Ráðunautafundur - 15.02.2002, Qupperneq 217
215
kjötmatskerfmu og fitumáli á síðu. Hvemig ná megi að þyngja lambgimbrar án þess að þær
fitni að ráði og anna þar með eftirspum eftir fersku lambakjöti sem markaðurinn vill.
Tilrauninni er ekki lokið en fyrir liggja bráðabirgða niðurstöður fyrir mánuðina október
til desember. Á hveijum bæ vom tveir fóðmnarhópar. Annar hópurinn fékk eingöngu vel
verkað fiskimjöl úr góðu hráeftii. Hinn hópurinn fékk blöndu með 40% byggi, 40% maís og
20% vel verkuðu fiskimjöli. Báðir hópamir fengu rúlluverkað hey að vild. Slátrað var þrisvar
í tilrauninni, þ.e. í upphafi (viðmiðunarhópur), í byijun desember og í lok janúar. Ut frá
bráðabirgða niðurstöðum em nokkur atriði sem vöktu athygli þeirra sem stóðu að tilrauninni:
• Lömbin átu fiskimjölið mjög illa. Æskilegt hefði verið að blanda í fiskimjölið ein-
hveiju bragðgóðu, s.s. maís, byggi eða melassa og jafiivel köggla blönduna.
• Lömbin átu blönduna aftur á móti mjög vel, þó hún væri óköggluð, en e.t.v. hefðu
þau fyrr farið að éta fúllan skammt hefði hún verið köggluð.
• Viðmiðunarhóp var slátrað 19. október, næsta slátrun var 3. desember og síðasta
slátrun 28. janúar. í bráðabirgðauppgjöri var leiðrétt fyrir lítilsháttar mismun á upp-
hafslífþunga á bæjunum. Þegar búið var að þvi kom í ljós að ekki var marktækur
munur á fallþungabreytingum eftir fóðurmeðferðum. Þar sem eldisskeiðið var stutt
gæti munur þama á milli, ef einhver er, frekar fúndist við síðari sláturtímann. Aftur á
móti er athyglisvert að munur milli bæjanna var nokkur. Lömbin á bænum sem voru
þyngst í upphafí léttust fram að fyrri slátrun, en þau sem voru léttust í upphafi
þyngdust mest. Skýringin gæti hugsanlega verið sú að lömbin á siðastnefnda bænum
hafi „átt meira inni“ en á hinum bæjunum. Líklegri skýring er þó að heygæðin á
þessum bæ voru langbest og einnig virtist heyið hvað fíngerðast á þeim bæ.
• Þegar skoðað var samband fallþunga og fituþykktar fyrir öll lömbin kom í ljós að
fyrir hvert viðbótar kg i fallþunga jókst fita á síðu um 0,67 mm. Þetta samband var
hámarktækt, en dreifingin var töluverð sem merkir að breytileiki milli emstaklinga er
nokkur í því hversu mikil fitusöfnun fylgir auknum þunga. Þegar skoðað var hvaða
einstaklingar voru að sýna mest útslag mátti sjá að ættin á bak við þá einstaklinga
skipti miklu máli.
• Þegar skoðað var samband fallþunga við fituflokkun annars vegar og gerð hins vegar
mátti sjá að með auknum fallþunga versnaði fituflokkunin og flokkun fyrir gerð varð
betri. Samband gerðar og fallþunga var samt mun veikara, aðeins 10% fylgni meðan
26% fylgni var á milli fituflokks og fallþunga.
Af þessu má draga þá ályktun að eigi innifóðrun lamba að heppnast er algert lykilatriði
að lömbin fái hágæða gróffóður. Meltanleiki þess þarf að vera yfir 70% og prótein yfir 150
g/kg þe. Kjamfóðrið þarf að vera próteinrikt og mikilvægt að það sé lystugt til að lömbin fari
fljótt að éta það og éti nóg af því (Fanney Ólöf Lárusdóttir 2002 óbirt gögn).
LÍKAN FYRIR MISMUNANDIFRAMLEIÐSLUKERFI
I þessum hluta skoðuðum við niður i kjölinn mismunandi ffamleiðslukerfi í sauðfjárrækt og
hagkvæmni þeirra. Við tókum fyrir sex ffamleiðslukerfi þar sem sauðburður og slátrun er á
mismunandi tímum. Við gerum ráð fyrir 400 vetrarfóðruðum kindum á hveiju búi, 1,7
lömbum til nytja eftir vetrarfóðraða á, en 0,7 eftir vetrarfóðraða gimbur. Endumýjunarþörf er
17% á ári og em því settar á til lífs 68 gimbrar árlega. Gert er ráð fyrir meðalburðardegi á
hefðbundnum sauðburði um 20. Maí, en um 20. apríl þar sem sauðburði er flýtt.
Tekjur
Við notuðum meðalverð nokkurra afúrðastöðva til viðmiðunar í öllum útreikningiun og
sömuleiðis upphæð álagsgreiðslna. í leiðum 5-6 er reiknað með að rýja lömbin sem lógað er í
desember, fæst þar um 1,1 kg af hreinni ull sem fer að meginhluta í I. flokk og fást þá 450