Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 199
197
RflÐUNfiUTflfUNDUR 2002
Gæðastýring í sauðfjárrækt- tæki til framþróunar
Jóhannes Sveinbjömsson1 og Ema Bjamadóttir2
'Rannsóknaslofnun landbúnaðarins
:Bœndasamtökum íslands
YFIRLIT
Frá og með árinu 2003 verður hluti ríkisstuðnings við sauðijárrækt bundinn við gæðastýrða framleiðslu. Til-
gangur gæðastýringarinnar er að bæta sauðfjárbúskap, tryggja neytendum örugga vöru og bændum betri afkomu.
I greininni eru rakin nokkur dæmi um hvemig gæðastýringin getur nýst sauðfjárræktinni til framþróunar. Kröfur
markaðarins um upprunavottun sláturgripa verða sífellt sterkari og allt stefnir i að slíkt verði forsenda útflutnings
í ffamtíðinni. Færsla fjárbókar er lykilatriði i gæðastýringu og jafhffamt grunnforsenda skipulagðs kynbótastarfs.
Eitt dæmi um ávinning af því starfi er aukin fijósemi fjárins, sem samkvæmt búreikninganiðurstöðum hefur úr-
slitaáhrif á afkomu sauðfjárbúa. Túnabók og fóðrunarskráning eru liðir í gæðastýringu og eru rakin dæmi um
hvemig hagnýta má þær upplýsingar sem þar eru skráðar, enda er fóðurkostnaðurinn sem heild gríðarstór þáttur í
rekstrarreikningi búanna. Vikið er að gæðastýringu beitar, sem er atriði er hefur að hluta til með að gera meðferð
lands og þar með ímynd sauðfjárræktarinnar, en einnig og ekki síður tekjumöguleika búanna þar sem stærstur
hluti sauðfjárafurða verður til á beit.
FORSAGAN
Ríkisstuðningur við sauðfjárrækt hér á landi á sér orðið alllanga sögu. Menn hafa löngum
deilt um ágæti þess hvort og/eða með hvaða hætti rikisvaldið á að hafa afskipti af þessari at-
vinnugrein eins raunar fleirum. Sú umræða hefur sem eðlilegt er verið uppi bæði meðal
bænda sjálfra sem og í þjóðfélaginu almennt. Fyrr á árum, ekki síst á sjöunda og áttunda ára-
tug 20. aldarinnar, var stuðningur ríkisins nánast algerlega framleiðslutengdur og gagnrýni
þjóðfélagsins beindist einkum að því að þetta hvetti til stjómlítillar offramleiðslu, sem og
varð raunin. Á níunda áratugnum var tekið upp kvótakerfi þar sem framleiðsluheimildir ein-
stakra bænda voru takmarkaðar. Síðar þurfti svo að grípa til flats niðurskurðar á þessar ffam-
leiðsluheimildir þar sem innanlandsneysla dilkakjöts dróst sifellt saman á sama tíma og út-
flutningsbætur vom afnumdar í áfongum - og kjötbirgðir hlóðust upp. Þessar stjómunarað-
gerðir gagnrýndu bændur og fleiri á þeirri forsendu að þetta leiddi til minni og óhagkvæmari
búrekstrareininga.
Búvömsamningurinn sem gerður var árið 1995 fól í sér nánast algert afnám ffamleiðslu-
tengingar ríkisstuðningsins og um leið afnám beinnar kvótasetningar á ffamleiðsluna. Birgða-
vandinn minnkaði á þessum ámm vegna sérstakra aðgerða. Meðal annars var tekin upp sú
regla að ákveða tiltekið útflutningshlutfall kindakjöts árlega með tilliti til jafhvægis milli
ffamleiðslu og innanlandssölu á hveijum tíma. Margir gagnrýndu þó á þessum tíma að
stuðningskerfið fæli ekki í sér hvata til eðlilegrar þróunar varðandi hagkvæma bústærð og
ffamleiðsluaðferðir, m.a. vegna þess hve stuðningurinn var orðinn lítið háður ffamleiðslunni.
Niðurstaðan varð þó ekki sú að taka upp óhefta ffamleiðslutengingu aftur af ótta við nýtt of-
ffamleiðsluskeið. Ekki var heldur farið út í að setja aftur ffamleiðslukvóta sem þá hefði orðið
að vera markaðsvara til að einstök bú gætu þróað sig eftir aðstæðum. Sú leið sem var valin
við gerð sauðfjársamningsins árið 2000 byggði að hluta á samningnum ffá 1995, en tekin var
inn sú nýbreytni að láta hluta stuðningsins smám saman verða ffamleiðslutengdan með sér-
stökum skilyrðum. Til að fá þennan hluta ríkisstuðningsins verða fjárbændur að taka upp skil-
greint gæðastýringarkerfi, sem felur m.a. í sér þátttöku í búfjárskýrsluhaldi, skráningu á lyfja-
notkun, áburðamotkun, fóðuröflun og fóðrun o.fl., og að ákveðin skilyrði séu uppfyllt varð-