Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 127
125
RRÐUNAUTfifUNDUR 2002
Átgeta íslenskra mjólkurkúa
Gunnar Rikharðsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
inngangur
A Ráðunautafundi árið 2000 var kynnt fyrirhugað verkefni um samantekt á gögnum úr þeim
ffamleiðslutilraunum með mjólkurkýr sem gerðar hafa verið á tilraunabúunum á síðasta ára-
tug eða svo. Nokkuð hefur verið unnið að þessu verkefni síðan, m.a. með því að klára uppgjör
eldri verkefna. Vitneskja um átgetu íslenskra mjólkurkúa er ekki mjög aðgengileg, hvorki
fyrir ráðunauta né bændur, og full þörf á að bæta þar úr. Slíkar upplýsingar eru m.a. nauðsyn-
legar við gerð fóðuráætlana. Hér verða kynntar niðurstöður úr samantekt nokkurra tilrauna.
ÁHRIFAÞÆTTIR Á ÁTGETU
Fjölmargir þættir geta haft áhrif á hversu mikið fóður mjólkurkýr eru reiðubúnar að innbyrða
á hveijum tíma. Þessir þættir tengjast ýmist gripnum sjálfum, fóðrinu sem í boði er eða um-
hverfmu og framkvæmd fóðrunarinnar.
Af þáttum sem tengjast gripnum sjálfum hefur stærð (þungi) eða rými gripsins hvað mest
áhrif. Rétt er að rifja upp að vömb jórturdýrsins er n.k. geijunarkútur og því stærri sem sá
kútur er því meira magn má hafa þar í vinnslu á hveijum tíma. Til að viðhalda geijuninni er
stöðugt bætt nýjum hráefnum inn í kútinn (étið), en einnig þarf að losna við afurðir geijunar-
innar (myndefhin) svo þau hlaðist ekki upp og stöðvi geijunina, en þessi myndefni eru aðal-
lega rokgjamar fitusýrur (edikssýra, propionsýra og smjörsýra) sem flæða út um vambar-
vegginn og inn í blóðrásina. í öðrum geijunarkútum (bruggkút, votheystumi) er nýjum hrá-
efnum ekki stöðugt bætt við, né heldur em afurðimar (alkóhól, sýrur) fjarlægðar, svo í þeim
tilvikum stöðvast geijunin af sjálfu sér.
Flæðihraði fóðursins úr vömbinni og áfram niður meltingarveginn er að hluta til a.m.k.
eiginleiki tengdur gripnum, en einnig háður þvi fóðri sem gefið er. Af öðmm þáttum sem
tengdir em gripnum sjálfum má nefna ýmsa innri þætti sem tengjast efnaskiptum hjá
gripnum. Getur þar bæði verið um að ræða skammtíma og langtíma stjómun (eða stjómleysi).
Langtímastjómun er oft talin tengjast sókn að ákveðnu holdafari eða orkujafnvægi, en
skammtímastjómun er háð einstökum næringarefnum eða hormónum í blóðinu. Afurðir og
afurðastig (staða á mjaltaskeiði) hafa einnig mikil áhrif á átlyst gripsins.
Þar sem meltingarhraði í vömbinni og flutningur á ómeltu efni úr vömbinni ráða mestu
um það hve fljótt er hægt að bæta fóðri í vömbina þá eykst átið því auðmeltara sem fóðrið er.
Meltanleiki gróffóðurs hefur því mikil áhrif á átgetu mjólkurkúa, en af öðrum þáttum sem
tengjast fóðrinu má nefna sýmmagn í votverkuðu fóðri, svo og öll meðhöndlun á fóðri, s.s.
niölun, kögglun, söxun o.fl.
Fóðmnin sjálf hefiir síðan einnig áhrif á magn fóðurs sem étið er. Má þar nefha tíðni
fóðrunar, í hvaða röð fóðurtegundir em gefhar, hve lengi gripir hafa aðgang að fóðri o.fl.
Islenskir kúabændur hafa mjög mismunandi skoðanir á því hvað heppilegast sé að gera í
þessu tilliti. Lystugleiki fóðurs er illa skilgreint hugtak og illa mælanlegt, enda fjölmargir
þættir sem geta haft áhrif á átlyst, s.s. bragð, lykt, hitastig, rakastig, óhreinindi, ljós, félagsleg
staða gripa o.fl.