Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 204
202
eftir því sem grasið fær að vaxa lengur, a.m.k. upp að ákveðnu marki. Hins vegar er kjam-
fóðurþörf meiri eftir því sem heyin eru meira sprottin. Dæmið er sett upp annars vegar þannig
að stólað sé alfarið á gömul tún, en hins vegar þannig að hver spilda sé endurræktuð á sex ára
fresti þannig að vallarfoxgras sé ríkjandi í túnum. í stuttu máli sagt koma fram mjög jákvæð
áhrif bæði af því að endurrækta reglulega og af því að stilla sláttutímann eftir þörfum búsins.
Tölumar tala þar sínu máli. Rétt er að hafa það í huga að sjaldgæft er að sjá svona öfga í bú-
skaparlagi í raunveruleikanum, en minni frávik en þama er unnið með mundu augljóslega
hafa verulega fjárhagslega þýðingu skv. þessu líkani. Einnig er þó rétt að hafa í huga að for-
sendur líkansins em langt í frá óumdeilanlegar. Meginmálið er það að með þessari litlu reikni-
æfingu er sýnt ffarn á það að gögn af því tagi sem safnað verður í gæðastýringunni um fóður-
öflun og fóðmn er hægt að nýta á markvissan hátt til að auka hagkvæmni í búrekstrinum.
GÆÐASTÝRING BEITAR
Þegar lambær em settar út að vori er þegar búið að leggja í mikinn meirihluta þess kostnaðar
sem til fellur við dilkakjötsffamleiðsluna. Hins vegar eiga afurðimar sem mynda tekjumar að
mestu leyti eftir að myndast. Hagur búsins er undir því kominn að þessar tekjur verði sem
mestar. Niðurstaðan þegar þama er komið sögu ræðst að mestu leyti af fallþunga og flokkun
dilka. Árferði hefur ævinlega einhver áhrif á þessa þætti, en markmiðið í gæðastýrðri fram-
leiðslu hlýtur að vera að draga úr sveiflum milli ára, þannig að tekjustofhinn sé tryggður sem
best og stöðugleiki sé í þeirri vöm sem markaðnum er boðin.
Til þess að ná sem bestum og jöfnustum árangri í þessum efnum þarf bóndinn að ná eins
mikilli stjóm og mögulegt er á gæðum og magni þess beitargróðurs sem fénu stendur til boða
á hveijum tima, rétt eins og þarf að hafa stjóm á magni og gæðum fóðurs yfir veturinn til að
ná markmiðum um fijósemi og mjólkurgetu ánna. Náttúran leggur þetta að mismiklu leyti
upp í hendur manna. Á 2. mynd er sýnt dæmi úr niðurstöðum beitarrannsókna um vöxt lamba
á mismunandi beitilandi á ólíkum tímum sumars (Ólafur Guðmundsson o.fl. 1997). Á lág-
lendismýri (neðsta línan) er vöxtur lambanna lélegur strax í upphafi og versnar smám saman
er líður á sumarið. Meðalvöxturinn yfir allt beitartimabilið er um 200 g/dag, sem þýðir 24 kg
á 120 dögum. Ef við segjum að lambið sé um 6 kg 1. júní þá er það kannski um 30 kg á fæti
um réttir. Haustbötun á grænfóðri getur aukið verðmæti slíks lambs um á annað þúsund
krónur að minnsta kosti. Brotna línan þama fyrir ofan sýnir vöxt lamba á þurrlendu láglendi,
sem er nokkru betri en á láglendismýrinni, einkum um miðbik sumarsins.
Efri línumar tvær á 2.
mynd sýna vöxt lamba á há-
lendisbeit, sú beina á blönd-
uðu landi (votlendi/þurr-
lendi) en sú bogna á mólendi.
Á blandaða hálendinu er
vöxturinn mestur strax þegar
fénu er sleppt á fjall í byrjun
júlí, en minnkar stöðugt þar
til fénu er smalað í sept-
ember. Á hálendismóanum
nær vöxturinn hins vegar há-
marki í byrjun ágúst en fellur
síðan nokkuð hratt líkt og á
blandaða hálendisgróðrinum.
Dagarfrá 1. juni
2. mynd. Daglegur vöxtur lamba á mismunandi úthaga.