Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 137
135
Mjög takmarkaðar rannsóknir hafa samt verið gerðar með þetta og þekking á verkun örvera
og ensíma í fóðri jórturdýra er því ekki mikil, en við vitum að þetta virkar, allavega þegar
eitthvað er ekki ílagi í meltingafærunum. Markaðssetning á ensímum fyrir jórturdýr stendur
því töluvert að baki því sem gerist hjá einmaga dýrum. Nokkrar rannsóknir hafa þó sýnt að
fóðurensím sem vinna á kolvetnum geta bætt vambarstarfsemina.
í kringum 1960 voru gerðar nokkrar tilraunir með að nota ensím i fóður fyrir jórturdýr.
Niðurstöðumar voru óáreiðanlegar og engar tilraunir voru gerðar til að skýra verkanir ensím-
anna í meltingarveginum. Á þessum tíma voru ensímin dýr og í ljósi niðurstaðnanna var ekki
fjárhagslegur grunnur fyrir notkun þeirra. Með nýjum geijunaraðferðum hefur tekist að bæta
framleiðsluna og lækka kostnað. Nú eru ensímin sem ffamleidd era orðin virkari og betur
skilgreind. Áhugi á notkun ensíma í fóður jórturdýra hefur því aukist og nýjar rannsóknir hafa
verið gerðar. Þær hafa gefið til kynna að ensímin gætu haft margvísleg jákvæð áhrif, bæði að
því er varðar örverur meltingarfæranna og að því er varðar jórturdýrin sjálf. Með réttri sam-
setningu ensíma í fóðri gæti því verið um einskonar margföldunaráhrif að ræða fyrir afurða-
myndun. Frekari rannsóknir ættu að geta leitt þetta betur í ljós. Sama má segja um notkun ör-
vera fyrir jórturdýr, en rannsóknir á þeim era mikið skemur á veg komnar.
Tiltölulega fáar örverar og örverablöndur hafa verið þróaðar með það fyrir augum að
bæta vambarstarfsemina til að auka afurðir. Eitthvað er um að þær séu markaðssettar til að
hafa fyrirbyggjandi áhrif og yfirleitt hafa örverar og ensím í fóðri fyrir nautgripi því reynst
best þegar fóðrað er á miklum fóðurbæti og litlu gróffóðri, en þetta er þó ekki algilt.
Frekari rannsóknir era því mjög mikilvægar á þessu sviði því augljóst er að þessi aukefni
geta komið að miklu gagni fyrir jórturdýr, en þekkinguna vantar.
Kolvetni fóðursins era brotin niður í vömbinni af bakteríunum sem binda sig við fóður-
efnin og ensímum sem þær mynda. Örveramar nýta sér síðan þær sykrar, sem losna við
niðurbrotið, sem næringu og framleiða rokgjamar sýrar, aðallega ediksýra, própionsýra og
smjörsýra. Orkuþörfum jórturdýra er mætt með þessum sýrum sem verða til við efnaskipti ör-
veranna og er myndun þeirra stjómað að meira og minna leyti af því atlæti sem örverumar
njóta í vömbinni. Það liggur því ljóst fyrir að gerjunin i vömbinni og orkujafnvægi dýrsins
byggist að miklu leyti á fóðran örveranna.
Vegna náttúralegra örvera í vömbinni nýta jórturdýr tréni að vissu marki sem einmaga
dýr geta ekki. Þetta skýrir m.a. hvers vegna minni áhersla hefur verið lögð á að rannsaka og
þróa örverar og ensím til að bæta í fóður fyrir jórturdýr.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að notkun örvera og ensíma til að bæta verkun fóðurs handa
jórturdýrum getur aukið meltanleika, vaxtarhraða, át og ffamleiðslu mjólkur og mjólkur-
Próteina. Séu ensímin gefm með fóðrinu geta þau m.a. aukið mjólkurfitu og mjólkurprótein,
framleiðslu rokgjamra fitusýra og bætt hlutfall edik og própionsýra í vömbinni. Þó era þetta
ekki eins afgerandi niðurstöður og fengist hafa þegar áhrif fóðurensíma á einmaga dýr hafa
verið rannsökuð. Það er því erfitt að ákveða hvaða tegundir og blöndur á að nota við mismun-
andi aðstæður og fóðran. í þessu sambandi verður sérstaklega að hafa í huga að fóðran jórtur-
dýra, s.s. mjólkurkúa, hér á landi er að stóram hluta byggð á grasi og það sem á vantar til að
fullnægja þörfum er fengið með fóðurbæti úr komi og fiskimjöli. Þetta er að mörgu leyti
öðruvísi en fóðran mjólkurkúa á meginlandi Evrópu og í Ameríku, þar sem uppistaða
fóðursins er komvara og plöntuprótein, en gróffóður gefið til að viðhalda eðlilegri vambar-
starfsemi. Þær örverar og ensím sem eiga við þannig fóðran þurfa ekki að gera neitt gagn hér
á landi. Það er því hætt við að þær örverar og ensím sem nú era á markaðinum henti illa hér á
landi, en engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi þetta, en þær era orðnar aðkallandi.