Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 206
204
RAÐUNflUTRFUNDUR 2002
Sauðfjárbúskapur og nýting beitilanda
Bjami Maronsson
Landgrœðslu rikisins
INNGANGUR
í eflirfarandi erindi er fjallað um hvemig sauðQárbúskap og sauðfjárbeit í úthaga og á af-
réttum verði best stýrt, þannig að ekki sé gengið á gæði landsins og vaxtargeta lamba jafn-
ffamt nýtt. Skoðuð er afkoma og möguleg þróun búgreinarinnar og aðkoma gróður- og búfjár-
eftirlits að sauðfjárbúskap. Drepið er á landnýtingarþátt gæðastýringar í sauðfjárrækt, en ekki
hefur verið gengið frá lögum og reglugerðum þar að lútandi.
ÞRÓUN SAUÐFJÁRBÚSKAPAR
Fram á síðustu öld gmndvallaðist sauðfjárbúskapur hérlendis að stórum hluta á úthagabeit
árið um kring. Möguleikar til heyöflunar vom takmarkaðir, nautgripir sátu fyrir því heyi sem
aflaðist og vetrarbeitin var sótt af hörku. Staðið var yfir fénu á beitinni og snjónum jafnvel
mokað ofanaf til að féð næði til jarðar. Þessi mikla vetrarbeit samfara oft á tíðum hörðu ár-
ferði var ein af ástæðum þess að landgæðum hnignaði mjög á íslandi. Það er ekki fyrr en um
1940-1950 sem ffamræsla lands og ný heyskapartækni tóku að breiðast út. Með vaxandi tún-
rækt jókst heyfengur og vetrarbeit sauðfjár lagðist að mestu af.
Ljóst er að ffamvinda sauðfjárbúskapar hefur haft mikil áhrif á þróun búsetu í byggðum
landsins og væntanlega mun verða svo enn um sinn. Fækkun fjárstofhsins úr um 900 þúsund
fjár, þegar það var flest 1977, niður í 460 þúsund árið 2000 hefur dregið stórlega úr beitar-
álagi á landsvísu. Nægilegt beitiland er til fyrir fjárstofh landsmanna, en vegna misjafnra
landkosta þar sem sauðfjárbúskapur er stundaður getur svæðisbundið beitarálag orðið það
mikið að nýting landsins telst ekki sjálfbær. Jafhffamt er ofbeit af völdum hrossa til staðar á
sumum jörðum þar sem sauðfé gengur.
Frá landnýtingarsjónarmiði eru mörg smá fjárbú æskilegri en stór og fá fjárbú. Líkur á
ójafnri dreifmgu fjár aukast séu búin stór og um leið getur sumarbeitin orðið takmarkandi
þáttur varðandi fallþunga lamba og einnig afkomu búsins. Slíkt kallar á stóraukið skipulag
beitar.
Erfitt er að spá fyrir um þróun sauðfjárræktar hérlendis, en ekkert bendir til að markaðir
aukist fyrir dilkakjöt né afkoma sauðfjárbænda muni batna á næstu árum. Á þeim lands-
svæðum sem atvinnuástand er gott og atvinnuhættir ijölbreyttir eru vaxandi líkur á að sauð-
fjárræktin þróist í að verða að mestu hliðarbúgrein með öðrum búgreinum eða störfum utan
heimilis. Á árunum 1990-2000 fækkaði sauðfé i landinu um 16%, en mismikið eftir svæðum.
Hlutfallslega varð fækkunin mest á Norðurlandi eystra, eða um 24%. Þó varð aðeins 3% sam-
dráttur í N-Þing. Samdrátturinn varð 5% í Strandasýslu, en 16% fjölgun varð á Austurlandi.
Þetta bendir til að sauðfjárrækt haldi velli á svonefndum sauðQárræktarsvæðum, þar sem af
ýmsum ástæðum er erfitt um aðra atvinnu. Hugsanlega standa þessi svæði þó höllum fæti
þegar til lengri tíma er litið ef yngra fólki þykir ekki fýsilegur kostur að taka við búrekstri af
þeim eldri. Þá er hætt við að byggð grisjist frekar en orðið er. Því fylgja erfiðleikar við smala-
mennskur og möguleikar á samhjálp milli granna skerðast. Hætt er við að hinn félagslegi
þáttur mannlífsins og þjónusta hvers konar verði ekki eftir kröfum nútímans. Frá landnýt-