Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 124
122
magnið er hlutfallslega lítið. Bæði fítu- og próteinhlutfall mjólkurinnar er lágt og talsvert
undir landsmeðaltali skýrslufærðra kúa, sem er 4,02% fyrir fitu og 3,36% fyrir prótein (Guð-
mundur Steindórsson, persónulegar upplýsingar) en er í sömu röð 3,47% og 3,16% í til-
rauninni. Ástæður fyrir lágu efnainnihaldi er þó á engan hátt hægt að rekja til fóðrunarað-
ferðanna í tilrauninni.
UMRÆÐUR
Flestar erlendar rannsóknir sem skoðaðar voru sýndu að fóðrun með heilfóðri, í samanburði
við „hefðbundna" fóðrun, eykur átgetu, skilar meiri framleiðslu og heilbrigðari mjólkurkúm.
Ávinningurinn er mestur á fyrstu vikum mjaltaskeiðsins og í hjörðum sem eiga að skila há-
marksafurðum. Það er vegna þess að kýmar eru að éta nokkum veginn það magn og hlutföll
fóðurefna sem fyrir þeim er lagt samkvæmt fóðurplani.
Tilraunin á Hvanneyri sýndi lítil áhrif af fóðrunaraðferðum á átgetu, nyt og efnainnihaldi
mjólkur, þrátt fyrir að mjólkurkýmar væm á fyrri hluta mjaltaskeiðsins. Ástæður þessa gætu
verið:
• Of stuttur aðlögunartími og of stutt tilraunatímabil. Ef aðstæður hefðu leyft hefði
verið betra að vera með stærri aðskilda hópa og án víxlana á milli fóðmnaraðferða.
• Frekar lágt kjamfóðurhlutfall, en heilfóður skilar frekar ávinningi við orkuríkari
fóðmn (1. tafla).
• Tíðar kjamfóðurgjafir (4 sinnum á dag), eins og gert var í tilrauninni, draga hugsan-
lega úr muninum á milli fóðmnaraðferða.
• Gjafalag fóðrunaraðferðanna var ólíkt sem getur orsakað „óeðlilegar“ tmflanir í
fjósi. Sýnt hefur verið fram á að ólíkt gjafalag í sama fjósi hefur áhrif á niðurstöður
tilrauna, vegna tmflana sem það veldur (Phillips o.fl. 2001).
Varasamt er að alhæfa útfrá niðurstöðum þessarar tilraunar. Þær sýna þó að ávinningur af
blöndun og söxun fóðurs á mælda þætti er ekki gefinn. Það er þó engin ástæða til að ætla að
íslenskur bóndi sem tileinkar sér í hvívetna reglur fóðmnar með heilfóðri geti ekki náð
svipuðum árangri og þekkist erlendis.
Aðrir valkostir í stað heilfóðurs bjóðast einnig, eins og t.d. sjálfvirkir kjamfóður-
skammtarar eða tíðar kjamfóðurgjafir. Sömuleiðis er álitlegur kostur (fyrir utan kostnað) að
saxa og blanda saman nokkrar gróffóðurtegundir með nauðsynlegri steinefnablöndu og gefa
kjamfóðrið sér með sjálfvirkum búnaði. Þannig er hægt að jafna vemlega gæði gróffóðursins,
mismuna kúm áfram eftir nyt og ástandi (einstaklingsfóðmn), og vera bara með eina gróf-
fóðurblöndu í gangi í einu án vandamála.
Áður en farið var af stað með tilraunina á Hvanneyri var gerð könnun á notagildi heil-
fóðurvagnsins m.t.t. þurrefnisstyrks baggaheys og heygerða. Vagninn, eins og aðrir vagnar
sem fluttir hafa verið til landsins, átti erfitt með að saxa þurrlega stórbagga, en það má leysa
með því að blanda vatni í heyið. Þá var prófað að blanda næpum og heilu komi saman við
gróffóðrið og gafst það vel.
Fóðmn á heilfóðri er enn ffamandi aðferð fyrir flesta hér á landi og það þarf tíma og
reynslu að læra á hana, því huga þarf að mörgu nýju. íslenskir bændur með heilfóðurbúnað
nota hann enn fyrst og ffernst til að blanda og saxa gróffóður en kjamfóðrið gefa þeir sér. I
samtölum töldu þeir að át og nýting gróffóðursins hefði aukist og allur slæðingur er úr
sögunni. Langtímaáhrif, eins og t.d. á almennt heilsufar mjólkurkúnna, á eftir að koma í ljós.