Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 223
221
RAÐUNRUTRfUNDUR 2002
íslenskt sauðfé í Norður-Ameríku
Guðmundur Jóhannesson og Fanney Ólöf Lárusdóttir
Búnaðarsambandi Suðurlands (www.bssl.is)
INNGANGUR
Seint á nítjándu öld munu 6 íslenskar kindur hafa verið fluttar til Manitoba í Kanada, en áhrif
þeirra urðu að sjálfsögðu ákaflega lítil. Árið 1985 flutti Stefanía Sveinbjamardóttir, á Yeoman
Farm í Ontario í Kanada, islenskt sauðfé til N-Ameríku, nánar tiltekið til Kanada. Um var að
ræða 10 ær og 2 hrúta (Stefanía Sveinbjamardóttir-Dignum 1986). Árið 1990 endurtók Stef-
anía leikinn og flutti 76 kindur til Kanada. Þannig ruddi hún brautina fyrir íslenskt sauðfé þar
ytra, enda hefur hún ávallt haldið því fram að íslenska sauðkindin eigi eftir að heilla íbúa N-
Ameríku. Eitt er víst að fáir hefðu trúað því fyrir 17 ámm að við ættum eftir að sjá jafhmargt
íslenskt fé i N-Ameríku og raun ber vitni og að við myndum selja hrútasæði þangað fyrir
aldamót.
ÚTBREIÐSLA
Smám saman hefúr íslenska féð ná æ betri fótfestu í N-Ameríku. Helstu áfangar á þeirri leið
em:
• Sala á íslensku fé frá Kanada til Bandaríkjanna.
• Stofnun ræktunarsamtaka íslensks sauðfjár í N-Ameriku, ISBONA.
• Útflutningur á djúpfrystu hrútasæði til Bandaríkjanna.
• Val íslensku sauðkindarinnar sem aðalkyn sýningarinnar „Featured Breed of the
Show“ í Rhinebeck, New York haustið 2001.
Sala á íslensku fé frá Kanada til Bandaríkjanna
Eftir að Stefania flutti íslenskt sauðfé til Kanada í seinna skiptið fór hún fyrir alvöru að huga
að útflutningi til Bandaríkjanna. Hún hafði orðið fyrir áfalli er mæði/visna kom upp hjá henni
fyrir seinni innfluminginn og þurfti hún að skipta hjörðinni i tvennt og taka öll lömb undan
strax við fæðingu. Það var mikil vinna að gefa um 60 lömbum í nokkrar vikur, en Stefanía
gafst ekki upp og 1992 seldi hún fyrstu íslensku kindumar til Bandaríkjanna. Kaupandinn var
Barbara L. Webb á Jager Farm í Massachusetts. Síðan þá hefur fjöldi íslensks sauðíjár í
Norður-Ameríku margfaldast. í árslok 1999 vom 1961 íslensk sauðkind skráð hjá Canadian
Livestock Records Corporation (CLRC), en það fyrirtæki skráir allt skýrslufært sauðfé í
Bandaríkjunum og Kanada. Á árinu 1999 vom skráðar 595 nýskráningar íslensks fjár hjá
CLRC (2000) og árið eftir bættust 989 við, þannig að í árslok 2000 vom alls 2950 íslenskar
kindur skráðar í N-Ameríku. íslenska sauðkindin var þannig í 5. sæti allra sauðfjárkynja þar
vestra miðað við fjölda nýskráninga það árið (CLRC 2001). íslenski stofninn er þó agnarsmár
enn ef við miðum við heildarfjölda sauðfjár í Bandaríkjunum, sem er 8,3 milljónir (NASS
2001).
Stofnun rœktunarsamtaka íslensks sauðfjár í N-Ameríku
Fljótlega eftir að fyrsta íslenska féð var flutt til Bandaríkjanna fengu fleiri áhuga á íslensku
sauðkindinni og hún hefúr nú dreifst víða þarlendis. Ræktendur íslensks sauðfjár í Norður-