niðurstöðuna. Það
kom fýrir að rýgresisvotheyið var moldarmengað og leifðu kýr moldarkögglunum þegar þær
voru fóðraðar á aðskildu fóðri (A). Ekki er hægt að útiloka að mold hafi verið í böggum sem
voru saxaðir. Ef mold hefur blandast í saxaða fóðrið (B og C) er hugsanlegt að það hafi haft
áhrif á átið. Gæði heyjanna þriggja vom nokkuð jöfh á tilraunatímanum samkvæmt fóður-
gildismælingum. Blöndunarhlutföll fóðurefna og fóðurgildi saxaða fóðursins var einnig
stöðugt á tilraunatimanum. Breytileikinn var einna mestur í meltanleika rýgresisins. Það var
þó ekki talið hafa kerfisbundna skekkju í för með sér.
Át
í 6. og 7. töflu em sýnd áhrif fóðmnaraðferða á át og þunga gripanna. Eins og kemur fram í 5.
töflu em hlutföll fóðurgerða hjá mjólkurkúnum svipuð í fóðmnaraðferðum A og B, en kjam-
fóðurhlutfallið er nokkuð hærra á kostnað hinna fóðurgerðanna í C liðnum (46% í stað 40%).
Sömuleiðis er kjamfóðurhlutfallið breytilegt eftir fóðmnaraðferðum hjá kelfdu kvígunum.
Þetta leiðir til þess að meðalorkustyrkur (FEm/kg þe.) heildarfóðursins er örlítið, en mark-
tækt, breytilegur á milli fóðmnaraðferða. Hjá mjólkurkúnum er enginn munur á heildaráti á