Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 147
145
hlífabúnaður
Þegar dráttarvél knýr vél eða tæki sem hún dregur skal um afltengiásinn vera hlíf að endi-
löngu. Skal hlífin vera það traust að hún aflagist ekki við allt að 1200 N þunga (um 120 kg).
Við ffamlengingarása skal nota pípuhlíf og hún þannig fest að hún geti ekki snúist með
ásnum. Við hverfiliði (hjöruliði) skulu vera hlífar sem að ofan og beggja vegna niður á móts
við neðstu hluta liðarins. Drifbúnaður knúinn með reimhjóli skal vera varinn með hlíf þannig
að hún sé með öllu innilokuð. Óheimilt er að aka á alfaravegi með vinnuvél tengda á dráttar-
vél án hlifabúnaðar ef þær eru með útistandandi oddhvassa hluti.
YFIRLIT - ÁLYKTANIR
Frá sjónarhóli notenda á dráttarvélum sem hyggjast kynna sér hvaða lög og reglur gilda um
þær m.t.t. búnaðar og öryggisatriða er að finna mjög gott lesefhi frá Vinnueftirliti ríkisins
„Öryggi við notkun dráttarvéla“ frá 1986. Síðan hafa komið til margháttaðar breytingar á
„Reglugerð um gerð og búnað ökutækja“ nú síðast í nóvember 2000. í henni er vísað til fjöl-
margra EBE tilskipana sem ekki eru allar aðgengilegar á íslensku. Því getur reynst torvelt að
ná yfirsýn yfir efiiið. Nokkuð kemur á óvart í þeim tilskipunum hvað sum atriði sem virðast í
fljótu bragði léttvæg fá mikla umfjöllun á meðan önnur mikilvægari fá litla umfjöllun.
Við yfirlestur á reglugerðum virðist nauðsynlegt að skerpa á skilgreiningum á milli
dráttarvéla og vinnuvéla. Reyndar má velta hinni hliðinni upp og spyija hver sé eðlismunur á
þessum vélaflokkum. Heitið dráttarvél er þýðing á erlenda heitinu traktor (eða tractor), sem er
stytting á enska heitinu „traction engine“. Erlendis er víðast greinarmunur á „landbúnaðar-
dráttarvélum“ eða „Agricutural and forestry tractors" og vinnuvélum til annarra nota. I ís-
lenskum lögum og reglugerðum er þessi munur mjög óljós og jafnvel ruglandi. í áðumefndri
reglugerð er dráttarvél ekki skilgreind sem landbúnaðartæki. Hins vegar hafa nær allar EES
reglur tilvísun í EBE tilskipanir, en þar er til staðar tilvísun til landbúnaðarstarfa.
Enn óljósara verður þetta samhengi í íslenskum reglugerðum þegar kemur að ökurétt-
indum dráttarvéla. Það sést augljóslega m.a. þar sem segir að ekki þurfi ökuskírteini til að
stjóma dráttarvél við landbúnaðarstörf utan alfaravegar enda ökumaður fiillra 13 ára.
Ennffemur kemur fram að þeir sem hafa ökuréttindi i B-flokki öðlist réttindi til að stjóma
dráttarvél að því er virðist án nokkurra takmarkana.
Óbeint má álykta að reglugerðasmiðir hafi haft í huga eldri gerðir dráttarvéla sem oft em
um 1,5-2,0 tonn að þyngd, 20-40 hestöfl með einföld stjómtæki og hámarkshraða um 20
km/klst. Þær dráttarvélar sem bændur kaupa nú til dags em að mestum hluta 3,5-4,5 tonn, oft
um 100 hestöfl og hámarkshraði þeirra er gjaman miðaður við 40 km/klst. Ekki er óalgengt
að æki með nútíma dráttarvélum geti verið allt að 10 tonn. Að auki em stjómtækin mun marg-
brotnari og alls ekki sjálfgefið að unglingar hafi nokkrar forsendur til að stjóma vélunum, né
heldur þeir sem hafa einungis ökuréttindi á fólksbifreiðar. Af ffamansögðu er því dregin sú
ályktun að taka þurfi til endurskoðunar lög og reglugerðir er varða notkun dráttar- og vinnu-
véla í landbúnaði og koma þeim í notendavæna ffamsetningu.
þakkir
Hér eru færðar fram þakkir til starfsmanna Vinnueftirlits ríkisins í Vesturlandsumdæmi, þeirra Guðjóns Sól-
ntundarsonar og Jóns Friðriks Jónssonar fyrir aðstoð við gagnaöflun og ábendingar við yfirlestur handrits.
HELSTU HEIMILDIR
Ami G. Eylands, 1950. Búvélar og ræktun. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 475 s.
Kofoed, S. Sonne, 1961. Forbrændingsmotorer og Jordbrugstraktorer. De studerendes Rád. Den kgl. Veterinær-
°g Landbohöjskole, Kobenhavn, 382 s.