Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 146
144
ásamt fyrirkomulagi stjómbúnaðar og merkingar, skal uppfylla EBE tilskipanir.
Einnig em sérákvæði varðandi hljóðstyrk bæði í og fyrir utan ökumannshús.
• Burðarvirki dráttarvélar. Framanvert á dráttarvél skal vera dráttarbúnaður með gegn-
umgangandi bolta. Tengibúnaður (beisli) fyrir eftirvagn skal vera þannig byggður að
hann dragi sem mest úr að vélin velti aftur fyrir sig og vera í samræmi við tilskipanir.
Dráttarvélin skal búin veltigrind eða húsi af viðurkenndri gerð. Hurðir skulu að jafii-
aði vera á báðum hliðum dráttarvélahúss. Ef hurð verður aðeins komið við á annarri
hlið hússins skal auk hennar vera útgönguleið aftur úr húsi eða í gegnum ljóra á þaki.
Sérstök ákvæði gilda ef komið er fyrir flutningapalli á dráttarvél.
ÖKURÉTTINDI
I almennum ákvæðum um ökuskírteini (11. ágúst 1997) segir að engin megi stjóma vélknúnu
ökutæki nema hann hafi gilt ökuskírteini. I reglugerð em þó undanþágur ffá almennu
ákvæðunum. Ökuréttindaflokkar em fimm, þ.e. A, B, C, D og E. Undirflokkar em nokkrir þar
á meðal flokkur T sem veitir réttindi til aksturs dráttarvéla. Ökuskírteini í flokki B veitir m.a.
réttindi til að stjóma fólksbifreið með leyfða heildarþyngd allt að 3500 kg og ennfremur til að
stjóma dráttarvél án þess að tilgreind séu nokkur önnur skilyrði. Rétt er að taka ffam í þessu
sambandi að dráttarvélar og vinnuvélar em ekki í sama flokki. Sérstök ákvæði gilda varðandi
stjóm á vinnuvélum. í reglugerð um undanþáguákvæði (14. gr.) sem kveða á um að „Ekki
þurfi ökuskírteini til að stjóma dráttarvél við landbúnaðarstörf utan alfaravega enda sé öku-
maður fullra 13 ára“. Varðandi aldursskilyrði má ekki veita ökuskírteini fyrir flokk A nema
viðkomandi sé fullra 17 ára og fyrir flokk T þeim sem em fullra 16 ára. Athygli vekur að í
fyrri ákvæðum (nr 153, 1986) er krafist vinnuvélaréttinda til að stjóma dráttarvélum með
tækjabúnaði sem em lánaðar eða leigðar til vinnu (sbr. 8. gr). Þó vom undanþáguákvæði
varðandi vélar sem vom afhentar fyrir tiltekinn tíma. Eftirtektarvert er að í núgildandi
ákvæðum em effi stærðarmörk dráttarvéla ekki skilgreind hvað snertir afl eða þyngd, en tekið
er ffam að hámarkstærð vélanna megi vera: lengd 12 m, breidd 2,5 m og hæð 4,0 m.
EFTIRVAGNAR OG TENGITÆKI
Almenn ákvæði kveða á um að effirvagnar (t.d. kermr, vagnar) em skráningarskyld ef
heildarþyngd er yfir 750 kg. Undaþegnir kröfum em vagnar sem nær eingöngu em notaðir við
dráttarvélar utan opinberra vega. Itarleg ákvæði em varðandi ljósabúnað á skráningaskyldum
eftirvögnum. Varðandi hámarksþyngd er almenna reglan sú að heildarþyngd tengitækis og
eftirvagns má ekki vera meiri en helmingur af eiginþyngd dráttartækis, ef vagninn er ekki
búinn hemlum (reglugerð nr 107/1988, 447/1990 og 203/1991). í sérákvæðum er varða
dráttarvélar (reglugerð nr 51/1964 með síðari breytingum) kemur fram að eigi má draga tengi-
eða festivagn nema a.m.k. fimmti hluti af heildarþyngd beggja ökutækja komi á drifhjól. Ef
vagnar em ekki með hemlabúnaði má heildarþyngd vagns ekki vera meiri en tvöföld heildar-
þyngd dráttarvélar. Ef heildarþyngd tengi- eða festivagns er meiri en heildarþyngd dráttar-
vélar má ekki aka hraðar en 15 km/klst. Þegar tengivagn er búinn hemlum skulu þeir þá annað
hvort vera sjálfvirkir eða þannig gerðir að ökumaður geti beitt þeim án þess að beina at-
hyglinni ffá akbrautinni. Þegar dráttarvél með tengivagni er notuð á opinberum vegum gilda
almenn ákvæði um tengivagna. Þyngdarhlutföll með tengibúnaði skulu vera þannig að unnt sé
að stýra henni á ömggan hátt og að á stýrishjólum skal hvila minnst 20% af heildarþunga
ækisins.