Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 205
203
Meðan vöxturinn er mestur á hálendinu þá er hann vel yfir 300 g/dag og engar líkur á að slíkt
væri hægt að slá út með beit á ræktað land. Það eru hins vegar vorið og haustið sem þarf að
brúa til að ekki komi bláþráður í vöxtinn. Tímalengd beitar á ræktað land að vori sem og
beitarþungi og beitarskipulag eru atriði sem geta haft veruleg áhrif á fallþunga lamba.
Sömuleiðis er vel þekkt að grænfóðurbeit lamba að hausti getur gert gæfumuninn varðandi
fallþunga og flokkun við ákveðnar aðstæður. Auðvitað eru takmörk fyrir því hveiju má til
kosta og svör við slíkum spumingum fást einungis með því að bera saman kostnað og tekjur
af þeim aðgerðum sem kemur til greina að ráðast í. Til að meta slíkt er mikilvægt að safna
saman reynslu á skipulegan hátt. Þar gagnast m.a. beitarskráning gæðastýringarinnar, auk
fjárbókarinnar og íjárvogarinnar. Með því t.d. að setja markmið um að lífþungi þurfí að vera á
ákveðnu bili til að lamb teljist sláturhæft er verið að sýna viðleitni til að hámarka tekjur og
ffamleiða gæðavöru.
LOKAORÐ
Hér hafa verið dregin fram nokkur atriði sem lýsa því hvemig gæðastýring getur nýst sauð-
fjárræktinni til framþróunar. Þessi atriði snúa jöfiium höndum að markaðsmálum og rekstri
búanna. Sú vinna sem menn þurfa að leggja á sig við skráningu er tiltölulega lítil frarn yfir
það sem tíðkast hefur á mörgum búum til þessa. Nokkur dæmi sem rakin vom hér að ffaman
ættu að sýna að eftir töluverðu er að slægjast. Með aukinni þátttöku bænda í sauðfjárskýrslu-
haldi og upplýsingasöfnun tengdri gæðastýringu er jafhframt lag til að gera verulegt
rannsókna- og þróunarátak á ýmsum sviðum sauðfjárræktarinnar, enda var það eitt af mark-
miðum sauðfjársamningsins. Rétt er að geta þess að LBH og RALA hafa gert sameiginlega
áætlun um slíkt átak sem mun nýta tilraunabúið á Hesti og aðra þá aðstöðu og mannafla er
þessar stofnanir hafa til slíks starfs. Eitt af helstu leiðarljósum í þeirri vinnu mun verða að efla
allan gmnn leiðbeininga í sauðfjárrækt með hliðsjón af markmiðum gæðastýringarinnar.
HEIMILDIR
Guðni Þorvaldsson & Hólmgeir Bjömsson, 1990. The effects of weather on growth, crude protein and digest-
ibility of some grass species in Iceland. Búvísindi 4: 19-36.
Hagþjónusta landbúnaðarins, 2001. Niðurstöður búreikninga 2000.
Ingvar Bjömsson, 2001. Gróffóður á kúabúum. Rit Búvísindadeildar nr 25. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
Jóhannes Sveinbjömsson & Bragi L. Ólafsson, 1999. Orkuþarfir sauðfjár og nautgripa í vexti með hliðsjón af
mjólkurfóðureiningakerfi. Ráðunautafundur 1999, 204-217.
Ólafur Guðmundsson, Emma Eyþórsdóttir & Ólafur G. Vagnsson, 1997. Fóðrun og beit. Ráðunautafundur 1997,
33-42.
Guðjón Þorkelsson & Ólafur Reykdal, 2002. Gæi sauöfjárafurða. Ráðunautafundur 2002, (þetta rit).