Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 134
132
fóðurs, (b) stuðla að vexti og viðgangi æskilegrar örveruflóru sem fyrir er í meltingarfærum
og (c) komi af stað nýjum æskilegum örverum.
Því er haldið ffam að fóðurörverur geti (a) framleitt bakteríudrepandi efoi, (b) dregið úr
virkni óæskilegra innyflaörvera með því að keppa við þær í meltingarveginum, (c) ffamleitt
næringarefhi, t.d. amínósýrur, vítamín og önnur vaxtaraukandi efni, sem örveruflóra melt-
ingarvegarins getur nýtt sér, (d) ffamleitt og/eða örvað ensím, (e) brotið niður eða afeitrað
óæskileg efnasambönd, (f) örvað ónæmiskerfi búfjárins og (g) ífamleitt næringarefni, s.s.
amínósýrur og vítamín eða aðra vaxtaraukandi þætti sem skepnumar geta nýtt sér.
Fosfór í orku- og próteingjöfum úr
plönturíkinu er meira og minna bundinn í
salti fýtínsýru. Oft er um óleysanleg kal-
síum- og magnesíum-fýtöt að ræða sem
nýtast jórturdýrum oft takmarkað og ein-
maga dýrum nánast ekkert. Innihald fýtín-
bundins fosfórs í nokkrum komtegundum
og plöntupróteingjöfum er sýnt í 3. töflu.
Ekki er vitað um fýtin innihald og hlutföll
fýtín-bundins fosfórs í íslensku byggi, en
mikilvægt er að hefja rannsóknir á því.
Vegna fýtin-bundna fosfórsins er fosfórþörfum oft fullnægt með því að gefa fiskimjöl
eða kjöt- og beinamjöl þar sem þessi hráefni em leyfð, eða með því að blanda í fóðrið ólíf-
rænum fosfór. í ljósi þess að í ESB löndunum er nú nánast búið að barrna notkun kjöt- og
beinamjöls í fóðri dýra til manneldis og einnig hefur þar verið bönnuð notkun fiskimjöls fyrir
jórturdýr þá hefur notkun fýtasa aukist mikið í fóðri. Fýtasinn losar fosfór sem er bundinn í
fýtati í plöntum, s.s. komi og ýmsum plöntupróteingjöfum, og um leið getur hann einnig
losað önnur steinefni og prótein sem bundin em í fýtati. Þannig minkar hann þörfma fyrir
notkun ólifræns fosfórs í fóðri og dregur úr mengun af fosfór í skít.
Magn fosfórs sem losnar úr fýtati með notkun fýtasa fer eftir tegund fóðursins. Sumar
komtegundir, s.s. bygg, rúgur og hveiti, hafa eðlislæg fýtasa-áhrif. Þessi eðlislægu áhrif auka
losun fosfórs í plöntunum, án þess að hafa áhrif á önnur efnasambönd, en gallin er sá að sé
komið hitað dregur úr áhrifunum.
Vegna mikillar notkunar fiskimjöls hér á landi í stað próteingjafa úr plönturíkinu er yfir-
leitt ekki þörf á að nota fýtasa í fóður hér á landi, en það getur breyst.
Það er ekki eingöngu að fosfómýting sé lélegri í plöntupróteingjöfum en í próteingjöfum
úr dýraríkinu, próteinnýtingin getur einnig verið lakari. Hægt er að auka þessa nýtingu með
notkun ensíma. Þetta hefur gert það að verkum að aukin áhersla hefur verið lögð á rannsóknir
og markaðssetningu á ýmsum próteinösum.
Belgjurtir em mikið notaðar sem próteingjafar. Því miður innihalda margar þeirra efiii
sem geta dregið úr próteinnýtingu og virkni próteinensíma. Til að draga úr áhrifum þessara
efna er nauðsynlegt að hita hráefhið fyrir notkun. Þessi hitun getur líka haft neikvæð áhrif á
próteinnýtinguna og auk þess er hún dýr. Það hefur verið sýnt ffam á að ensím sem bætt er í
fóðrið geta að hluta komið í staðin fyrir hitun og jafnvel í sumum tilfellum aukið nýtingu á
hitameðhöndluðum belgjurtum eitthvað. Ahrifin hafa þó verið mest þar sem próteinasar hafa
verið notaðir í blöndu af öðmm ensimum, s.s. fýtösum, glúkanösum og xylanösum, allt eftir
því hvaða önnur hráefni em notuð með belgjurtunum.
Þau ensím sem mest em notuð í svína og alifuglaeldi em eflaust ensím sem bijóta niður
ffumuveggi í komi, s.s. sterkjulausar fjölsykmr. Vegna þess að einmaga dýr hafa ekki nauð-
3. tafla. Fýtat-fosfór (P) í innfluttu fóðurhráefni (Suz- anne Petersen, 2001).
Tegund Heildar-P % Fýtat % af heildar-P
Maís 0,23-0,26 66-78
Hveiti 0,27-0,30 67-79
Bygg 0,27-0,34 56-65
Hafrar 0,29 59-67
Sojamjöl 0,39-0,73 45-61
Sólblómamjöl 0,89-0,98 73-77
Kanólamjöl 0,70-1,17 59-74