Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 186
184
RflÐUNRUTflfUNDUR 2002
Rekstur sauðfjárbús - hagræðing til framtíðar.
Dæmi úr verkefninu Betri Bú
Laufey Bjamadóttir, Eggert Kjartansson María Líndal,
Lárus Birgisson og Eiríkur Blöndal
Búnaðarsamtökum Vesturlands
INNGANGUR
Jörðinni Hofsstöðum á sunnanverðu Snæfellsnesi er lýst í bókinni Byggðum Snæfellsness
sem samblandi af brokflóum, kjarrlendisásum og fjalllendi í Hofsstaðahálsi er nær norður að
Baulárvallavatni. Landið er mjög stórt og fjölbreytilegt að gerð. Nokkuð er af þurrum móum
og melum, sem er gott ræktunarland í miðju landi norðan þjóðvegar. Þar er skjólgott mjög og
veðrasælt. Fjárland er gott. Jörðin á laxveiði i Straumfjarðará. Árið 1943 hófu Eggert
Kjartansson og Sigríður Þórðardóttir búskap á Hofsstöðum, en árið 1967 tók sonur þeirra
Kjartan Eggertsson og kona hans Soffía Guðjónsdóttir við búrekstrinum. Frá og með árinu
1997 hefur Eggert Kjartansson, sonur Kjartans og Sofflu, tekið að fullu við búrekstrinum á
Hofsstöðum. Eggert er því þriðji ættliðurinn sem býr á Hofsstöðum.
Á jörðinni eru fjárhús fyrir 500 fjár (eldri fjárhús ffá 1962 og yngri frá 1970). Við fjár-
húsin er þurrheyshlaða frá 1969 og flatgryfja frá 1988. Bústofn í árslok árið 2000 skv. land-
búnaðarframtali var 434 fjár, sauðfjárbúskapur er stundaður innan hinnar svokölluðu 0,7
reglu. Tún eru 45 ha. Heyskapur í gegnum árin hefur að mestu verið í þurrhey og vothey í
flatgryfju, nokkrar rúllur hafa verið bundnar af nágranna og ffænda Eggerts allra síðustu
sumrin. Á síðari hluta árs 2000 hóf Eggert skólaakstur bama til og ffá Laugargerðisskóla.
Aðrar tekjur utan bús eru óverulegar, verulegar tekjur eru hins vegar af veiðileigu. Við ætt-
liðaskiptin var byggt lítið íbúðarhús á jörðinni sem foreldrar Eggerts búa nú í, en Eggert býr í
íbúðarhúsi sem byggt var 1977.
SAUÐFJÁRSKÝRSLUHALD OG AFKVÆMARANNSÓKNIR
Sauðfjárskýrsluhald hefur um langt árabil verið stundað á Hofsstöðum. Undanfarin ár hefur
ábúandi unnið markvisst að kynbótastarfinu með virkri þátttöku i skýrsluhaldi, lamba-
mælingum, afkvæmarannsóknum og sæðingum. Sú vinna hefur þegar skilað sér greinilega. Ef
skoðaðar eru afkvæmarannsóknir á bænum ffá 1998 til 2000 þá mældist bakvöðvi þykkari
með hveiju árinu og lærastig hækkaði um 0,3 stig. Um var að ræða stórar samanburðar-
rannsóknir með 9 til 11 afkvæmahópum og fjöldi lamba alls i hverri rannsókn ffá 118 upp í
156. Þessu til viðbótar voru mældar ár hvert fleiri gimbrar til skoðunar til ásetnings, auk
lambhrúta, en almennar lambamælingar hafa verið stundaðar hér mun lengur. Bætt gerð
lambanna samkvæmt mælingum hefur jafhffamt skilað betra kjötmati. Samkvæmt niður-
stöðum skýrsluhalds 1997-2000, þá hafa afurðir eftir hveija á aukist um 3 kg, mest þó árið
2000, en þá var vænleiki lamba með besta móti. Jafnffamt voru affoll að vori með minna
móti, en affoll að vori næstliðin ár á undan voru óviðunandi og eitt af þeim atriðum sem huga
þarf að til ffambúðar. Skoða þarf hvort loftræsting og að húsin eru ekki einangruð séu þar
einhveijir áhrifavaldar, t.d. gagnvart sýkingum. Undanfarin ár hafa fædd lömb eftir 100 ær
verið i kringum 175 og er eitt af sóknarfærum ábúanda til tekjuaukningar því að auka fijósemi
ánna, samhliða því að minnka affoll, fijósemi gemlinga hefur verið ágæt.