Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 183
181
eftir mestu að
slægjast í liðunum:
Aburður og sáðvörur,
rekstur búvéla, aðrar
rekstrarvörur og
önnur þjónusta. Þetta
em því þeir þættir
sem fá sérstaka
skoðun þegar hagræð-
ingar er leitað á eins-
tökum búum.
Varðandi fastan
kostnað þá virðist oft
mega laga skuldasam-
semingu. Skuldir
sauðfjárbúa virðast
einnig vera að aukast.
I erindi sínu „Afkoma
og skuldsetning í hefðbundnum greinum landbúnaðar 1991-2000; - hversu mikla skuld-
semingu þolir reksturinn?“ sem flutt var á ráðstefnu um ijárfestingar í landbúnaði 23. október
2001 komast þeir Jónas Bjamason og Birgir Óli Einarsson að því að fyrirliggjandi gögn bendi
til að rekstur sérhæfðra sauðfjárbúa hafi verið í stöðnun á tímabilinu 1991-2000. Fjárfestingar
hafí numið 70% af hagnaði fyrir laun eiganda á tímabilinu. Um 65% þess fjár hafi verið varið
til kaupa á vélum og tækjum. Á timabilinu jukust einnig skuldir búanna úr 101% í 111% (sem
hlutfall af búgreinatekjum) og búgreinatekjur drógust saman um 5,8%. í niðurlagi umíjöllunar
um afkomu sérhæfðra sauðfjárbúa á tímabilinu segir svo orðrétt: „Rekstrar- og efnahagsyfirlit
á sérhœfðum sauðfjárbúum sýna, að búin hafa gengið á eigiðfé samhliða því aö skuldir hafa
aukist síðastliðin 10 ár. Greinilega kemur fram hve viðkvœmur sauðfjárbúskapur er fyrir
breytingum í rekstrarumhverfinu, enda má lítið út af bera í rekstri búa sem eru með um 3,5
milljónir króna i búgreinatekjur. Aó einhverju leyti má ef til vill takast á við það tekjuleysi
sem hrjáir greinina með aukinni hagrœðingu, en öllu betra úrrœði vceri að stefna að því að
stœkka rekstrareiningarnar eóa jafnvel að huga að öðrum tekjumöguleikum sem kynnu að
vera jafn farscel lausn (eftir aðstœðum), til lengri tíma litið.“
AÐLÖGUN AÐ SAUÐFJÁRBÚUM
Aðlögun verkefnisins Betri bú að sauðfjárbúum verður fyrst og fremst fólgin í því að fylgja
eftir óskum þeirra sauðfjárbænda sem þegar eru í verkefhinu. Afar mikilvægt er eins og áður
hefur komið fram að lækka rekstrarkostnað þar sem takmarkaðir möguleikar eru yfirleitt á
tekjuaukningu vegna innlagðra afurða, a.m.k. til skamms tíma litið. Að vísu má ekki gleyma
möguleikum til tekjuaukningar sem sumir bændur geta nýtt sér í tengslum við gæðastýringu í
sauðfjárrækt, en með þátttöku sinni í gæðastýringunni munu margir bændur afla gagna sem
nýtast munu til áætlanagerðar af því tagi sem verkefnið býður upp á. Við ábúendaskipti eru
oft gerðar rekstraráætlanir fyrir lánastofnanir og liggur þá beint við fyrir nýja ábúendur að
halda áfram í verkefhinu.
niðurstaða
Búrekstrarverkefhin eru komin til að vera, þau eru leið til þess að komast frá „úr því sem
komið er rekstrarráðgjöf ‘ yfir í markmiðssetningu og áætlanagerð til lengri tíma. Ætla má að
J J J J sT ífr'
é J .J
j j? / é
<t> ^ o,
* / /
* r sjr
n Hæstu
BMiðja
PLægstu
2. mynd. Samanburöartölur úr rekstrargreiningarlíkani BÍ fyrir árið 2000,
kr/vetrarfóðraða kind í ársbyrjun. (Úrtak 122 sauðfjárbúa úr búreikningum
raðað eftir vergum þáttatekjum á kind 10 hæstu bú (bestu), 10 í miðju og 10
lægstu).