Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 164
162
þroskaðan og stærri bakvöðva (AxB) en Reykhólalömbin og þau undan Spuna 883, en óveru-
legur munur er á fituþykkt hópanna, hvorki á bakvöðva eða síðu, né fallþunga.
8. tafla. Samanburður á skrokkmálum blendinga af Hest- og Reykhólastofni við hreinan Reyk-
hólastofn, að jöfnum fallþunga 15,15 kg.
Spuni 883 Faðir Krappur 885 Fagur 923 Reykh. stofn
Tala afkvæma 11 11 16 16
Útvortis mál
Klofdýpt (F), mm 268,9“ 262,8“ 264,1“ 281,3b
Dýpt brjóstkassa (TH), mm 26,2,1“ 262,8“ 260,0“ 264,5“
Vídd brjóstkassa (V), mm 165,7“ 164,7“ 164,3“ 163,5“
Lögun brjóstkassa (V/TH) 0,632“ 0,626“ 0,632“ 0,618“
Lærastig (1-5) 3,11“ 3,4 lb 3,26“b 2,84c
Þverskurðarmál
Breidd bakvöðva (A), mm 56,20“ 59,48b 61,19b 58,84b
Þykkt bakvöðva (B), mm 21,62“ 23,88b 22,70“** 22,03“c
Lögun bakvöðva (B/A) 0,383“ 0,401“ 0,371“ 0,375“
Flatarmál bakvöðva (AXB/100), cm2 12,28“ 14,30b 14,05b 13,03“
Fituþykkt á bakvöðva (C), mm 1,56“ 1,46“ 1,72“ 1,76“
Fituþykkt á síðu (J), mm 5,31“ 5,26“ 5,23“ 4,47“
Leggjarmál
Þungi (MW), g 39,69“" 38,91“ 38,39“ 41,46b
Lengd (ML), mm 121,3“ 119,9b 119,7b 124,0C
Fallþungi, kg 15,20“ 15,35“ 15,06“ 15,07“
Mismunandi bókstafir á meðaltölunum tákna marktækan mun milli afkvæmahópa.
í 9. töflu eru sýnd skrokkmál krufningslambanna að jöfnum fallþunga, 15,31 kg, er leið-
rétt hefur verið fyrir kyni og árum og hvemig lambið gengur undir. Fallþunginn er borinn
saman að jöfnum aldri.
Eins og sjá má af útvortis-, leggjarmálunum og lærastigum hefur vaxtarlag blendinganna
enn stórlega batnað við ffekari blöndun við Hestféð og sömu sögu er að segja um vöðva-
vöxtinn. Yfirburðir Strammaættarinnar yfir afkvæmi Spuna í vöðvaþroska eru áberandi, enda
ekkert úrval fyrir þessum eiginleikum viðhaft í ætt hans, eins og áður segir. Áberandi er hve
afkvæmi Snorra skera sig úr með minni fituþykkt, enda þótt þau séu lágfættust, og jafhffamt
skal enn áréttað að vídd bijóstkassans fylgir þykkri síðufita eins og hér kemur greinilega ffam
hjá afkvæmum Spuna og Fagurs. Enda þótt fallþungamunur afkvæma Spuna og hinna
hrútanna sé talsverður, og nemi um 1,3 kg, nær hann ekki að vera marktækur, en nálgast það
(p<0,07).
Gæðaflokkun fallanna sýnir greinilega yfirburði Snorra-afkvæmanna og sé innleggið
reiknað á þáverandi verðlagi þá skila Snorralömbin í budduna 10% meira en Spuna-lömbin og
6% meira en Fagurs-lömbin.
Þessi munur liggur einkum i því að fleiri og jafnffamt þyngri (u.þ.b. 8%) föll falla í DIÚ
undan Snorra en hinum hrútunum vegna lítillar fitusöfnunar. Þetta má greinilega sjá á 8. og 9.
mynd, þar sem sýnt er línulega hvemig heildar-fitu og vöðvahlutfall afkvæmahópanna
breytist með mismunandi fallþunga. Vöðvahlutfallið lækkar hjá afkvæmum Snorra um 0,4%-
stig fyrir hvert kg sem fallið þyngist, en um 0,6%-stig hjá afkvæmum Fagurs og Spuna. Hins
vegar hækkar fituhlutfallið ámóta hjá Snorra og Spunalömbunum, eða um 0,9%-stig, en
heldur minna, eða um 0,7%-stig, hjá lömbum Fagurs við sömu þyngingu fallsins.