Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 220
218
fallþungi er um 17,0 kg og miðað við meðalflokkun í desember 2001 er reiknað með meiri
fitufellingu en hjá hinum og þvi meðalverði 260 kr/kg. Alagsgreiðslur sláturleyfishafa 24
kr/kg á 20% innleggsins. Vaxta- og geymslugjald frá markaðsráði kindakjöts er 19 kr/kg og
reiknað á allt innlegg.
Leiö 7
Sauðburður á hefðbundnum tíma. Lambfé rekið/flutt á afrétt og smalað þaðan í byijun sept-
ember. Lömbum beitt á óáborið tún og úthaga og slátrað um mánaðamót september-október.
Gert er ráð fyrir meðalfallþunga 15 kg og 21% útflutningsskyldu. Meðalverð áætlað 274
kr/kg í samræmi við meðalverð í september-október 2001, en 167 kr/kg í útflutning.
UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR
Þegar líkanið er skoðað verður að hafa í huga að staðhættir og aðstæður heima á bæjum ráða
mjög miklu hvaða leiðir í framleiðslu bændur geta farið. Þar sem gróður kemur snemma til á
vorin þarf að gera ráðstafanir síðsumars til að mæta fallandi næringargildi úthagagróðurs.
Sama gildir þar sem beitt er á viðkvæm afréttarlönd, þar sem æskilegt er að létta beitarálagið
fyrr en á gróðursælli svæðum.
Glögglega má sjá að það framleiðslukerfi sem skilar hvað flestum krónum í vasa bóndans
er sumarslátrun og þá sérstaklega miðað við sauðburð í april. Á það skal minnt að ekki er
reiknuð inn aukin vinna við mismunandi aðferðir. í reynd eru fáir bændur sem geta látið
æmar bera í apríl vegna ýmissa ástæðna, en sé þess kostur að láta hluta af ánum bera þetta
snemma getur það vel borgað sig.
Leið 7 kemur býsna vel út úr þessum samanburði. Má því segja að fyrir bændur sem
treysta sér til að ná 15 kg fallþunga, án þess að leggja í kostnað við haustbötun lamba, er þetta
ffamleiðslukerfi ekki síður hagkvæmt en hin. Bændur sem fá létt lömb af affétti og geta bætt
fallþunga um 2 kg eða meira án þess að það bitni verulega á fituflokkun ættu að auka tekjur
sínar með áherslu á haustbötun.
Eldi lamba ffam í desember kemur ekki hagstætt út miðað við þær forsendur sem gefnar
em. Má því segja að ef mögulegt er að ná viðunandi vænleika lamba fyrri hluta hausts er hag-
kvæmara að stefna að slátmn þá en að geyma lömbin ffam í desember. Þetta ræðst af flokkun
þar sem verðfelling á of feitum skrokkum á þessum tíma vegur þungt í tekjuhlutanum. Hugs-
anlega gætu bændur einnig haft lömb lengur á grænfóðri en hér er reiknað með og sparað þar
nokkuð í innifóðmn.
Misjafht er milli afúrðastöðva hve háar álagsgreiðslur em í boði og taka þær mið af fitu-
flokkum. Bændur verða að taka tillit til þessa þegar ákveðið er hvenær senda á lömbin til
slátrunar, þ.e. að senda þau áður en þau falla fyrir fitu.
Skilaboð sláturleyfishafa em óljós, æskileg þyngd dilka til fersksölu er 13-15 kg, til
vinnslu um 18 kg, en bóndinn fær hlutfallslega mest fyrir þyngstu skrokkana, sbr 1. töflu.
Líkin' benda til þess að verðlagning dilkakjöts verði meir í þá átt að greiða hærra verð fyrir
lægri fituflokkana, en hlutfallslegra minna fyrir hina miðað við það sem tíðkast í dag. Vænt-
anlega verður lögð aukin áhersla á sumarslátmn og hún styrkt meir en í dag með álags-
greiðslum. Á árinu 2001 var minni sala á kindakjöti á innanlandsmarkaði en oft áður og í
framhaldi af því má velta fyrir sér hvort útflutningsskylda verði reiknuð á allt innlagt kjöt.
Takist vel til með gaspökkun kjöts breytast mjög til batnaðar möguleikar til framboðs á fersk-
vöm og sölu á erlenda markaði.