Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 225
223
Val íslensku sauðkindarinnar sem aðalkyn sýningarinnar „Featured Breed of the Show“ í
Rhinebeck, New York haustið 2001
íslenska sauðkindin varð fyrir valinu sem aðalkynið „Featured Breed of the Show“ á árlegri
sauðfjár- og ullarsýningu í Rhinbeck í New York-fylki i október s.l. Með þessu má segja að
íslenska sauðkindin hafi hlotið mikla viðurkenningu sem kyn þar vestra, en það er mikilvægt
fyrir frekari útbreiðslu hennar. Af þessu tilefni tók Sauðfjársæðingastöð Suðurlands þátt í
sýningunni og sendi utan fjóra aðila, m.a. undirrituð. Á sýningunni dæmdum við bæði ís-
lenska féð og íslensku ullina sem sýnd var. Mun það nokkuð áreiðanlega vera í fyrsta skipti
sem íslenskt sauðfé er dæmt skv. íslenska dómstiganum í Ameríku. Einnig tókum við þátt í
aðalfundi ISBONA sem haldinn var í tengslum við sýninguna, m.a. með erindi um íslenska
sauðfjárrækt, afkvæmarannsóknir og líflambaval. Eftir erindið rigndi yfir okkur spumingum
og var áhuginn takmarkalaus hjá þessu fólki (Guðmundur Jóhannesson o.fl. 2001).
AFURÐIR OG AFURÐAVERÐ
íslenska sauðkindin er fjölnytja kyn og er nýtt sem slíkt þar ytra. Afurðir þess eru gærur, ull,
mjólk og kjöt. Verðmæti afurðanna er ólíkt því sem hér gerist eins og sjá má á eftirfarandi
upptalningu:
• Gæmr $ 90-175/stk (kostnaður við sútun og vinnslu er $ 25-30).
• Ull Heil reyfi $ 10/kg hvít, $ 16/kg mislit, $ 30/kg lambsull.
Spunaull $ 50/kg (þvegin og kembd).
Lopi $ 50-55/kg.
• Mjólk $ 1,20— 1,60/líter (fer eftir efnainnihaldi).
• Ostur $ 10-16/kg (breytilegt eftir tegundum).
• Fé á fæti $ 500-1000/lamb til lífs.
• Hom $ 12-100 parið.
• Kjöt $ 9/kg í heilum skrokkum.
$ 12/kg kótelettur og læri (Mongold 2001a og 2001b).
Því sem næst allar afurðir eru seldar af eigendunum sjálfum, þannig að um er að ræða
ffemur smáan sérmarkað. Hins vegar verður einnig að hafa í huga stærð markaðarins, en í N-
Ameríku búa um 350 milljón manns. Afurðir rétt um 3000 kinda eru því eins og dropi í hafið.
Öll ffamleiðsla sauðfjárafurða á íslandi er agnarsmá samanborið við það magn sauðfjárafurða
sem ffamleitt er vestra og er það þó aðeins brotabrot af heildarffamleiðslu landbúnaðarvara
þar.
Helstu afurðimar em ull og gæmr, enda er verðið hátt fyrir góða vöm. Fólk reynir að
vinna vömmar sem mest sjálft til þess að auka verðgildið og þar með arðsemina. Susan Mon-
gold (2001, munnleg heimild) segist flokka ullina mjög mikið fyrir vinnslu og vinna hana
eftir gæðum. Þannig fari lakasta ullin í mottur og teppi, en betri ullin í band, gam og lopa.
Sala á lifandi fé hefur einnig gefið góðar tekjur og mun gera það svo lengi sem kynið er enn í
útbreiðslu.
Mjólkurffamleiðslu og ostagerð er gefmn æ meiri gaumur, enda flytja Bandarikja- og
Kanadamenn inn gríðarlegt magn sauðaosta. Árið 1994 vom t.d. flutt inn 130 þúsund tonn af
sauðaostum til Bandaríkjanna og var verðmæti þeirra um 118 milljónir dollara (Mitchell
1996). Sauðaostar em líka margir hveijir meðal ffægari osta í heiminum og nægir þar að
nefna osta eins og Roquefort, Feta, Ricotta og Pecorino Romano, sem allt em upphaflega
sauðaostar. Eina býlið sem ffamleiðir sauðmjólk með íslensku fé í dag er Tme North Farm í
Hudson-dal í New York-fylki. Þar vom 65 ær mjólkaðar á s.l. ári, en ætlunin er að fara upp í