Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 167
165
ÓMMÆLIN G AR
Fyrir forgöngu dr Sigurgeirs Þorgeirsson var fyrsta ómsjáin til notkunar í búfjárrækt keypt til
landsins sumarið 1990 fyrir styrk úr Minningarsjóði dr Halldórs Pálssonar. Strax þá um
haustið var hún tekin í notkun á Hesti, er hafin var rannsókn á sambandi ómmælinga á vöðva-
og fituþykkt við heildar-vöðva- og fítumagn skrokksins, annarvegar á síðunni á 12. rifí, þar
sem þverskurðarmálin eru mæld á follunum í sláturhúsi, og hins vegar á 3. spjaldhryggjarlið
(Thorsteinsson, S.S. og aðrir 1995). Skoskar rannsóknir höfðu þá þegar sýnt að með óm-
mælingu á 3. spjaldhryggjalið mætti ná góðum árangri í úrvali fyrir auknum vöðvavexti og
minnkandi fítusöfnum á tiltölulega ódýran og skjótan hátt.
Öll lömb undan afkvæmarannsóknarhrútunum 1990 og 1991 voru ómmæld, en auk þess
voru tekin hefðbundin mál á þeim lifandi, þ.e. bijóstmál, spjaldbreidd og legglengd, og stig
gefín fyrir höfuð, háls og herðar, útlögur spjald og læri, ásamt fitumati á síðu. Bæði árin voru
tekin 4-5 föll undan hveijum hrút til nákvæmrar krufhinga á sama hátt og áður er lýst, í fitu,
bein og vöðva og voru krufiúr alls 86 skrokkar. Á ómmyndum, sem teknar voru af hveiju
lambi, voru tekin tvö mál af vöðva og fituþykkt, þ.e.a.s. þar sem vöðvinn og fítan eru þykkust
og annað í 2 cm fjarlægð þar sem þykktin fer að minnka. Hvert einstakt mál og meðaltal af
báðum málum var síðan notað til þess að meta nákvæmni ómmælingarinnar og til að segja til
um vefjasamsetningu skrokksins.
Við uppgjörið var notað línulegt fjölbreytuaðhvarf mælingaþátta á heildarvöðva- og fitu-
magns skrokksins og fundinn sú mæling sem skýrði mestan breytileika í hveijum vef fyrir sig.
í stuttu máli sýndu niðurstöðumar eftirfarandi: þungi á fæti, þegar leiðrétt hafði verið
hvemig lambið gengur undir (ein- eða tvílembingur), útskýrði 77% breytileika vöðvans og
74% fitunnar í skrokknum. Þegar ómmælingunum var bætt við jókst nákvæmni matsins mark-
tækt á báðum vefjum til muna. Mælingar á 3. spjaldhryggjarlið gáfu nákvæmara mat en
mælingar á næst aftasta rifí og jafhffamt var meðaltal tveggja mælinga á fitu og vöðva á mis-
munandi stað (2 cm millibili ) betra en ein mæling, þar sem vöðvinn var dýpstur. Þannig út-
skýrði meðaltal tveggja mælinga, ásamt þunga á fæti, 86% af breytileika vöðvamagnsins og
82% fitunnar, en sambærilegar hlutfallstölur fyrir eina mælingu, eins og almennt er viðhöfð,
voru 84% fyrir vöðvann og 80% fyrir fituna. Þama munar dálitlu á nákvæmninni, en
munurinn er það lítill að hæpið er að það borgi sig að eyða tíma í tvímælinguna. Til þess að
gefa nokkra hugmynd um stærðargráðu staðalffáviks skekkjunnar (óútskýrðan breytileika) við
eina mælingu á vöðva og fitu einstaklings þá nemur hún um 450 g í vöðva, eða um 5% af
heildarvöðvamagninu, og um 411 g í fitu, eða um 11% af heildarfitunni á lömbum sem vógu
38,3 kg á fæti. í þessu sambandi er rétt að hafa í huga að staðalfrávikið breytist með hlut-
fallinu: s/Vn, þar sem s er staðalfrávik og n er fjöldi einstaklinga (athugana). Þannig mundi
hún t.d. lækka í 100 g á vöðva ef um væri að ræða 20 lamba hóp og nemur þá um 1% af
heildarvöðvamagninu.
Samanburður á ómmælingum við þverskurðarmál skrokksins við sama fallþunga leiddi í
ljós að þverskurðarmálin gáfu heldur nákvæmara mat á vefjasamsetningu skrokksins en óm-
ntælingar og þá einkum á heildarfitu fallsins. Fallþunginn einn og sér útskýrði 89% af breyti-
leika vöðvans og 81% af breytileika fitunnar, sem er til muna hærra hlutfall en þegar leiðrétt
var fyrir þunga á fæti, eins og sýnt er hér að ffaman. Af ómmálunum skýrðu fallþungi að við-
bættu meðaltali tveggja mælinga á fitu og vöðva mestan breytileika, bæði í vöðva- og fitu-
magni, 91% og 87% fyrir hvem vef fyrir sig, og svarar það til 4% og 9% skekkju á
heildarvöðva- og fitumagninu.
Af þverskurðarmálunum sýndu fallþungi, að viðbættu flatarmáli bakvöðvans og fituþykkt
á síðu, sterkasta sambandið við fitu- og vöðvamagnið og skýrðu 93% af breytileika vöðvans