Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 168
166
og 90% fitunnar, og nemur skekkjan um 3,6% af heildarvöðva og um 7% af heildarfitu í 15,7
kg skrokk.
Enda þótt skekkjan sé nokkuð há á einstaklingsmatinu lækkar hún eftir því sem
einstaklingunum Qölgar og við 25-35 lambahóp undan hrút, eins og algengt er í afkvæma-
rannsóknunum, má segja að matið á fitu- og vefjahlutföllum afkvæmahópanna sé það ná-
kvæmt að það gefi tiltölulega örugga vitneskju um vefjasamsetningu þeirra.
Samband ómmælinga við stigagjöf og mál á lömbum á fæti reyndist lítið og ómarktækt á
öllum eiginleikum, nema við breidd spjaldhryggjar. Við eina mælingu á vöðvaþykkt bætti
bakbreiddin nákvæmnina marktækt, en þó svo lítið (1%) að hæpið er að það borgar sig að
eyða tíma í að mæla hana.
í 12. töflu eru sýnt arfgengi á ómmælingum á vöðva- og fituþykkt á 3. spjaldhryggjarlið
og hinum hefðbundnu bakvöðvamála, sem mæld eru á föllunum í sláturhúsi, og erfða- og
svipfarsfylgni milli þeirra og ómmælinga.
Gögnin, sem liggja á bak við matið á arfgengi ómmælinga ná yfir öll lömb, sem ómsjár-
mæld voru ffá 1990-1996, 2946 að tölu undan 120 hrútum. Ættemisskrá Hestbúsins til 1968
var notuð við uppgjörið og náði úrvinnslan til allra skyldra einstaklinga, eða 7165 talsins. Við
matið á arfgengi bakvöðvamálanna og erfða- og svipfarsfylgni þeirra við ómmælingamar ná
gögnin til 1241 lambs undan 105 hrútum og spannar sú úrvinnsla alls 5462 einstaklinga.
12. tafla. Arfgengi (h2), erfða- (rg) og svipfarsfylgni (rp) ómmælinga (mm), þverskurðamála (mm) og fitu- og
vöðvamagns (kg). Staðalskekkja í sviga.
h2 Ómvöðvi rs rr Ómfita r8 rP
Ómmæling
Vöðvaþykkt 0,42 (0,05) -0,17 (0,10) -0,04
Fituþykkt 0,42 (0,06)
Þverskurðarmál
Vídd bakvöðva, A 0,53 (0,08) 0,38 (0,13) 0,25 -0,43 (0,12) -0,16
Þykkt bakvöðva, B 0,32 (0,07) 0,94 (0,08) 0,35 -0,17 (0,16) -0,07
Flatarmál bakvöðva, AXB 0,39 (0,07) 0,93 (0,06) 0,41 -0,37 (0,14) -0,14
Fimþykkt á bakvöðva, C 0,50 (0,09) -0,32 (0,13) -0,09 0,85 (0,05) 0,45
Fituþykkt á síðu, J 0,70 (0,08) -0,11 (0,13) -0,05 0,69 (0,08) 0,39
Lærastig, 1-5 0,79 (0,08) 0,45 (0,10) 0,27 0,21 (0,12) 0,10
Vefir
Vöðvi 0,70 (0,08) 0,43 (0,11) 0,25
Fita 0,82 (0,08) 0,75 (0,06) 0,47
Gagnasafnið, sem notað var til að meta arfgengi á heildarvöðva og fitumagni skrokksins
og fylgni við ómmálin, samanstóð af öllum kmfnum skrokkum frá 1987-1996, 255 talsins, en
auk þess var fita og vöðvi reiknuð á öll föll, 1055 að tölu, sem höfðu bæði ómmælingu og
bakvöðvamál, eftir líkingu, sem byggir á sambandi þverskurðamála og vefja úr kmfningar-
gögnum, og best skýrðu breytileikann í vöðva- og fituinnihaldi skrokksins (AxB, C+J, legg-
þungi) (R2=93% í vöðva og R2=89% í fitu). Þessi gögn náðu til 1310 lamba undan 117
hrútum og spannaði úrvinnslan alls 5531 einstakling.
I hverri úrvinnslunni var leiðrétt fyrir föstum áhrifum, sem marktæk reyndust, s.s. ámm,
kyni, lambategund, stofhum og aldri áa (i fyrstu og annarri úrvinnslu).
Arfgengið á ómsjármálunum er svipað og áður hefur mælst hér á landi og nógu hátt til
þess að vænta má ffamfara í kynbótum fyrir þykkri vöðva og minni fitu, þegar valið er gegn
henni. Arfgengi á þykkt og flatarmáli bakvöðvans er nokkuð lægra en frarn kemur hér að