Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 166
164
dreifingu skrokksins, þar sem 52% af vöðvaþunga Snorra-lambanna er í verðmætari
stykkjumnn á móti 51,2% og 50,3% hjá lömbum Fagurs og Spuna og er munurinn milli
hópanna raunhæfur. Af einstökum vöðvum höfðu Snorra-afkvæmin lang-þyngstan bakvöðva
og nemur munurinn milli afkvæma hans og hinna hrútanna um 7% að jöfiium heildarvöðva.
10. tafla. Hlutfallsleg (%) stykkjun falla við jafhan þunga 7,34 kg.
Faðir
Spuni 883 Fagur 923 Snorri 969
Hlutf.% Staðalsk. Hlutf.% Staðalsk. Hlutf.% Staðalsk.
Tala afkvæma 25 26 31
Læri1' 30,3" 0,219 31,3" 0,213 32,2b 0,196
Spjaldhryggur'' 9,7" 0,163 9,6" 0,159 10,6b 0,146
Miðhryggur'* 7,1" 0,135 7,4“ 0,131 6,7b 0,121
Herðar (Framhr.) 16,2" 0,299 15,9“ 0,291 15,9" 0,267
Háls 2,8" 0,095 2,9* 0,092 3,1" 0,085
Bringa 19,5" 0,251 19,1* 0,244 18,3b 0,225
Síða og huppur 14,4" 0,258 13,8“b 0,251 13,2b 0,230
‘Verðmeiri hlutar 47,1 0,237 48,3 0,229 49,5 0,207
Dreifmg yfirborðsfitunnar var jafnari hjá afkvæmum Snorra of Fagurs en þeirra undan
Spuna, sem höfðu hærra hlutfall hennar í hupp og síðu en lægra á hrygg og á læram. Af
heildar-yfirborðsfitunni í verðmætari skrokkhlutunum höfðu afkvæmi Snorra 55,3% og
Fagurs 56,7% á móti 51,6% hjá Spuna-lömbunum, sem er marktækt lægra hlutfall.
í 11. töflu eru sýnd vefjahlutföll (%) afkvæmahópanna að jöfhum heildarþunga stykkja, 7,34 kg.
11. tafla. Hlutfall vefja að jöfhum heildarþunga stykkja, 7,34 kg.
Faðir
Spuni 883 Fagur 923 Snorri 969
Hlutf.% Staðalsk. Hlutf.% Staðalsk. Hlutf.% Staðalsk.
Taia afkvæma 25 26 31
Yfirborðsfita 8,5" 0,266 7,7b 0,256 6,6C 0,232
Millivöðvafita 14,9* 0,351 14,4* 0,338 12,2b 0,306
Fita alls 23,4" 0,541 22,1* 0,552 18,8b 0,472
Vöðvi alls 57,6“ 0,500 58,9“ 0,482 62,5b 0,436
Bein alls 13,0“ 0,160 13,0* 0,154 13,0* 0,082
Niðurstöðumar sýna afdráttarlaust og marktækt að afkvæmi Snorra hafa yfirburði yfir af-
kvæmi hinna hrútanna í minni fitusöfnun og meiri vöðvasöfiiun við sama beinahlutfall. Við
meðalfallþunga lambanna í rannsókninni, 15,31 kg, hafa afkvæmi Snorra 704 g og 505 g
minni heildar-fitu en afkvæmi Spuna annars vegar og Fagurs hins vegar og 750 g og 551 g
meiri heildar-vöðva. Þetta er gríðarlega mikill munur í fitu- og vöðvamagni, en reyndist þó
ekki nægur til að staðfesta að hér væri um sérstaka arfgerð að ræða (Stefán Sch. Thorsteins-
son, Emma Eyþórsdóttir 1995), enda gögnin vart nógur stór til slíkrar greiningar.
Þessar niðurstöður ásamt skrokkmælingunum, erfðaffamförunum og hinu nýja kynbóta-
mati hrúta og áa ýtir sterklega undir þá kenningu, sem sett er hér að framan, að hér sé um sér-
staka arfgerð með dýrmæta eiginleika að ræða og þarf að vinda bráðan bug að fá úr því skorið
hvort rétt sé, og ætti það að vera vandalaust með nútíma tækni í erfðavísindum.