Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 210
208
reglugerð nr 060/2000 um eftirlit með aðbúnaði og heilbrigði sauðfjár og geitQár og eftirliti
með framleiðslu kjöts og annarra afurða þeirra kveður á um að búfjáreftirlitsmenn og héraðs-
dýralæknar skulu hafa eftirlit með því að ákvæðum reglugerðarinnar sé fylgt eftir. Ljóst er að
víða er ákvæðum nefndrar reglugerðar ekki fylgt til fulls. Mest er lagt upp úr að fóðrun gripa
sé í lagi, en gjaman litið ffamhjá atriðum er snerta húsákynni og einstaklingsmerkingar. Til að
greina betur vanda á einstökum búum varðandi fóðrun og beit íjárins þyrftu búQ áreftirlits-
menn að hafa aðgang að afurðaskýrsluhaldi búsins. Komi í ljós að afúrðir fjárins eru neðan
eðlilegra marka að gæðum og magni getur búQ áreftirlitið brugðist við meðferðar- og/eða
beitarvandamálum með markvissari hætti en nú er. Gæðastýring í sauðfjárrækt miðar að
auknu innra eftirliti á búunum, sem ætti að draga úr þörf fyrir árlegt eftirlit búfjáreftirlits-
manna. Öllu eftirliti fylgir kostnaður sem að einhveiju leyti fellur á viðkomandi búgrein.
GÆÐASTÝRING, LANDVOTTUN
Almenningur og landnotendur hafa æ meir orðið meðvitaðir um að land og gróður er auðlind
sem ber að efla og nýta af varúð og tillitssemi. Markmiðslýsing í samningi milli ríkisvaldsins
og bænda frá 11. mars 2000 um ffamleiðslu sauðfjárafúrða, staðfestir þetta viðhorf.
Samningurinn gildir ffá 1. janúar 2001 til 31. desember 2007. Þar er kveðið á um að eitt af
markmiðum hans sé að sauðfjárrækt sé í samræmi við umhverfisvemd, landkosti og æskileg
landnýtingarsjónarmið. í samningnum er einnig kveðið á um gæðastýrða sauðfjárrækt, m.a.
hvað varðar landnot, og fylgir þar með viljayfirlýsing vegna mats á landnýtingu vegna gæða-
stýringarþáttar í samningi um ffamleiðslu sauðfjárafurða. Undir þessa viljayfírlýsingu rita
landbúnaðarráðherra, landgræðslustjóri, formaður Bændasamtakanna, forstjóri Rala og for-
maður Landssamtaka sauðfjárbænda. Upphaf viljayfírlýsingarinnar er orðrétt þannig: „Megin-
viðmiðun við ákvörðun á nýtingu heimalanda og affétta er að nýtingin sé sjálfbær, ástand
beitarlands sé ásættanlegt og gróður í jafnvægi eða ffamfor“ (Samningur um ffamleiðslu
sauðfjárafúrða 2000. Viljayfírlýsing vegna mats á landnýtingu, o.s.ffv. 2000).
Ólafur R. Dýrmundsson (2000) hefúr bent á að ekki verði undan því vikist að takast á við
það verkefni sem landnýtingarþáttur gæðastýringarinnar er. Helstu ástæður þess em gæða-
stýring í sauðfjár- og hrossarækt og ríkjandi stefna í átt til sjálfbærrar landnýtingar.
Unnið er að gerð reglna um mat á ástandi og nýtingu affétta og heimalanda, sem verða
kynntar þegar þær liggja endanlega fyrir. Miklu skiptir að eftirfylgni þeirrar stefnu, sem
áréttuð er í viljayfirlýsingunni, takist sem best og í fullri sátt allra aðila. Ýmsir sauðfjár-
bændur munu þurfa að bæta beitarstýringu á jörðum sínum og taka aukinn þátt í landbótum á
afféttum og í heimalöndum til að bú þeirra fái gæðavottun og um leið álagsgreiðslur vegna
gæðastýringarinnar. Gert er ráð fyrir rúmum aðlögunartíma.
Þegar landupplýsingar Nytjalands liggja fyrir, auk þeirra viðbótampplýsinga sem fást
munu í vottunarstarfmu sjálfú, ætti að sjást betur en áður hvaða jarðir og landsvæði henta til
sauðfjárbeitar. Þar sem landkostir leyfa ekki sauðfjárbeit nema gengið sé á gæði landsins þarf
að meta hvort landbætur séu framkvæmanlegar og hvemig best sé að standa að þeim. Til að
koma til móts við landnotendur hefúr Landgræðsla ríkisins þróað vinnuferli, sem miðar að því
að aðstoða bændur við að gera sjálfir landnýtingaráætlanir fyrir búrekstur sinn. Landnýtingar-
áætlun felur m.a. í sér beitaráætlun, sem er áætlun um hvaða búfjártegundum verði beitt á
hvem hluta jarðarinnar og hvenær og hversu mikil beitamýtingin skuli vera. Samhliða er gerð
uppgræðsluáætlun sem felur í sér hvort og þá hvaða uppgræðslu og vemdaraðgerðir þurfi að
gera á jörðinni og hvemig að þeim skuli standa. Nokkrir bændur hafa unnið að þróun verk-
efnisins undir umsjón Guðrúnar Schmith og hefúr það hlotið nafhið „Betra bú“ (Guðmundur
Guðmundsson og Guðrún Schmidt 2000). Beitar- og uppgræðsluáætlun, sem framfýlgt er