Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 207
205
ingarsjónarmiði er heppilegast að sauðfjárbúskapur sé stundaður áfram þar sem haldast í
hendur landgæði og landrými. Ekki er gefið að svo muni verða og því er brýnna en ella að
landnýtingarmál verði tekin föstum tökum. Sérstaklega er brýnt að sauðfé verði ekki fjölgað
þar sem beitilönd liggja undir skemmdum vegna landeyðingar.
Sauðfé á afréttum hefiir fækkað mikið á síðustu 20 árum og má ætla að sú þróun haldi
áfram. Stór landsvæði em nýtt af örfáum bændum þar sem fáar kindur flæmast um, en
kosmaður sem af nýtingunni hlýst leggst í flestum tilvikum á mun fleiri aðila. Sveitarstjómir,
sem hafa yfir þessum svæðum að segja, hljóta að skoða í auknum mæli þann möguleika að
leita samstarfs við Landgræðslu ríkisins og e.t.v. fleiri aðila um breytta nýtingu afrétta og þar
sem ástand beitilands er slæmt um friðum þeirra fyrir beit að öllu eða hluta. Þetta þarf þó að
gerast hægum skrefum svo ekki skerðist afkomumöguleikar þeirra sem byggja á þessari
nýtingu.
AFKOMA, SUMARBEIT
Viðurkennt er að fjárhagsleg afkoma sauðfjárbúa er slæm hérlendis. Hagþjónusta land-
búnaðarins gerði úttekt á afkomu i sauðfjárrækt 1994-1998, byggða á gögnum frá 38 sauð-
fjárbúum sem höfðu að lágmarki 70% reglulegra tekna sinna af sauðfjárafurðum. Rekstrar- og
efhahagsyfirlit tímabilsins sýna að það hallar undan fæti hjá þessum búum. Þau þurfa meira fé
til rekstrarins en það sem regluleg starfsemi gefur af sér. Skuldir jukust, vaxtabyrði þyngdist
og dró úr hæfni búanna til að skila rekstrarafgangi (Jónas Bjamason 2000).
Þegar bomar em saman vísitala launagreiðslugetu sauðfjárbúa og vísitala kaupmáttar
launþega tímabilið 1991 til 1999 kemur ennfremur í ljós að bil milli kjara þessara hópa hefur
breikkað vemlega. Á þessu árabili jókst kaupmáttur launþega um 20%, en launagreiðslugeta
sauðfjárbúa dróst saman um 30% (Egill Jónsson 2001).
Löng vetrarfóðrun á sauðfjárbúum veldur miklum kostnaði, sem ekki verður dregið vem-
lega úr ef nýta á afurðagetu fjárins og hafa meðferð þess í lagi. í þeirri þröngu fjárhagslegu
stöðu sem sauðfjárbændur em hafa þeir lagt áherslu á að ná sem mestum afurðum eftir hveija
vetrarfóðraða kind. Ef skoðaðar em yfirlitsskýrslur fjárræktarfélaganna skýrsluárið 1998-
1999 kemur í ljós mikill breytileiki í afurðum eftir hveija á. Á afurðahæsta búinu skilar ærin
37,1 kg af kjöti. Landsmeðaltal eftir skýrslufærða á er 25,8 kg kjöts (Jón Viðar Jónmundsson
2001).
Sá árangur sem næst í afurðum á bestu búunum, miðað við þau lakari, bendir til þess að
vaxtargeta lamba sé víða langt frá því að vera fullnýtt. Afurðir sauðfjár ákvarðast fyrst og
fremst af fijósemi áa og fallþunga dilka. Þessir þættir báðir, þó sérstaklega fallþunginn, ráðast
mjög af gæðum og magni þess beitargróðurs sem féð nærist á yfir sumarið. Miklu skiptir að
vaxtargeta lamba sé nýtt sem best frá fæðingu til slátmnar. Til að svo megi verða þarf að nýta
sumarbeitina með þeim hætti að ekki sé gengið á gæði landsins, en jafhffamt að féð hafi
jafhan nóg fyrir sig að leggja. I þeirri þröngu stöðu sem sauðfjárræktin er hérlendis bendir
margt til að ein álitlegasta leiðin til að bæta nettótekjur og þar með afkomu búgreinarinnar sé
markvissari landnýting. Það veltur því á miklu að vel takist til hjá bændum og leiðbeininga-
þjónustunni að stilla saman strengi sína í þessum málum.
Sá fræðilegi grunnur sem er undirstaða aukinna afurða með markvissri landnýtingu
byggir á fjölmörgum athugunum og rannsóknum hér og erlendis. Þar er um að ræða samspil
margra þátta, s.s. vaxtarhraða, átgetu og kjötsöfnunareiginleika lamba, gæða og magns
gróðurs og beitaráhrifa frá vori til hausts.
Rannsóknir benda til að afurðir áa sem er sleppt tiltölulega fljótt af húsi eftir burð og fá
hey með beit verði meiri en áa sem eingöngu em á innifóðmn (Stefán Sch. Thorsteinsson og