Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 189
187
RHÐUNflUTflfUIMDUR 2002
Girðingartækni við stjórnun beitar á Lambeyrum
Ásmundur Einar Daðason
Nemandi við Bændadeild Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
INNGANGUR
Miklar breytingar hafa átt sér stað í sauðíjárrækt á seinustu árum, búin hafa stækkað og
tæknivæðst. Þar sem fé hefur fjölgað mikið hafa afurðir oft fallið, þ.e.a.s. fjölgun er á undan
tækniffamförum. Þegar bú eru stækkuð þarf að huga að öllum vinnuþáttum, vegna þess að
grundvöllurinn fyrir fjölgun §ár er vinnuhagræðing.
Með breyttum búskaparháttum verður beitartími á afréttum trúlega smám saman styttur.
Beit á ræktað land og grænfóður mun aukast, en þá verður nauðsynlegt að hafa stjóm á
beitinni. Beitarstýring er að nokkru þekkt úr nautgripa- og hrossarækt, en beitarstjómun í
sauðfjárrækt er engan veginn nógu skipulögð og víða alls engin. Til þess að beitarstýring geti
orðið er nauðsynlegt að hafa góðar girðingar. Utlit er því fyrir að á komandi ámm muni þörf
fyrir girðingar aukast mikið og em þessar breytingar byijaðar að gera vart við sig víða um
land. Með auknum girðingum vex nauðsyn þess að endingartími þeirra sé góður (langtíma-
fjárfesting) og viðhald sé í lágmarki.
Á Lambeymm er eingöngu búið með sauðfé, þar em 840 fiillorðnar ær, 160 gemlingar og
40 hrútar. Nokkur geldneyti em á búinu en þeim hefur farið fækkandi á síðustu ámm. Ætlunin
er að ná hámarksafurðum með þessum fjárfjölda og ekki verður fjölgað fyrr en því marki er
náð.
FJÁRHÚS OG INNRA SKIPULAG ÞEIRRA
Fjárhúsin vom byggð árið 1978, þau er um 1000 fermetrar að flatarmáli. Húsin vom fimm-
stæð og rúmuðu i upphafí 1000 fjár, fyrir ofan fjárhúsin em flatgryfjur, heyjað var í þær vot-
hey um áraraðir. Sumarið 1997 var ráðist í gagngerðar breytingar á húsunum með það fyrir
augum að létta vinnuna og auka afurðir. Sextán gjafagrindur vom settar í stað garðanna, en
miðgarðurinn var látinn standa og þar em 86 eins kinda stíur á sauðburði. Flatgryfjumar vom
fimm í upphafi, en ein þeirra hefur verið tekin undir geldneyti. Hinar gryfjumar em um 350
fermetrar að stærð og var lokið við að innrétta þær vorið 2001. Þar em fjórir garðar, auk átta
hólfa með litlum jötum. Þama er hægt að hafa ffá einni og upp i tíu kindur saman í hólfi. Þetta
rými er einnig nýtt til þess að geyma lömb til slátmnar utan hefðbundins tíma. Sumarið 1999
var reist 700 fermetra stálgrindahús sem rúmar 1100-1200 rúllur í fimm hæðum. Verið er að
prófa að stafla í sex hæðir og ef það reynist vel verður því haldið áffam. Ætlunin er að nota
hlöðuna undir fé á sauðburði, þar verða stórar undirburðarstíur og gefið í ódýrar gjafagrindur.
Jafnffamt er ætlunin að innrétta 90 m2 hús sem stendur dálítið ffá fjárhúsunum og nota það
sem sauðburðaraðstöðu. Allar innréttingar í fjárhúsunum em smíðaðar með það fyrir augum
að auðvelt og fljótlegt sé að viðhalda þeim. Sjálfbrynning er við allar gjafagrindur og í öllum
hólfum og stiinn á sauðburði, með því móti sparast mikill tími.
Þegar þessum breytingum lýkur verður hægt að hafa allt fé borið á húsi.