Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 144
142
RflÐUNflUTflfUNDUR 2002
Öryggi við notkun dráttarvéla
Grétar Einarsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, bútœknideild, Hvanneyri
YFIRLIT
Fjallað er í stuttu máli um framvindu vélvæðingar í landbúnaði á síðustu öld og hvemig þróun laga og reglu-
geröa er snerta öryggi hafa fylgt í kjölfarið. Þá er umfjöllun varðandi almenn ákvæði við notkun vélanna og
gerðarviðurkenningar. í framhaldi af því um útfærslu á tæknilegum búnaði, bæði með hliðsjón af innlendri lög-
gjöf og tilskipunum frá EES og EBE. Einnig eru reifuð mál er snerta ökuréttindi, eftirvagna og hlífabúnað. I
ályktunum kemur fram að ákvæði varðandi notkun dráttarvéla í landbúnaði eru afar óaðgengileg fyrir hinn al-
menna notenda tækjanna og brýn þörf sé á að endurskoða þær og færa í aðgengilega framsetningu.
INNGANGUR
Fyrstu nothæfu dráttarvélamar komu fram á sjónarsviðið á síðasta áratug 19. aldar í Banda-
ríkjunum, föðurlandi dráttarvélanna. A Norðurlöndunum ná þær nokkurri fótfestu á fyrstu
tveimur áratugum síðustu aldar. Fyrsta dráttarvélin var reynd hér á landi árið 1918 á Akra-
nesi. Sá atburður þykir hafa markað nokkur þáttaskil í íslenskum landbúnaði hvað varðar
verktækni við bústörf. Síðan hefur þróunin verið nokkuð stöðug þó ffaman af öldinni væri
hún ffemur hægfara. Eftir seinni striðsárin með tilkomu heimilisdráttarvélanna verður stór-
kostleg aukning. Þannig voru 230 dráttarvélar í notkun í landbúnaði árið 1945, en í lok árs
1949 voru þær 1269 af 25 mismunandi gerðum. Um síðustu áramót voru 11.109 dráttarvélar á
skrá. Frá því um miðja síðustu öld stækka dráttarvélar til landbúnaðamota jafnt og þétt hvað
varðar aflgetu. Má í grófum dráttum segja að aukning í aflgetu svari til um einu hestafli á ári.
Ástæða þess að þessi þróun er reifúð hér í upphafi er að erfitt hefur reynst hinum al-
menna notenda að skynja hvaða umgengis- og öryggiskröfúr eru gerðar við notkun vélanna á
hveijum tíma. Árið 1964 kom út „Reglugerð um gerð og búnað ökutækja o.fl.“. Þar er að
finna sérstakar greinar um dráttarvélar og tengibúnað. Síðan hafa ofl komið breytingar við þá
reglugerð, nú síðast í nóvember 2000. Þá hafa reglugerðir um ökuréttindi fyrir dráttarvélar
verið mjög óljósar í hugum almennra notenda og jafnvel óljóst hvemig dráttarvélar em skil-
greindar sem vinnutæki í búrekstri. Einnig er þess að geta að ffá því að EES samningurinn tók
gildi hér á landi hafa þær reglugerðir er snerta dráttarvélar fengið mjög litla kynningu. í EES
löndunum hafa víðast verið teknar upp sömu reglur og gilda í EBE löndunum. Þar virðist í
fljótu bragði að finna um 68 tilskipanir, ákvarðanir og reglugerðir sem tengjast notkun
dráttarvéla. í eftirfarandi pistli er gerð tilraun til að gefa nokkurt yfirlit um hvaða reglur gilda
við notkun vélanna. Allar hafa þær það að markmiði að stuðla að auknu öryggi við notkun
tækjanna, gera vélamar að hagkvæmari vinnutæki og betri vinnustað.
ALMENN ÁKVÆÐI
Samkvæmt áðumefndri reglugerð er dráttarvél skilgreind sem ökutæki. Öll almenn ákvæði
taka því til dráttarvéla eftir því sem við á og ekki em skilgreind nánar annars staðar. Þar er
m.a. kveðið á um að „Dráttarvél. Vélknúið ökutæki sem aðallega er hannað til að draga annað
ökutæki og draga eða ýta, flytja og knýja vinnutæki á hjólum og/eða beltum og eigi hannað til
hraðari aksturs en 40 km/klst“. í annarri grein er kveðið á um að ökutæki skuli haldið í því
ástandi að nota megi það án þess að af því leiðir hætta eða óþægindi. Ennffemur er kveðið á