Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 214
212
stíla inn á lógun í desember eru búnir að vera með lömbin á betri beit framan af, á húsi um
tíma og gefíð gott fóður.
Utflutn ingsskylda
Útflutningsskylda er mishá eftir tímabilum og eru rökin þau að framboð af fersku dilkakjöti
utan hefðbundins sláturtíma stuðli að aukinni neyslu innanlands. Útflutningsskyldan skiptir
bændur talsverðu máli, þar eð greitt er mun minna fyrir kg kjöts sem fer í útflutning en það
sem selt er innanlands. Á síðasta ári greiddu sláturleyfíshafar 165-280 kr/kg í útflutning, háð
tímabilum. Sumir greiddu hærra verð fyrir útflutning i ágúst og nóvember, en flestir greiddu
um 165-170 kr á hefðbundnum sláturtíma. Meðalverð sláturleyfíshafa á kg innanlands var
hins vegar til viðmiðunar um 274 kr/kg í september og október.
Alagsgreiðslur
Markaðsráð kindakjöts hefúr á undanfömum árum greitt bændum sem slátra lömbum á
óhefðbundnum tima álag á ffamleiðslu sína. í þessar álagsgreiðslur er notað svokallað vaxta-
og geymslugjald sem ella rennur til sláturleyfíshafa og er ætlað að greiða niður þann kostnað
sem hlýst af því að þurfa að geyma kjöt stóran hluta ársins vegna svo árstíðabundinnar ffarn-
leiðslu. í samningi um ffamleiðslu sauðfjárafúrða sem samþykktur var 2000 er kveðið á um
að heimilt sé að nota hluta þess til að örva slátmn utan hefðbundins sláturtíma, þar sem sú
sláfrun dragi úr þörf á birgðahaldi. Þannig var skapað svigrúm til að veita Qármunum í að
stuðla að meiri dreifingu sláturtímans en áður var. Síðastliðið sumar greiddi markaðsráð álag
á vöðvaflokka E, U, R og O og á fituflokka 1, 2, 3 og 3+ nema ekki var greitt á 01.
Á sumarslátrun hefúr markaðsráð greitt 100-1000 kr/dilk, eftir því hversu snemma er
slátrað. Á síðastliðnu ári voru greiddar 1000 kr á dilk frá júní og ffam til 7. júlí, en upp úr því
fór það stiglækkandi og voru síðast greiddar 100 kr á dilk á slátrun 2.-7. september. Er
þessum álagsgreiðslum ætlað að vega upp á móti minni fallþunga lamba og öðrum auka
kostnaði sem hlýst af þessari ffamleiðslu.
Á slátrun í nóvember og desember hefúr markaðsráð kindakjöts greitt bændum álag á
innlagt kg kjöts i sömu flokkum og í sumarslátrun. Á síðastliðnu ári nam þetta álag 16-19
kr/kg á tímabilinu 1. nóvember - 21. desember. Þetta álag er einnig greitt á lömb sem slátrað
er frá því í janúar ffam í apríl og fer stighækkandi eftir því sem líður á veturinn, mest 28 kr/kg
í páskaslátrun (Özur Lárusson 2001, munnleg heimild).
Sláturleyfíshafar hafa flestir greitt eitthvað álag á slátrun utan hefðbundins sláturtíma.
Þessar álagsgreiðslur hafa verið misjafnar milli sláturleyfishafa og tímabila og einungis verið
greiddar á ákveðna flokka. Hafa flestir sláturleyfishafar miðað við að greiða álag á fituflokka
1-3, en sumir einungis á fituflokka 1 og 2. Ekki hafa verið greiddar álagsgreiðslur á kjöt sem
fer í P-flokk.
Ull
Bændur sem slátra í lok nóvember og í desember taka flestir lömbin á hús og ala inni í
nokkum tíma fyrir slátrun. Þeir hafa þá kost á að rýja lömbin og geta fengið rúmlega 1 kg af
hreinni ull af hverju lambi og um 450 kr/kg miðað við að meiri hluti fari í I. flokk. Nauðsyn-
legt er að rýja lömbin um leið og þau eru tekin á hús. Það er til að forðast að heymor og
óhreinindi komist i ullina og einnig til að lágmarks háralengd náist fyrir slátrun sem er um 16
mm.
KOSTNAÐARLIÐER
Framleiðsla lambakjöts á íslandi hefúr i gegnum tíðina að mestu byggst á nýtingu sumar-
beitar. Hraður vöxtur á tiltölulega stuttu sumri er grundvöllur þess að bóndinn geti lagt inn