Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 200
198
andi landnýtingu. Hugsunin með því að fara þessa leið var og er sú að ríkisstuðningurinn
stuðli að jákvæðri þróun í greininni sem byggir hana upp til framtíðar í samræmi við þarfir og
kröfur markaðarins. Eins og segir í fylgiskjali 1 með sauðfjársamningnum: „Tilgangur gæða-
stýringarinnar er að bæta sauðfjárbúskap, tryggja neytendum örugga vöru og bændum betri
afkomu.“ Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um hvemig gæðastýringin getur nýst sauðfjár-
ræktinni til ffamþróunar.
GÆÐASTÝRING OG MARKAÐSMÁL
Krafa gæðastýringarinnar um búfjárskýrsluhald, einstaklingsmerkingar og skráningu á notkun
lyfja, fóðurs, beitar og annarra aðfanga og framleiðsluaðstæðna er ekki komin til af engu. Hún
er einfaldlega komin til vegna þess að kröfur markaðarins í þessu efni fara vaxandi.
í Bændablaðinu 15. janúar sl. segir Garðar Eggertsson framkvæmdastjóri Fjallalambs að
hann leggi mikið upp úr því að framleiðendur fái gæðavottun á framleiðslu sína: „Nú er unnið
að því að fá gæðavottun á framleiðslu bændanna. Eg hef lagt mikið upp úr því við bændur að
þeir verði komnir með alla þætti vottunarinnar í haust - og hef sett markmiðið á 90% bænda -
en það er hægt að halda þessum 10% frá öðru kjöti og selja það á annars konar mörkuðum.
Hitt yrði selt sem gæðavottað kjöt.“
„Þegar við getum sagt við okkar viðskiptavini að framleiðsla sé eingöngu af gæðavottuðu
kjöti þá forum við að fá meira fyrir okkar ímynd og bændur fá hærra verð.“
„Viðskiptavinir okkar fullyrða að ef við getum haldið því fram að héðan komi eingöngu
gæðavottuð framleiðsla þá muni það hafa jákvæð áhrif á söluna. Þá vil ég meina að bændur
verði að semja sig að gæðavottun ef þeir ætla að starfa áffarn og hafa afkomu sína að mestu af
sauðfjárrækt, enda sjálfsögð krafa í dag að hægt sé að votta gæði allrar matvöru á markaði.“
Af þessu má sjá að afurðastöðvar bænda sjá tækifæri til að styrkja stöðu dilkakjötsins á
markaði hér heima i kjölfar þess að gæðastýring verður almenn meðal bænda.
Özur Lárusson framkvæmdastjóri markaðsráðs kindakjöts segist álíta það forsendu mark-
aðsstarfs erlendis að bjóða afurðir sem eru upprunavottaðar. Það megi reikna með að slíkt
verði krafa frá næstu áramótum innan ESB. Þó íslenski markaðurinn, sem jafnframt er sá
langmikilvægasti, leggi ekki upp úr því með sama hætti nú má reikna með að þróunin verði í
sömu átt.
Af þessu má ráða að gæðavottuð ffamleiðsla sauðfjárafurða er svar við kröfum sam-
tímans til upplýsinga um ffamleiðsluferil og staðfestingu á uppruna afurða sem seldar eru sem
hágæðaframleiðsla. Hvað varðar gæðamál sauðfjárffamleiðslunnar að öðru leyti þá viljum við
vísa á annað erindi í þessu riti (Ólafur Reykdal o.fl. 2002).
KYNBÓTASKÝRSLUHALD - DÆMI UM ÁVINNING
Góðir sauðfjárbændur hafa haldið því fram að þeir séu aldrei á betra kaupi heldur en við að
færa íjárbækumar og vinna úr þeim upplýsingum. Þetta er auðvelt að rökstyðja með dæmum-
Megin tekjustofn sauðfjárbúa er að sjálfsögðu innlagt dilkakjöt. Það þarf því engan að undra
þótt afkoma búanna ráðist mjög af fjölda lamba sem koma til nytja, meðalfallþunga þeirra og
meðalverði á kg, sem ræðst einkum af gæðaflokkun lambanna og sláturtíma.
Tökum sem dæmi ftjósemina, eða öllu heldur íjölda lamba til nytja eftir hveija vetrar-
fóðraða kind, sem ræðst einkum af:
• eðlislægri fijósemi ánna,
• fóðrun og meðferð ánna,
• vanhöldum lamba.