Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 154
152
Yfirburðir Stramma í miklum vöðvavexti og lítilli fitusöfiiun eru ótvíræðir og má segja
með sanni að hann hafi valdið tímamótum i ræktun Qárins á Hesti og raunar í sauðfjárrækt
landsmanna. Út af Stramma, og til 1996, hafa verið afkvæmaprófaðir 71 hrútur. Aðeins hluti
af þeim virðist sömu arfgerðar og Strammi. Hinn hlutinn virðist ekki sameina þá kosti að
safna lítilli fitu með miklum vöðvavexti og flokkast því með þeirri arfgerð sem að framan er
nefnd snemmþroska lágfætt fé. Ekki leikur vafi á að fjölgun þessarar arfgerða hefur aukið arf-
gengan breytileika í vöðva- og fitusöfnun innan hjarðarinnar, eins og ffam kemur hér á eftir.
BREYTINGAR Á ARFGENGI
I 2. töflu eru sýnt arfgengi útvortis-, þverskurðar- og leggjarmála tvílembingshrúta ásamt
staðalskekkju og svipfarsbreytileika, annars vegar fyrir tímabilið 1958-1977 og hins vegar
tímabilið 1978-1996 og á 2. mynd breytingar milli tímabilanna. Á fyrra tímabilinu ná gögnin
til 1826 einstaklinga undan 216 hrútum, en á því síðara spanna þau 2104 einstaklinga undan
288 hrútum. Við úrvinnsluna gagnanna 1978-96 voru málin leiðrétt að sama meðalfallþunga
og gögnin frá 1958-77, 14,4 kg, og fallþunginn að sama meðalaldri, sem reyndar var nánast
sá sami á báðum tímabilunum, 132 dagar.
2. tafla. Meðaltöl mála og arfgengi (h2), ásamt staðalskekkju og svipfarsbreytileika (ap).
Tímabil 1958- Staðal- h2 skekkja -77 CTp Tímabil 1978- Staðal- h2 skekkja -96
Útvortis mál
Klofdýpt (F), mm 0,75 0,11 9,95 0,61 0,08 11,17
Dýpt bijóstkassa (TH), mm 0,67 0,10 6,22 0,61 0,08 6,25
Vídd bijóstkassa (V), mm 0,38 0,08 5,78 0,34 0,07 7,01
Lögun bijóstkassa (V/TH) 0,56 0,09 0,03 0,43 0,07 0,04
Lærastig (1-5) 0,54 0,10 0,62 0,69 0,09 0,56
Þverskurðarmál
Breidd bakvöðva (A), mm 0,44 0,09 3,06 0,56 0,08 3,21
Þykkt bakvöðva (B), mm 0,32 0,08 2,07 0,40 0,07 2,21
Flatarmál bakvöðva (AXB/100), cm2 0,36 0,08 1,33 0,54 0,08 1,57
Lögun bakvöðva (B/A) 0,36 0,08 0,05 0,29 0,06 0,05
Fituþykkt á bakvöðva (C), mm 0,32 0,08 1,17 0,53 0,08 1,22
Fituþykkt á síðu (J), mm 0,28 0,08 1,80 0,52 0,08 1,90
Leggjarmál
Þungi (MW), g 0,53 0,09 2,29 0,79 0,09 2,13
Lengd (ML), mm 0,82 0,12 3,77 0,64 0,09 3,56
Ummál (MC), mm 0,41 0,15 1,83 0,54 0,08 1,53
Fallþungi, kg 0,11 0,07 1,74 0,17 0,05 1,94
Breytingar (sjá 2. mynd) á arfgengi mála sem tengjast vaxtarlagi, þ.e. útvortis skrokk-
málum (F, TH, V, V/TH) og legglengd, eru nokkuð mismiklar og ómarktækar, en gefa þó vís-
bendingu um minkandi arfgengan breytileika i vaxtarlagi í hjörðinni, ef undan eru skilin læra-
stigin, þar sem um verulega breytingu er að ræða, þó hún nái ekki að vera marktæk. Hið sama
má segja um þverskurðarmálin (A, B, A*B, B/A, C, J), en öfugt við vaxtarlagið benda
breytingamar til að hinn arfgengi breytileiki hafi aukist, einkum í fituþykktaimálunum (C) og
(J), þar sem breytingin er marktæk, en einnig á flatarmáli bakvöðvans, sem nær þó ekki að
vera marktæk. Þetta gildir sömuleiðis um þunga leggjarins, en breytingin á arfgengi hans er
veruleg og marktæk, en á lengd hans og einkum ummáli minni og ómarktæk. Breytingin á
arfgengi fallþungans er sömuleiðis lítil og ómarktæk.