Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 141
139
SAMKEPPNIUM ÁTPLÁSS
Sá tími sem kýr eyða til fóðuráts á hveijum degi er nokkuð misjafh. Þættir eins og fóðurgerð,
framleiðslustig og aðbúnaður hafa mikil áhrif á áttímann. Almennt má segja að um 3-7 klst á
dag fari i fóðurát og 10-14 klst í hvíld (Konggaard 1983). Ákveðnar aðstæður, t.d. hár orku-
styrkur í fóðri eða samkeppni um átpláss, geta leitt til mun styttri áttimi (Olofsson 2000). Hafi
kýr fijálsan aðgang að gróffóðri innbyrða þær daglegan skammt yfirleit í 7-10 átlotum
(Olofsson 2000).
Kýr í lausagöngufjósum viðhafa ákveðið daglegt átatferli. Þetta átatferli stýrist að miklu
leyti af meðhöndlun kúnna. Þannig hafa kýr mikla þörf fyrir fóðurát skömmu eftir mjaltir
(Kenwright og Forbes 1983) eða þegar gefið er ferskt fóður (Wierenga og Hopster 1990). Kýr
sem eru frjálsar á beit viðhafa einnig ákveðið daglegt átatferli. Þannig innbyrða þær stórann
hluta af sínu fóðri í tveimur megin átlotum. Annarri í dögun og hinni við sólsetur. Einnig
koma fram styttri átlotur yfir daginn og á nætumar (Amold og Dudzinski 1978).
Kýr sem hafa aðeins aðgang að fóðri tvisvar sinnum á dag geta fúllnægt allri sinni þörf
fyrir næringarefni, en náttúmlegri þörf kúnna til að éta fóður er oft ekki fullnægt. Það getur
leitt til þess að kýr sýni ákveðið óeðlilegt atferli (steriotyped behaviour), t.d. sleikja inn-
réttingar, sleikja fóðurganginn eða rúlla tungunni til í munninum (toung rolling) (Redbo
1992). Til að koma í veg fyrir slíka óeðlilega hegðun ættu kýr að hafa aðgang að gróffóðri
allan sólarhringinn (Lindström 2000).
í lausagöngu kjósa kýr að halda ákveðinni lágmarks fjarlægð frá öðmm kúm (Bouissou
og Signoret 1971). Þannig má segja að hver kýr hafi sitt persónulega rými. Hversu mikla fjar-
lægð kýmar vilja hafa milli sín og annarra kúa er misjafnt. Þar hafa ýmsir þættir áhrif á s.s.
hönnun fjóssins og það atferli sem á sér stað hveiju sinni, t.d. bið fyrir ffaman mjaltabás,
hvild eða fóðurát. Samkvæmt Bissou og Signoret (1971) kjósa kýr að hafa 1-2 m fjarlægð
niilli hausanna við fóðurát.
Nægilegt rými er lykilatriði þegar aðstaða fyrir nautgripi er hönnuð. Þannig hefur það
komið ffam i rannsóknum að rými hafi mikil áhrif á vöxt nautgripa. Annað sem gerist þegar
við minnkum rými hjá nautgripum er það að árásargimi milli gripa eykst (Kondo o.fl. 1989).
Mikil aukning verður t.d. í því að kýr elti hvora aðra þegar ekki er nægt átpláss fyrir þær allar
(Fraser og Broom 1998 cf. Metz og Mekking 1984). Olofsson (1994) greindi níu sinnum fleiri
árekstrar milli kúnna við það að auka samkeppni um fóður. Þetta þarf að hafa í huga þegar
hafðar eru 3 kýr um átpláss, því það er ekki bara verið að auka samkeppni um átpláss heldur
líka að skerða athafnasvæði kúnna.
Kýr í lausagöngufjósum viðhafa ákveðna virðingaröð. Einn af kostum þess að kýmar við-
hafa virðingaröð er sá að kýmar leysa „vandamál" í samskiptum sínum án óþarfa vald-
heitingar (Olofsson 2000). Þegar samkeppni er um átpláss þá em kýr sem em lágar i
vfrðingarröðinni oft þvingaðar til að éta utan hefðbundins áttíma, t.d. á nætumar eða þá að
þær minnka áttímann og éta hraðar en þær annars myndu gera (Olofsson 2000). Kýr sem em
lágt settar í virðingaröðinni verða þannig oft undir í samkeppni um átpláss. Þannig kom ffam í
tilraun Konggaard og Krohn (1976) að þegar kýr á fyrsta mjaltaskeiði em teknar úr hópi þar
sem þær hafa verið fóðraðar með eldri kúm, og þær síðan fóðraðar sér, átu þær meira fóður og
eyddu meiri tíma i fóðurát, sem siðan leiddi til aukinna afurða. Þetta er í samræmi við niður-
stöður Olofsson (1992).
Albright og Timmons (1984) bám saman 0,61, 0,46 og 0,30 cm átpláss á kú við ótak-
niarkað aðgengi að fóðri og fundu engar breytingar á fjölda átheimsókna eða áttíma. Engin
munur kom ffam á fóðuráti í tilraun Olofsson (1994) þegar átplássum er fækkað úr 1 átplássi
á kú niður í 4 átpláss á kú, við ótakmarkaðan aðgang að fóðri. Þetta er í samræmi við niður-