Ráðunautafundur - 15.02.2002, Síða 159
157
fyrir síðufitu árin 1988-96 2,3 sinnum hærri og á flatarmáli bakvöðvans 3,2 hærri en fyrir
tímabilið þar á undan. Á þeim forsendum má því gera ráð fyrir að það taki um 8 ár að minnka
síðufituþykktina um 1 mm og stækka flatarmálið um 1 cm2. Hin rökrétta skýring á þessum
aukna framfarahraða er sterkara og markvissara úrval fyrir þessum eiginleikum vegna tilkomu
ómsjárinnar 1990, en frá þeim tíma hafa öll lömb búsins verið ómmæld og allur ásetningurinn
búsins valinn með tilliti til þykktar bakvöðvans og fitunnar yfir honum. Ennffemur skal bent á
að frá 1991 verða árasveiflur minni og ja&ari stígandi í framforum allra þátta, sem rekja má
til betra viðurværis, bæði í húsvist, með tilkomu nýju ijárhúsanna, og ekki síst vegna bættrar
fóðrunar vegna meiri heygæða og kann hér að gæta áhrifa samspils erfða og umhverfis.
Freistandi er að reyna að gera sér grein fyrir hvaða áhrif erfðaffamfarimar á flatarmáli
bakvöðvans og fituþykkt hafa haft á hlutfall vöðva og fitu i skrokknum. Rannsóknir á vefja-
samsetningu lambaskrokka með nákvæmum krufiiingum hafa leitt í ljós að við hvem mm sem
fituþykkt á síðu eykst, eykst heildarfita skrokksins um 168 g og við hvem cm2 sem flatarmál
stækkar eykst heildarvöðvamagnið um 140 g (Thorsteinsson, S.S 1995; Sigurgeir Þorgeirsson
og Stefán Sch.Thorsteinsson 1985). Miðað við þessi skilyrði og 0,2 kg þyngingu má áætla að
heildarvöðvi í lambaföllum hafi aukist um tæp 5% og heildarfitan minnkað um 10% ffá
1978-96.
Af erfðafylgni milli eiginleika má sjá væntanlegar breytingar sem verða við úrval og
stærð hennar sýnir hve náið sambandið er á milli eiginleikanna. Erfðafylgni milli flatarmáls
bakvöðvans og síðufitu er neikvæð og nemur -0,46, en bæði málin hafa jákvæða erfðafylgni
við fallþungann, bakvöðvinn 0,59, en fituþykktin töluvert lægri, eða 0,29. Mat á erfðafylgni
fallþungans við önnur skrokkmál fyrir tímabilið 1978-96 vom ekki tiltæk, en samkvæmt
eldra mati er hún jákvæð hjá öllum eiginleikum, þar sem stærri skrokkum fylgja stærri mál,
og má ætla að svo sé ennþá, en stærðargráðan kann eitthvað að hafa breyst vegna breytts arf-
gengis.
í 5. töflu og 6. mynd er sýnd erfðafylgni milli þeirra eiginleika, sem valið var fyrir, og
annarra skrokkmála, sem mæld vom á tímabilinu 1978-96.
s. tafla. Erfðafylgni fituþykktar á síðu og flatarmáls bakvöðvans við útvortis- og þverskurðarmál, legglengd og
lærastig. (Metið á gögnum ffá 1978-96).
Klof- Vídd Dýpt Lögun Vídd Þykkt Fituþ. á Lögun Flatarm.
dýpt bijóstk. brjóstk. brjóstk. Læra- bakv. bakv. bakv. bakv. Legg- bakv.
(F) (V) (TH) (V/TH) stig (A) (B) (C) (B/A) lengd (A*B)
Fituþykkt á síðu -0,27 0,37 0,05 0,30 0,16 -0,64 -0,16 0,76 0,39 0,21 -0,46
Flatarmál bakv. -0,23 -0,27 -0,47 -0,04 0,45 0,78 0,86 -0,48 0,23 -0,29
Óhætt er að segja að valið
fyrir flatarmáli bakvöðvans og um
leið gegn fituþykktinni hafi ffemur
hagstæð áhrif á vaxtarlagið og
stefni þvi að settu markmiði,
nefnilega að ffamleiða dilkaföll
nteð þykkum vöðvum og hóflegri
fitu. I þessu sambandi er rétt að
vekja athygli á hinni neikvæðu
erfðafylgni milli víddar bijóst-
kassans og flatarmáls bakvöðvans
og þeirri jákvæðu milli víddarinnar
6. mynd. Erfðafylgni síðufitu og flatarmáls bakvöðvans við
skrokkmál.