Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 130
128
RÁÐUNRUTRFUNDUR 2002
Notkun ensíma og örvera í fóður
Olafur Guðmundsson
A ðfangaeftirlitiö (www. adfangaeftirlit. is)
INNGANGUR
Hvatar eru samheiti efna sem auka hraða efhahvarfa án þess að breytast varanlega við það.
Ensím eru sérhæfðir hvatar sem fínnast í lifandi frumum og hvetja efnahvörf þeirra. Þau eiga
þátt í nær öllum efhahvörfum sem verða i lifandi verum. Án þeirra yrðu efnaskiptin of hæg
fyrir vöxt og viðgang lífveranna.
Öll ensím sem nú eru notuð i fóður eru ffamleidd af örverum, en einnig er hægt að nota
örverur beint í fóður. Þær hafa að mörgu leyti annars konar verkanir en ensím, þó ýmis áhrif
séu sameiginleg. Kjörumhverfi flestra þeirra er í meltingavegi dýra, enda eru nær allar örverur
sem samþykktar hafa verið sem aukefni i fóður upprunnar i mönnum eða dýrum og/eða i um-
hverfí dýranna, s.s. jarðvegi eða plöntum. Þær mega þó ekki vera af stofnum sem geta valdið
eitrunum eða sjúkdómum.
Hægt er að nota fóðurörverur og fóðurensím, annaðhvort til að bæta verkun fóðursins eða
til að gefa með fóðrinu til að hafa áhrif í meltingarvegi.
Menn hafa notað örverur og ensím um langan aldur í iðnaði og matvælaframleiðslu, án
þess endilega að átta sig á því sjálfir, t.d. við brauðgerð, bruggun og í ostagerð. Hægt er að
rekja sögu ensíma allt til ársins 1833 í Frakklandi þegar fyrst var sýnt ffarn á áhrif þeirra við
spírun á byggi. Það var svo árið 1876 að heitið ensím var fyrst notað, en það er komið úr
grísku og táknar í geri.
Nær öll ensím eru stór prótein en örfá dæmi eru þekkt um kjamsýrur með hvatahlutverk.
Mörg þeirra þurfa á öðrum efnasamböndum, s.k. kóensímum, að halda áður en áhrifa þeirra
fer að gæta. Ensím og kóensím saman em ofl nefnd heilensím og samanstanda þá af ensím-
kjama (próteinkjamanum) og hjálparþætti (kóensími, tengihóp eða ólíffænum efnahvata).
Samkvæmt reglugerð nr 340/2001 um eftirlit með fóðri em fóðurörverur og fóðurensím
skilgreind sem aukefni í fóðri. Til aukefha teljast mjög mörg fóðurefni og ekki er heimilt að
nota þau í fóður hér á landi, nema þau hafi verið skráð á evrópska efhahagssvæðinu (EES).
Þau aukefni sem hafa verið viðurkennd em flokkuð í eftirfarandi flokka: (a) þráavamarefhi,
(b) bragðefni og lystaukandi efni, (c) hníslalyf, (d) ýmefni, bindiefhi, þykkingarefni og
hleypiefni, (e) litarefni, þ.m.t. dreifulitir, (f) rotvamarefni, (g) vítamín, forvítamín og efni með
svipuð áhrif, (h) snefilefni, (i) kekkjunarvamar- og storkuefni, (j) súrleikastýrar, (k) ensím, (1)
örverur, (m) bindiefhi geislavirkra efna og (n) íblöndunarefni til votheysverkunar.
Notkun örvera og ensíma í fóður er nokkuð flókin ffæðigrein. Hún er tiltölulega ný og
má segja að hún hafi orðið til sem aukaafurð við þróun örvera og ensíma til notkunar í iðnaði
og matvælum og það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem vemlega var farið að vinna að þróun
ensíma í fóður. Með aukinni þekkingu á seinni ámm hefur orðið mikil aukning á þessu sviði
og framboð örvera og ensíma aukist gífurlega. Aðeins lítill hluti þeirra fóðurensíma sem em á
markaðnum í heiminum í dag em þó leyfð í fóður hér á landi.
Astæðan fyrir umfjöllun um ensím og örvemr frekar en önnur aukefni er að hér er um
nýjan flokk aukefna að ræða og mestur vöxtur í matvæla og fóðuriðnaði undanfarin ár hefur
orðið í framleiðslu og markaðssetningu þeirra. í matvælaiðnaði hafa þessi aukefhi aðallega