Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 194
192
RAÐUNRUTRFUNDUR 2002
Túnrækt og viðhald ræktunar
Ami Brynjar Bragason
kennari LBH og sauðjjárbóndi
YFIRLIT
í þessari grein er reynt að skoða hvaða áherslu sauðfjárbændur eiga að leggja á endurræknui túna með það að
markmiði að bæta gæði gróffóðurs og afrakstur búsins.
INNGANGUR
Kúabændur hafa nú á síðustu árum mjög verið hvattir, af helstu sérfræðingum á sviði jarð-
ræktar og fóðurfræði, til örari endurræktunar túna. Ýmsar fóðrunartilraunir á mjólkurkúm
hafa eindregið sýnt að það er ekki einungis sláttutími og verkun sem skiptir máli heldur
einnig sú grastegund eða tegundir sem í túninu vaxa. Sauðíjárbændur hafa lítið sem ekkert
verið hvattir til sömu aðgerða og því verið haldið fram af sumum jarðræktarmönnum að á
sauðfjárbúum sé endurræktun jafnvel óþörf, svo lengi sem túnin em sæmilega uppskemmikil
og greiðfær. Það hlýtur þá að þýða að sláttutíminn og verkunin skipti fyrst og fremst máli til
að ná fram mismunandi fóðurgæðum fyrir einstök fóðmnartímabil sauðfjárbúsins.
Margir sauðfjárbændur spyrja sig eflaust eftirfarandi spuminga:
• Greiðir sauðfé vel fyrir endurræktun gamalla túna og úrvalsgróffóður eða er hægt að
ná sömu afkomu með velverkuðu, sæmilega næringarríku heyi af gömlu túni?
• Hvers konar tún þurfa sauðfjárbú og hvenær þarf að endumýja ræktun þeirra?
• Er endurræktun túna sem skila sæmilegu uppskemmagni of dýr kostnaðarliður á
sauðfjárbúi?
í þessu spjalli er reynt að velta fyrir sér ofangreindum spumingum.
SAUÐFÉ OG HEYGÆÐI
Kröfur til fóðurgæða á sauðfjárbúi em talsvert mismunandi yfir gjafatimann og eftir aldri
fjárins. Um þetta hefur mikið verið ritað í gegnum tíðina og þekking á þessum þætti mikil. I
Gæðahandbók vegna gæðastýringar í sauðfjárrækt er grein um fóðran sauðfjár eftir Jóhannes
Sveinbjömsson. Þar er meðal annars sýnd fóðuráætlun fyrir sauðfjárbú og út frá þeim for-
sendum sem þar em gefnar er niðurstaðan eftirfarandi:
• Úrvalsfóður (0,85 FE/kg þe.,eða meira), 20% af heyforða. Notað frá 131. degi með-
göngu að burði og eftir burð fyrir æmar. Frá seinni rúningi að burði og eftir burð
fyrir lembda gemlinga. Við þetta má bæta að ef bændur em að ala lömb til slátrunar
að vetri næst bestur árangur og eldistími verður stystur, með fóðri í þessum flokki.
• Gott fóður (0,75-0,84 Fem/kg þe.), slegið um skrið allvel verkað, 48% af heyforða.
Gefíð ánum frá inntöku til loka fengitíðar og frá 100.-130. dags meðgöngu. Gefíð
lömbunum frá hausti og fram að seinni rúningi, þó enn betra sé að gefa þeim úrvals-
fóður allan veturinn.
• Sæmilegt hey (0,65-0,74 Fem/kg þe.), slegið eftir skrið, nokkuð velkt á velli. Gefið
frá lokum fengitíðar og fram að 100. degi meðgöngu. Þetta em 32% af heyforða og
er þar með kominn allur heyforði búsins.