Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 151
149
RRÐUNRUTRFUNDUR 2002
Rannsóknir og kynbætur sauðfjár fyrir bættu vaxtarlagi
og betri kjötgæðum
Stefán Sch. Thorsteinsson
Rannsóknarstofoun landbúnaðaríns
INNGANGUR
Fjárræktarbúið á Hesti var stofnað 1943 fyrir frumkvæði dr Halldórs Pálsson búnaðarmála-
stjóra, þáverandi forstjóri Búnaðardeildar Atvinnudeilda Háskólans, forvera Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins.
Búinu var ætlað að vera alhliða tilraunabú í sauðfjárrækt og annast bæði fóður- og ffam-
leiðslutilraunir og kynbætur sauðQár til hagsbóta fyrir sauðfjárrækt landsmanna. A fyrstu
ámm starfseminnar var mæðiveikin í hámarki og varð fyrsta verkefni búsins að rannsaka
hvort unnt væri að sanna að fjárstofnar hefðu misnæmi fyrir henni. Stóðu þessar rannsóknir,
bæði á íslensku fé og blendingum við skosk og ensk fjárkyn, allt frarn að fjárskiftum 1951.
Eins og alkunna er var dr Halldór einn af virtustu vaxtarlífeðlisfræðingum sauðfjár í
heiminum á sínum tíma. Hin sígilda doktorsritgerð hans (Pálsson, H. 1939, 1940) fjallar um
samanburð á kjötgæðum og vaxtarlagi skoskra og íslenskra fjárkynja og leiddu þær rann-
sóknir m.a. í ljós að islenska lambakjötið stóð langt að baki því skoska og enska hvað varðar
vaxtarlag og holdsemi. Á meðan námi hans stóð í Skotlandi og Bretlandi hafði hann einnig
fylgst með útflutningi á frystu íslensku dilkakjöti, sem þá var í bemsku, og komst að því að
neytendum líkaði vel við bragðgæðin, en kvörtuðu yfir holdleysi og megurð. Hann vissi því
vel hvar taka þurfti hendinni til í sauðfjárræktinni hér heima, þegar hann tók við starfi sauð-
fjárræktarráðunautar Búnaðarfélags Islanda, strax að loknu námi 1938.
Eftir að báráttunni við mæðiveikina lauk með niðurskurði á sýktu fé og fjárskiftum
snérist tilraunastaríið á Hesti einkum að því að bata lömb fyrir slátmn með því að beita þeim
á grænfóður að haustinu, sem var nýjung í sauðfjárbúskap landsmanna, og bæta með því af-
komu sauðfjárbænda og gæði framleiðslunnar. í því skyni vom prófaðar ýmsar nýjar græn-
fóður tegundir, áður óþekktar hér á landi, og má sérstaklega nefha fóðurmergkál, sem gaf
einna bestan vaxtarauka. í þessum tilraunum rannsakaði Halldór áhrif bötunarinnar á vaxtar-
lag og veíjaþroska með margþættum útvortis- og þverskurðarmálum á skrokkunum, sem hann
°g nokkrir samtíma námsmenn hans og hinn heimsþekkti prófessor í vaxtarlífeðlisfræði við
Cambridge-háskóla, Sir John Hammond, höfðu flest þróað, og notuð hafa verið við kjöt-
rannsóknir og vefjaþroska á Hesti og víða annarsstaðar.
Með tilkomu afkvæmarannsóknanna 1957 var komið á kerfisbundnum rannsóknum og
kynbótum fyrir þessum eiginleikum og afurðasemi fjárins og gæðum ffamleiðslunnar yfirleitt.
Fessar rannsóknir hafa vakið hvað mestan áhuga sauðfjárbænda á starfsemi búsins, enda þótt
ýmsar niðurstöður úr öðrum rannsóknum, s.s. fóður-, fóðmnar- og beitartilraunum, hafi vakið
verðskuldaða athygli og komið að góðum notum fyrir sauðfjárræktina í landinu.
í þessari grein verður leitast við að sýna þann árangur sem afkvæmarannsóknimar hafa
skilað við ræktun fjárins á Hesti.
AFKVÆMARANNSÓKNIR
Irieginmarkmið afkvæmarannsóknanna er að rannsaka áhrif einstakra hrúta á vaxtarlag,