Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 187
185
ÞÁTTTAKA í VERKEFNINU BETRIBÚ
Á haustdögum 2001 skráir Eggert Kjartansson sig i verkefnið Betri bú. Helstu ástæður þess
að sótt er í verkefnið er að Eggert fannst hann þurfa að skoða vélakost sinn, endumýjun eða
samvinnu með rekstur heyvinnuvéla við nágranna. Vinnuferlið sem fór af stað eftir að Eggert
skráir sig í verkefnið lýtur að því að vinna rekstrargreiningu upp úr landbúnaðarframtölum
þeirra ára sem Eggert hefur rekið búið. Þá er búið heimsótt og farið í útihús og fé og hey
skoðað. Heysýni voru tekin fyrr um haustið og efnagreining til reiðu. Til að meta át eftir bestu
getu var grænfóðurrúlla vigtuð og sýni tekið til þurrefnismælingar. I ffamhaldi var síðan
unnin fóðuráætlun fyrir sauðféð. í heimsókninni var farið yfir rekstrargreiningar og saman-
burð þeirra ára sem búskapurinn hafði staðið og tölur greiningarinnar krufhar til mergjar þar
sem skýringa þótti vanta. í ffamhaldi af niðurstöðu rekstrargreiningarinnar var ffamtíðin rædd
og ffamtíðarsýn bóndans, hvað ætti að leggja áherslu á i 5 ára rekstaráætlun, sem er næsta
skrefið í vinnuferlinu. Niðurstaðan úr heimsókninni var sú að helstu atriði sem taka ætti fyrir í
5 ára rekstraráætlun væri samanburður á endumýjun sjálfhleðsluvagns til samanburðar við
vélasamvinnu við nágranna varðandi rúlluheyskap.
HELSTU NIÐURSTÖÐUR REKSTRARGREININGAR
Öll 4 árin er framlegðarstigið yfir 71% og er hæst árið 1998, 75,8%, sem er afburðargott
(athuga ber að hér er búið í 0,7 reglu). Atriði sem þurfa nánari skoðunar við em liðir eins og
rekstur búvéla sem er mjög hár samanborið við bestu búin úr búreikningum, breytilegur
kostnaður fer hækkandi ásamt fostum kostnaði. Jákvæðir liðir úr rekstrargreiningunni em að
áburður hefur lækkað milli áranna 1999 og 2000, búgreinatekjur hafa aukist ásamt ffamlegð
síðustu 2 árin.
ORSAKER HÁRRA OG LÁGRA ÚTGJALDALIÐA
I rekstargreiningu fyrir árið 2000 er kjamfóður mjög hár liður og skýrist hann af því að
snemma vetrar 2000 var keypt fiskimjöl sem notast skyldi á sauðburði það vorið. Um haustið
2000 var keypt aftur fiskimjöl sem notast skyldi vorið 2001. Áburðarkaup minnka frá árinu
1999-2000 og skiptir þar mestu að hagstæðara verð fékkst á áburði. Rekstur búvéla er nokkuð
hár liður, verkstæði er ekki langt frá þar sem em vönduð vinnubrögð og það því mikið notað
og eigin vinna við viðgerðir því minni. Rekstur bíls árið 2000 er óeðlilega hár, en um mitt
sumar kom inn skólabíll sem þurfti breytinga við og viðhalds áður en skólaakstur hófst, en á
móti kom að tekjur af akstrinum var aðeins i þrjá og hálfan mánuð, kostnaðurinn við hann er
því óeðlilega hár miðað við tekjumar það ár. Árið 1999 em 2 bílar og annar alfarið á búinu.
FYRIRHUGAÐAR ÚRBÆTUR OG 5 ÁRA ÁÆTLUN
Huga þarf að búvélasamsetningu og ná niður kostnaði við rekstur búvéla. Heyhleðsluvagn er
orðinn slitinn og huga þarf að endumýjun hans fyrir næsta sumar eða huga að ffekara sam-
starfi um rúlluheyskap við nágranna sinn, en um 6 km em á milli bæjanna. Gerðar vom tvær
áætlanir til að bera saman hagkvæmni þess að halda fóðuröflun í óbreyttu horfi, með eðlilegri
endumýjun þess vélakosts sem fyrir er, eða að fara i samvinnu um heyskap og skipta þar með
yfir í rúlluverkun. Þá var gert ráð fyrir að Hofsstaðir keyptu sig inn 1 nýja rúllusamstæðu til
helminga við samvinnuaðila, Hofsstaðir legðu einnig til öfluga rakstrarvél, en samvinnuaðili á
móti öfluga dráttarvél sem knúið gæti rúllusamstæðuna. Miðað við þær forsendur sem settar
vom upp virtust ekki vera forsendur fyrir svo mikilli fjárfestingu í sameiginlegum vélum, eins
og hér er gert ráð fyrir. Vinna fyrir þriðja aðila yrði þá að koma til. Ekki var þó tekið tillit til
þess vinnuspamaðar sem vænta má að rúlluvæðingin hafi í för með sér, né heldur tekna af