Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 203
201
• Tún er annars vegar gamalt tún með blönduðum grastegundum og hins vegar
ný(endur)ræktað tún með vallarfoxgrasi. í líkaninu er hægt að stilla af hversu hátt hlut-
fall túnanna er af hvorri gerð. Miðað er við til að tún geti talist vallarfoxgrastún þurfi að
endurrækta það á 6 ára fresti. Tekið er tillit til kostnaðar við endurræktun.
• Um sprettu og fóðurgildi eru notaðar sömu forsendur og í gróffóðurlíkani fyrir kúabú
(Ingvar Bjömsson 2001), sem munu ættaðar ffá þeim Guðna Þorvaldssyni og Hólmgeiri
Bjömssyni (1990).
• Fóðuráætlunin reiknar út hvað þarf mikið af hveijum gæðaflokki heys til að uppfylla
fóðurþarfir með lágmarksnotkun kjamfóðurs. Þessar forsendur em keyrðar saman við
sprettu- og fóðurgildisforsendur við mismunandi sláttutíma og túngerð. Ut úr því fæst
hve marga hektara túns þarf að slá, og á hvaða tíma, til að afla hvers heygæðaflokks.
• Út frá upplýsingunum í 2. töflu var reiknuð líking er lýsir því hvemig breytilegur
kostnaður við heyöflun er háður uppskeru á hektara. Þó var sleppt búunum í fyrstu
tveimur dálkunum í töflunni þar sem tiltölulega fá bú vom bak við hvom þeirra.
Líkingin sem fékkst út úrþví var svona: kr/FEm=l3,9-0,0018xFEn>/ha.
• Aðrir kostnaðarliðir sem em metnir em kjamfóðurkostnaður og útlagður endurræktunar-
kostnaður. Þessa liði samanlagða köllum við breytilegan fóðurkostnað. Fastur kostnaður
við fóðuröflunina (afskriftir og vextir af vélum) er látinn liggja á milli hluta þar sem gert
er ráð fyrir því að hann sé ekki háður því hvemig staðið er að heyskap. Þess skal þó
getið að inn i endurræktunarkostnaðinn er reiknuð leiga á dráttarvél (14 klst/ha, 1636
kr/klst) sem innifelur nokkra þátttöku í föstum kostnaði við dráttarvél. Heildarendur-
ræktunarkostnaður á hektara að frátöldum áburði sáðárið (sem reiknast annars staðar) er
talinn um 39 þúsund krónur. Þama er ekki gert ráð fyrir að þörf sé á ýtu- eða gröfu-
vinnu.
Með þessu líkani var tvennt skoðað sem klárlega byggir á nýtingu upplýsinga úr gæða-
handbók:
• Hvemig breytilegur fóðurkostnaður búsins er háður því hve náið skipulagning fóður-
öflunarinnar tekur tillit til fóðurþarfanna.
• Hvemig hlutdeild vallarfoxgras í ræktuninni hefur áhrif á þennan kostnað.
Niðurstöðumar má
sjá á 1. mynd. Lengst til
vinstri er dæmi um bú þar
sem tekst að heyja sam-
kvæmt fyrirffam gerðri
fóðuráætlun þannig að
gæði og magn heyforðans
er samkvæmt kröfum bú-
stofnsins, sem í þessu til-
viki em að 10% hey-
forðans séu í gæðaflokki
1, 48% í gæðaflokki 2 og
42% í gæðaflokki 3.
Hægra megin við þetta
„fyrirmyndarbú“ em svo
dæmi um þijú önnur, þar
sem allt túnið er slegið nánast á sama þroskastigi, en mismunandi snemma/seint, þannig að
allt heyið fellur í einungis einn af gæðaflokkunum þremur. Gæðaflokkur 1 er dýrastur í ffam-
leiðslu, en gæðaflokkur 3 ódýrastur eins og áður var getið, þar sem uppskera í FEm/ha er meiri
1. mynd. Áhrif heyskaparlags og endurræktunar túna á breytilegan
fóðurkostnað á ári á 600 kinda sauðfjárbúi. Sjá skýringar i texta. Hlutdeild
kjamfóðurs í kostnaði er sýnd fyrir ofan súlumar.