Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 191
189
BÚSKAPARHÆTTIR í DAG
Sauðburður hefst yfirleitt í kringum 20. maí, en byijað er að setja æmar út um 25. maí. Tví-
og þrílembdar ær em settar á tún meðan einlembur em hafðar í vel gróinni úthagagirðingu.
Rekið er úr túnunum í kringum 15.-20. júní og þá fara æmar á fjall. Fyrstu göngur em um
miðjan september, þá em lömbin tekin undan ánum og þær síðan settar aftur á ijall. Hluta
lambanna er slátrað eftir fyrstu göngur, en afgangurinn er settur á tún. Lömbin em höfð á túni
fram að næstu göngum, sem em yfirleitt hálfum mánuði seinna, þá er slátrað því sem eftir er.
Eftir seinni göngur em lífgimbrar og veturgamlar ær settar á tún meðan aðrar ær em hafðar í
góðri hagagirðingu sem var lítið beitt um sumarið. Lömb og veturgamalt er tekið á hús fyrstu
dagana í nóvember, en þá em æmar settar á túnið þar til þær em teknar á hús um viku seinna.
BÚSKAPARHÆTTIR í FRAMTÍÐINNI
Þær ær og hluti gemlinga sem ekki em með lambi verður slátrað fyrir sauðburð, vegna þess
hve dýrmætt beitilandið er. Burði verður flýtt og mun sauðburður hefjast fyrstu dagana í maí,
fé verður fóðrað inni og við hús þar til nægilegur gróður er kominn. Til þess að létta á ánni
munu öll lömb komast í fóður við íjárhús. Ánum verður gefið hey og fóðurblanda með, allt
ffá burði og þar til þær fara í úthaga. Tvílembdar lambgimbrar og þrílembdar ær sem ekki
hefur tekist að venja undan verða hafðar sér í túngirðingu og fara síðan í vel gróið úthagahólf,
þar sem auðvelt er að ná þeim snemma til beitar á ræktuðu landi. Þessi hólf verða einnig
notuð fyrir hrútana yfir sumartímann. Tvílembur, einlembdar ær og gemlingar fara í úthaga
um miðjan júní eftir að hafa verið á ræktuðu landi í um tvær vikur. Leitum verður flýtt, lömb
sett á ræktað land og grænfóður. Æmar verða í úthaga um nokkurra vikna skeið áður en þær
eru settar á ræktað land.
GIRÐINGAR
Girðingar em i lélegu ástandi, stór hluti þeirra eru gamlar rafgirðingar sem girtar vora með
notuðum rekaviðarstauram um og eftir 1980. Eina girðingin sem ekki er komin á þennan
aldur er 7 km fjallgirðing sem girt var sumarið 1995. Notaðir vora plaststaurar ffá Jóni á Læk
(Plastmótun), en þetta var fyrsta girðingin úr þessu efni. Frá þeim tíma hefur eingöngu verið
notast við þessa staura þegar bæta hefur þurft inn í girðingar.
Búið er að vinna heildargirðingarskipulag fyrir jörðina, sem byggir á þeim markmiðum
sem stefrit er að. Byijað verður á þessum ffamkvæmdum næsta sumar, en gert er ráð fyrir því
að þær taki nokkur ár.
Skipulag í kringum Jjárhús
Unnið hefiir verið girðingarskipulag í kringum fjárhúsin sem fellur beint að innra skipulagi
húsanna. Út ffá fjárhúsunum koma 33 hólf, sem verða við hveija gjafagrind, allar jötur í sauð-
burðarhúsi og við hvert hólf í hlöðu. Þessi hólf verða 20 m löng en breidd flestra þeirra verður
um 5 m. Göt verða söguð á fjárhúsin til þess að æmar geti gengið út og inn. Þessi göt verða
einnig nýtt til þess að hræra upp í haughúsinu. Við endann á hólfunum verður 6 m breiður
gangur sem liggur hringinn í kringum fjárhúsin. Hægt er að reka fé út úr öllum hólfum í
ganginn. Við íjárhúsin verða safhhólf sem féð er geymt í þegar það bíður fjárrags.
Skipulag girðinga á láglendi
Vegur liggur í gegnum heimaland og skiptir undirlendi í tvo helminga, skipulagið byggir á
því að kindin verði aldrei rekin á veginum og verður því komið í kring með undirgöngum þar
sem við á. Fjárrenna verður ffá fjárhúsum að undirgöngum og meðffam vegi báðum megin