Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 236
234
lítið af rauðum þráðum, mjög mikið af milligerðinni IIA, sem er bæði oxidatif og glykólítisk,
og ffekar litið af hreinum hvítum glykólítískum þráðum af gerð IIB. Þetta mikla magn
oxitatífra þráða gæti tengst mikilli meymi. En magn og hitaleysanleiki bandvefs gæti einnig
skýrt hluta breytileikans í meymi. Hlutfall oxidatííra þráða minnkar og hlutfall glykólítiska
eykst við túnbeit og beit á heimalandi. Þannig virðast hreyfing og hlaup hafa áhrif á eiginleika
vöðvanna og kjötsins.
GÆÐI VŒ> SLÁTRUN OG VINNSLU
Gœði kjötskrokka
Opinberar reglur um gæðamat á kjötskrokkum eiga að tengja framleiðendur dilkakjöts við
markaðinn. Kynbætur taka mið af gæðamatinu og sóst er eftir holdmeiri og fituminni
skrokkum. Einnig hefur verið ræktað fyrir meiri vaxtarhraða og fallþunga. Reynsla síðustu
ára af sölu dilkakjöts, bæði innanlands og til útflutnings, sýnir að auðveldast er að selja kjöt af
12-16 kg þungum skrokkum með litla fitu, þ.e. fituflokk 2-3 og að mun betra verð fæst fyrir
óffosið kælt kjöt en ffyst kjöt. Þannig má færa rök fyrir því að alltof mikið sé af kjöti af
þungum feitum skrokkum. Spyija má hvort ekki þurfi að færa meginsláturtíðina fram um 1-2
vikur.
Kœlt ófrosið kjöt
Um 30-40% hærra verð fæst fyrir kælt kjöt en ffosið kjöt á útflutningsmörkuðum. Mjög
mikilvægt er að geta orðið við þessari gæðakröfú kaupenda þegar útflutningsskyldan er 20-
30% af ffamleiðslunni. Fram til þessa hefúr meiri flutningskostnaður gleypt umtalsverðan
hluta hækkunarinnar. Takmörkuð afkastageta hefúr valdið því að ekki hefúr verið hægt að
flytja út kælt kjöt í verulegu magni.
Haustið 2001 voru gerðar tvær geymsluþolstilraunir til að kanna möguleikana á sjó-
flutningum. Önnur tilraunin var gerð hjá Norðlenska matbúrinu með stuðningi Markaðsráðs
kindakjöts. Keypt var til landsins sérhönnuð pökkunarvél ffá Secureffesh™ frá Nýja Sjálandi.
Þann 20. október hófst tilraun þar sem borin var saman pökkun á stykkjuðu kjöti í 100% kol-
sýru annars vegar og heföbundnar loftdregnar umbúðir hins vegar. Kjötið var geymt við -
0,5°C. Geymsluþol kjötsins í loftdregnu umbúðunum var um 8 vikur, en aftur á móti 8 vikur
fyrir ffamstykki og a.m.k. 12 vikur fyrir læri og hryggi i kolsýrunni. Hér er því komin tækni-
leg útfærsla á þvi að vinna kjöt á markaði, þar sem rauður litur kjötsins skiptir öllu máli og
gerir kleift á safna kjöti í gám á tveimur vikum og flytja það síðan með skipum til kaupenda.
Til samanburðar má geta þess að kælt kjöt ffá Nýja Sjálandi er um 11 vikur á leiðinni til
Evrópu.
Hin tilraunin var á vegum Kjötffamleiðenda ehf. í haust fóru nokkrar sendingar af bæði
stykkjuðu og úrbeinuðu folaldakjöti til Ítalíu. Kjötið fór í kæligámi til Rotterdam og þaðan
landleiðina til Norður-Ítalíu. Kjötið kom til kaupenda 10 daga gamalt. Viðbrögð við kjötinu
voru mjög góð. Samtímis fór tilraunasending af stykkjuðu dilkakjöti í loftdregnum umbúðum
til annars kaupanda á Ítalíu. Undirtektir þar voru einnig mjög góðar.
Með þessum tilraunum hafa verið prófaðar leiðir sem henta vel til að auka afköst og
lækka kostnað. Með þeim ætti að vera hægt að flytja út 300-400 tonn af kældu kjöti sjóleiðis
i næstu sláturtið. Siðan er bara um venjuleg viðskipti að ræða, þar sem gert er ráð fyrir að
kunnað sé til verka og að afhendingar standist. Það ætti að vera forgangsmál að búa þannig
um hnútanna að vinnsla á kældu kjöti til útflutnings geti hafist strax í byijun sláturtiðar.