Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 212
210
RAÐUNRUTflFUNDUR 2002
Framleiðslukerfl í sauðfjárrækt
Anna Margrét Jónsdóttir1, Fanney Ólöf Lárusdóttir2,
María Svanþrúður Jónsdóttir3 og Þröstur Aðalbjamarson2
1Ráðunautaþjónustu Húnaþings og Stranda
' Búnaðarsambandi Suðurlands
1 Búnaðarsamböndum Norður- og Suður-Þingeyinga og Eyfirðinga
INNGANGUR
í þessu erindi var okkur falið að fjalla um mismunandi framleiðslukerfi í sauðfjárrækt og
beina sjónum okkar mest að breytilegum slátmtíma. Mikilvægt er að framleiðsla sauðfjáraf-
urða skili sem mestum tekjum til framleiðenda og taki jafnframt mið af því markaðsumhverfi
sem við búum við. Ljóst er að tekjur fiárbænda hafa verið óásættanlegar, en jafiiframt eru
ákveðin sóknarfæri sem vert er að nýta. Aðstæður bænda til að hámarka tekjur sínar eru mjög
breytilegar eftir landsvæðum og ráðast mikið af hæð yfir sjávarmáli og ástandi jarðargróðurs.
Hvað markaðinn snertir eru skilaboðin i raun nokkuð skýr, 12-16 kg föll í fituflokk 2 og 3 er
það sem æskilegast þykir, þyngri skrokkar mega koma til vinnslu svo ffamarlega sem þeir eru
ekki mjög feitir. Eigi að selja hryggi og læri í heilu er æskilegasta þyngdin 13-15 kg (Özur
Lárusson 2002, munnleg heimild).
Fram til þessa hefur ræktunarstarfið m.a. miðað að því að ná sem mestum afurðum eftir
hveija á og þar af leiðandi sem vænstum dilkum, en ef flokkun dilka er skoðuð miðað við
fallþunga kemur í ljós að i flestum tilvikum versnar fituflokkunin með vaxandi fallþunga.
Vissulega eru margir bændur að ná miklum árangri í baráttu við fitufellingu lamba og halda
jafhffamt afar góðum vænleika, en það er til lítils að leggja inn þunga dilka ef fitan verður
þeim að falli.
Öllu skiptir í ffamtíð íslenskrar sauðfjárframleiðslu að ffamleidd sé á sem hagkvæmastan
hátt markaðsvæn vara sem skili bæði framleiðendum og úrvinnsluaðilum viðunandi tekjum.
TEKJULIÐIR
Fallþungi og flokkun
Fallþimgi skiptir höfuðmáli i tekjum og fer mikilvægi hans vaxandi nú þegar stefiit er að
framleiðslutengingu hluta beingreiðslna ffá 2003. Flokkun dilka er einnig stórvægt í tekjunum
og fer verðmunur á hvert kg kjöts mest eftir röðun dilka í fituflokka. Þannig er fituflokkur 2 í
raun hæst borgaður á hvert kg, en fituflokkur 3 fylgir fast á eftir. Verðmunur er meiri milli
fituflokka en vöðvaflokka. í raun er E-flokkurinn mun lakar borgaður en U vegna þess að til-
tölulega hærra hlutfall E-lamba fellur fyrir fitu, enda eru þau að jafnaði þyngri. Athygli vekur
að jafh mikið fæst fyrir kg í U- og O-flokk, að jafnaði 274 kr/kg. Er það vegna þess að O-
lömb eru að jafhaði léttari og flokkast mjög hagstætt fyrir fitu (Stefán Vilhjálmsson 2002,
óbirt gögn). Framleiðslutengdar beingreiðslur vegna gæðastýringar verða ekki greiddar á fitu-
flokka 4 og 5, né heldur vöðvaflokk P og mun það eflaust breyta heildarmyndinni nokkuð O-
lömbunum í vil.
Sigbjöm Ó. Sævarsson (1999) sýndi fram á að fallþungi lamba er langsamlega veiga-
mesti umhverfisþátturinn sem nota má til að skýra breytileika í kjötmati. Þessir tveir megin-
þættir, fallþungi og fitustigun, rekast því á þar sem talsverð neikvæð fylgni er á milli þessara