Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 209
207
að bæta gróðurskemmdir á landi og því skiptir mestu máli að koma í veg fyrir þær. Hálendið
er að stórum hluta ekki hæft til beitar vegna jarðvegsrofs. Sérstaklega hefur verið varað við
beit á auðnum og bent á að beitin hamli landnámi gróðurs (Ólafur Amalds o.fl. 1997).
Vöxtur lamba á hálendisbeit er umtalsvert hraðari ffaman af sumri en á láglendisbeit. I
lok ágúst er þessi munur hverfandi og jaftivel láglendinu í vil (Ólafur Guðmundsson 1981a,
1981b). Til að nýta vaxtargetu lamba sem best og hlífa heimahögum nýta bændur afféttar-
beitina víðast eftir föngum. Enn eru hálendir afréttir beittir afhu- til 20. september. Þama er
um að ræða mikla auðlind sem endumýjar sig sjálf, ef rétt er um hana gengið. Hvemig er þá
best að nýta afféttarbeitina án þess að ganga á gæði hennar og jafnffamt að hámarka vöxt
lamba? Ekki er hægt að gefa einfalt svar við þessari spumingu, en áríðandi er að hafa eftirfar-
andi í huga:
• Ekki reka fé til afréttar fyrr en nægur gróður er kominn að mati viðkomandi Gróður-
vemdamefndar og Landgræðslu ríkisins.
• Heppilegt er að leyfa aðeins upprekstur á hluta fjárins í fyrstu, þannig að upprekstur
dreifist skipulega á allt að 14 daga tímabil. Líkur em á að dreifing fénaðar verði betri
um afféttina með þessu móti og ekki verði gengið eins nærri nýgræðingi og ella yrði.
• í ljósi þess að næringargildi úthagaplantna er oflast orðið það lágt í ágústlok að lömb
nýta illa vaxtargetu sína er sjálfsagt að taka fé frá afféttargirðingum um mánaðar-
mótin ágúst-september og jafnvel flýta fyrstu göngum til þess tíma ef tíðarfar er
slæmt og/eða létta þarf beit af afféttinni. Þá er hægt að koma lömbum á áboma há
eða grænfóður til bötunar ef þurfa þykir.
• Kjötmarkaðurinn og fækkun sláturhúsa hafa orðið til þess að sláturtími sauðfjár
hefur lengst og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. Auk gróðurvemdarsjónarmiða
hníga því öll rök að færslu gangna fram í lok ágúst eða byijun september. Sauðfjár-
bændur ættu ekki að binda sig í gamlar dagsetningar á gangnadögum, sem vom
ákveðnar á allt öðmm forsendum en nú em til staðar. Þar sem beit er meira en næg
og hægt er um vik mætti taka lömbin heim, en sleppa ám aftur til afféttar og smala
þeim í öðrum göngum.
• Ef haustbeit á afréttum gengur ekki of nærri gróðri hafa plöntur næði til að búa sig
undir veturinn og safna næringarforða í rætur til að mynda nýja sprota að vori. Beiti-
land er ekki eins fljótt að taka við sér að vori þar sem plöntur hafa ekki náð að búa
sig undir vetur með eðlilegum hætti. Þetta ýtir enn undir að ekki sé beitt of lengi
fram eftir hausti.
• Fé sem gengur á auðnum og rofsvæðum ætti að farga. Reynsla bænda hefur sýnt að
hægt er að stýra beit að nokkm með markvissum ásetningi og forðast að setja á
undan ám sem ganga á svæðum þar sem beit er óæskileg vegna gróðurvemdarsjónar-
miða. Rannsóknir benda einnig til þess að fæðuval margra grasbíta, þar á meðal
lamba, mótist fyrst og ffemst af námi (Anna Guðrún Þórhallsdóttir 1989).
SAUÐFJÁRBÚSKAPUR, BÚFJÁR- OG GRÓÐUREFTIRLIT OG FORÐAGÆSLA
Samkvæmt lögum um búfjárhald, forðagæslu o.fl. skal búfjáreftirlitsmaður fylgjast með beiti-
landi í byggð á starfssvæði sínu og láta landgræðslustjóra og sveitarstjóm vita ef meðferð
þess er ábótavant. Þessu ákvæði hefur lítið verið fylgt eftir af búfj áreftirlitsmönnum enn sem
komið er og óvíst er um ffamtíðarhlutverk búfjáreftirlitsmanna að þessu leyti, miðað við nú-
verandi ffumvarpsdrög um breytingar á þessum lögum. Nokkrir búfjáreftirlitsmenn hafa þó
mætt á námskeið í landlæsi og landnýtingu til að vera betur í stakk búnir að meta beitarástand
lands. Starfsmenn Landgræðslunnar hafa einnig farið á nokkra ffæðslufundi með búfjáreftir-
litsmönnum til að kynna þeim þetta mál og þær aðferðir sem notaðar em við mat á landi. í