Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 219
217
kr/kg að meðaltali i fyrri slátrun og 16 kr/kg í seinni slátrun. Stefiit er að 15 kg fallþunga.
Gert er ráð fyrir það góðri flokkun að greitt verði álag á allt innlagt kjöt og meðalverð slátur-
leyfishafa verði 280 kr/kg.
Leið 2
Sauðburður er um 20. apríl. Am og lömbum er haldið í heimalöndum og beitt á góðan úthaga
fram til mánaðarmóta júlí-ágúst, en þá tekin á tún. Slátrað er um helmingi sláturlamba í
byijun ágúst og afganginum í lok mánaðarins. Gert er ráð fyrir álagsgreiðslum frá markaðs-
ráði kindakjöts 600 kr/dilk í fyrri slátrun, en 200 kr/dilk i þeirri seinni. Útflutningsskylda er
10% 13.-31. ágúst og reiknað er með að sláturleyfishafar greiði 220 kr/kg fyrir útflutnings-
kjötið. Útflutningsverð er áætlað 220 kr/kg og álagsgreiðslur sláturleyfishafa í byijun ágúst 50
kr/kg, en 16 kr/kg í lok ágúst. Stefnt er að 15 kg fallþunga. Gert er ráð fyrir það góðri flokkun
að greitt verði álag á allt innlagt kjöt og meðalverð sláturleyfishafa verði 280 kr/kg.
Leið 3
Sauðburður á hefðbundnum tíma. Lambfé er rekið/flutt á afrétt og smalað þaðan um 10. sept-
ember. Lömbum er beitt á vetrarrepju með aðgang að túni og úthaga í 30 daga fram í október,
minni lömb eru bötuð fram að hrútafellingu. Gert er ráð fyrir að meðalslátrunardagur sé um
10. október, meðalfallþungi 16,5 kg og útflutningsskylda 21%. Gert er ráð fyrir að hluti dilka
fari í fituflokka 3 og 3+ og fyrir innleggið fáist um 274 kr/kg frá sláturleyfishafa á innan-
landsmarkað, en 167 kr/kg fyrir útflutninginn.
Leið 4
Sauðburður á hefðbundnum tíma. Lambfé er rekið/flutt á afrétt og smalað þaðan um 10.
september. Lömbum er að jafhaði beitt á vetrarrepju með aðgang að túni og úthaga í 30 daga
fram í október (sum fara ekkert á grænfóður, sum em um 30 daga, en rýmstu lömbin lengur).
Slátrað er á 2 vikna fresti í hefðbundinni sláturtíð. Sláturlömb em valin eftir þunga og átaki.
Gert er ráð fyrir meðalfallþunga 16,5 kg, sömu útflutningsskyldu og útflutningsverði og í leið
3. Reiknað er með að færri lömb falli fyrir fitu með þessu fyrirkomulagi en í leið 3 og fyrir
innleggið fáist því 278 kr/kg að meðaltali frá sláturleyfishafa á innanlandsmarkað.
Leió 5
Sauðburður á hefðbundnum tíma. Lambfé er rekið/flutt á affétt og smalað þaðan um 10. sept-
ember. Lömbum er beitt á vetrarrepju með aðgang að túni og úthaga í 30 daga. Hrútum og
einlembingsgimbrum er slátrað um 10. október. Aðrar sláturgimbrar teknar á hús um 10. ok-
tóber, rúnar og fóðraðar inni ffarn til slátrunar um 10. desember. Gefið gott hey að vild og
100 g/dag af fóðurblöndu. Gert er ráð fyrir að útflutningsskylda sé engin á seinni hópnum, en
21% á fyrri hópnum og greiddar 167 kr/kg. Álagsgreiðslur sláturleyfishafa í desember em
áætlaðar að meðaltali 24 kr/kg og reiknað með að þær fáist á helming innleggsins. Einnig fást
19 kr/kg í vaxta- og geymslugjald í desember. Meðalfallþungi er 16,5 kg. Reiknað er með að
fyrir lömb sem slátrað er í september-október fáist 274 kr/kg en aðeins 260 kr/kg fyrir þau
sem slátrað er í desember, vegna meiri fitufellingar, þ.e. meðalverð um 270 kr.
Leið 6
Sauðburður á hefðbundnum tíma. Lambfé er rekið/flutt á afiétt og smalað þaðan um 10. sept-
ember. Lömbum er beitt á vetrarrepju með aðgang að túni og úthaga í 30 daga ffá því í byijun
september ffam í byijun október. Þau em tekin á hús um 10. október, rúin og fóðmð inm ffam
til slátrunar um 10. desember. Gefið gott hey að vild og 100 g/dag af fóðurblöndu. Hrútar em
geltir um leið og þeir em teknir á hús. Gert er ráð fyrir að útflutningsskylda sé engin. Meðal-