Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 133
131
VIRKNI
Orverum og ensímum er í flestum tilfellum ætlað að auka meltanleika og stöðugleika þarma-
flórunnar og draga úr áhrifum óæskilegra náttúrulegra efnasambanda. Sérhæfmg ensímanna
er mikil og má segja að um geti verið að ræða (a) algjöra sérhæfingu, þar sem ensímin hvetja
aðeins eina tiltekna breytingu, (b) hópsérhæfingu þar sem ensímin hafa aðeins áhrif á efha-
sambönd þar sem til staðar eru sérstakir efnahópar, s.s. amínó-, fosfat- eða metyl-hópar, (c)
tengi sérhæfingu þar sem ensímin virka aðeins á sérstakar efnabindingar óháð öðrum efna-
eiginleikum og (d) lögunar sérhæfingu þar sem ensímin hafa aðeins áhrif á sameindir með
sérstaka efna- eða ljósfræðilega lögun
Því er haldið fram að ensímin auki aðgengi að næringarefnum í meltingarveginum bæði
með því að losa efhaffæðilega bundin, og því óaðgengileg, næringarefni og með því að bijóta
niður efhasambönd sem auka viðloðun næringarefhanna. Það er einnig vitað að ensímblöndur
hafa meiri möguleika á að hafa jákvæð áhrif á nýtingu næringarefna en einstaka ensím.
Fóðurffamleiðendur þurfa að skilja hvemig hvert einstakt ensím verkar með fóðrinu.
Mikilvægt er að virkni fóðurensima passi við efnainnihald og byggingu fóðursins, þannig að
öruggt sé að ensímvirknin hafí jákvæð áhrif á niðurbrot, upptöku og nýtingu næringar-
efnanna. Þekkingin á því hvemig best er að setja ensím og örvemr í fóðrið, hvað gerist frá því
þau em sett í það og þar til það er étið og í hvaða magni þau gera mest gagn er mjög tak-
mörkuð.
Tilraunaniðurstöður varðandi notkun fóðurensíma em ekki einhlítar, en gera má ráð fyrir
að ef ensímin em rétt notuð geti þau dregið úr neikvæðum áhrifum óæskilegra fóðurefna og
tapi næringarefna í saur og þar af leiðandi dregið úr umhverfismengun. Einnig að þau geri
mögulegt að nota fóðurefni sem ekki hefur verið hægt að nota áður og auðveldi notkun ódýrra
plöntupróteina í stað dýrari próteingjafa, s.s. fiskimjöls. Auk þess stuðla þau að notkun ódýrra
orkugjafa í stað dýrari, s.s. byggs í stað hveitis fyrir kjúklinga. Þá geta fóðurensím í sumum
hlfellum komið í stað hormóna og/eða sýklalyfja í fóðri þar sem þessi efni em eða hafa verið
leyfð, en innan EES hafa hormón verið bönnuð í fóðri í fjölda ára og verið er að banna notkun
sýklalyfja til vaxtarauka.
Ensím bijóta niður stór sambönd í ffumuvegg og vinna með náttúrulegum ensímum sem
örvemr meltingarvegarins eða skepnumar framleiða við niðurbrot fæðunnar í einingar sem
skepnan getur nýtt sér. Það er því mikilvægt að velja ensím sem auka við virkni náttúmlegra
ensíma í meltingarveginum. Einnig draga þau úr viðloðun sem getur haft neikvæð áhrif á upp-
töku, því í meltingunni geta efhi úr frumuvegg plantna myndað hlaup sem eykur viðloðun.
Þetta er sérstaklega mikilvægt hjá ungum dýmm, sérstaklega fuglum.
Eins og áður hefur komið fram em einstök ensím yfirleitt sérvirk, þ.e. þau ijúfa sérstakar
efnabindingar og/eða mynda aðrar. Mikilvægt er að fóðurensímin séu fjölvirk þannig að þau
ijúfí margar tegundir bindinga og helst að þetta gerist í réttri röð. Það er því yfirleitt betra að
nota blöndu af ensimum fremur en einstök ensím í fóðrið. Þessar blöndur verða þó að vera
settar saman af mikilli þekkingu og nákvæmni með tilliti til þess fóðurs og búfjártegundar
sem um ræðir. Það er t.d. ekki alltaf æskilegt að bijóta fjölsykrur niður í sem smæstar
einingar, því það er misjafnt milli dýrategunda hversu vel þær taka upp og nýta einsykmng-
ana. Það er einnig misjafnt hvar í meltingarveginum upptakan er mest fyrir hina ýmsu
sykrunga.
Örvemr sem notaðar em í fóður hafa að mörgu leyti annars konar áhrif en ensím.
Rannsóknir með þær hafa gefið misvísandi niðurstöður og em ekki komnar eins langt og
rannsóknir á ensímum.
I aðalatriðum má segja að verkanir örvera séu þrenns konar: (a) stuðla að bættri verkun