Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 196
194
sólgið í, jafnvel þó ekki muni neinum ósköpum í heyefnagreiningu. Á allra síðustu vikum
meðgöngu og eftir burð hjá tví- og marglembum er nær ómögulegt að uppfylla næringarþarfír
og því mikilvægt að fóðrið sé sem auðmeltast og lystugast. Með því móti verður líka mun
minni þörf fyrir kjamfóðurblöndu eða fiskimjöl. Úrvalsgróffóður á þessum tímabilum skilar
áreiðanlega meiri fijósemi, betra heilsufari um burð, stærri fæddum lömbum, meiri mjólkur-
lagni að vori og þar af leiðandi betra úthaldi í að mjólka vel fram á haust. Þama liggja senni-
legast þó nokkuð margar krónur. Hvað kostar það hins vegar að reyna að tryggja að árlega sé
20% heyforðans í úrvalsgæðaflokki? Stendur ábatinn af úrvalsfóðrinu undir því? Hvers konar
tún þurfa sauðfjárbændur, a.m.k. þeir sem stefiia vilja að miklum afúrðum eftir sínar ær?
Ef niðurstaðan liggur í einhverri endurræktun túna þá hentar sama endurræktunaráætlun
áreiðanlega ekki sauðfjárbændum og nautgripabændum. Endurræktunin þarf ekki að ganga
jafiihratt fyrir sig hjá fjárbændunum. Hana þarf hins vegar að skipuleggja líka. Það er því
slæmt að þau, Áslaug og Jónatan, sem em meðal forystufólks í íslenskum jarðræktar-
rannsóknum, skuli ekki sjá ástæðu til að skipta sér af fóðuröflun á sauðfjárbúum, eins og þau
taka til orða í greininni sem fjallar um ræktun fóðurs i ffamtíðinni.
TÚN FYRIR SAUÐFJÁRBÚ
Margir þættir hafa áhrif efnainnihald og lystugleika heyja. Þar má nefna áburðargjöf,
veðráttu, grastegundir, sláttutíma, verkun bæði á velli og í geymslu. Tiltölulega mikil og hröð
forþurrkun á rúlluheyi virðist sérstaklega hafa jákvæð áhrif á fóðmnarvirði heyja fyrir sauðfé
(Bjami Guðmundsson 1996). Það er því býsna flókið ferli sem mótar fóðrunarvirði heysins
fyrir féð. Hér er fyrst og fremst horft á þátt grastegunda og þá í tengslum við það hvort og
hvenær ætti að endurvinna túnin.
Við endurræktun íslenskra túna hefúr hugsunin fyrst og fremst verið sú að auka magn og
gæði heyforðans. Fyrir allan bændur hefúr endurræktun verið talin ráðleg ef túnin em mjög
kalin, skurðir að fyllast og túnin að verða blaut og óslétt eða varpasveifgras og knjáliðagras
orðnar ríkjandi tegundir. Kúabændum í dag er svo eindregið bent á að gera mun meiri kröfúr
til túna sinna en þetta og talið æskilegast að vallarfoxgras sé a.m.k rikjandi í túnum þeirra.
Um áratugaskeið hefúr vallarfoxgras verið ríkjandi tegund í íslenskum grasffæblöndum.
Það er uppskemmikið og gefur lystugt fóður. Vallarsveifgras og túnvingull vom lengi notuð
sem svarðnautar til að styrkja svörðinn gagnvart umferð og taka við þegar hlutdeild vallar-
foxgras minnkaði. í tilraunum hefur þó komið í ljós að vallarfoxgras gengur fyrr úr sér í
blöndu með öðrum tegundum en í hreinrækt (Ríkharð Brynjólfsson 1991). Fyrir nokkrum
ámm var svo horfið frá að nota túnvingul í grasfræblöndur, þar sem hann þótti of frekur til
fjörsins á kostnað vallarfoxgrass og eins hafði komið í ljós að hann hentar ffernur illa sem
fóðurgras fyrir mjólkurkýr. í dag er því fyrst og ffemst verið að sá blöndu með vallarfoxgrasi
og vallarsveifgrasi, með því fyrmeíhda sem ríkjandi tegund. Mjólkurfélag Reykjavíkur býður
upp á blöndu sem virðist vera aðallega notuð sem grasffæblanda í tún i dag. Þessi blanda inni-
heldur 75% vallarfoxgras (þijá stofna) og 25% vallarsveifgras (þijá stofna). Er þetta blanda
sem hentar öllum bændum sem þurfa á heyi að halda, hvort sem þeir búa með kýr, sauðfé eða
hross?
Sumir kúabændur em einnig famir að sá vallarfoxgrasi einu sér og gera þá ráð fyrir tíðari
endurvinnslu en áður. í greininni Ræktun fóðurs í ffamtíðinni, sem fyrr er nefnd, er gert ráð
fyrir vallarfoxgrasi í hreinrækt og að túnið verði ekki eldra en 6 ára. Áður en vallarfoxgrasi er
sáð aftur kemur inn meiri eða minni kom- og grænfóðurrækt. Er þetta ferli sem sauðfjár-
bændur geta gengið beint inn í til að tryggja nægjanlegt magn af úrvalsfóðri hveiju sinni eða
hentar þeim annars konar ferli?