Ráðunautafundur - 15.02.2002, Side 237
235
ÖRYGGIÍSLENSKRA SAUÐFJÁRAFURÐA
Með öryggi matvæla (food safety) er átt við það að matvælin séu örugg fyrir neytendur með
tilliti til skaðlegra örvera og aðskotaefiia. Einnig er oft talað um hrein matvæli eða hreinleika
þeirra og er þá átt við það að styrkur mengandi efiia og fjöldi óæskilegra örvera sé í lágmarki.
Það er þó eðlilegt að sum þessara efiia finnist í matvælum í mjög lágum styrk, enda eru þau
þá frá náttúrunnar hendi í vistkerfmu.
Áhugi almennings á hollustu og hreinleika matvæla hefur greinilega farið vaxandi á
seinni árum. Stjómvöld og framleiðendur em í vaxandi mæli farin að beina athyglinni að
markaðsfærslu og sölu á landbúnaðarvörum með áherslu á hollustu og hreinleika íslenskra af-
urða. í íslensku umhverfi er tiltölulega lítið af mengandi efiium borið saman við önnur nálæg
lönd. Því ættu að vera góð skilyrði til að framleiða matvæli á íslandi með algjöru lágmarki að-
skotaefna.
Aðskotaefni
Upplýsingar um aðskotaefni í sauðfjárafúrðum fást úr eftirlitsáætlun embættis yfirdýralæknis
og úr einstökum rannsóknaverkefnum, en þau hafa verið ffemur fá. Á vegum yfirdýralæknis
eru árlega gerðar mælingar á lyfjaleifum, klórkolefnissamböndum og ólífrænum snefilefnum
(kadmíni, blýi, kvikasilffi og arseni) í lambakjöti, lifur, nýrum, fitu eða þvagi (Embætti yfir-
dýralæknis 2000). Einstök rannsóknaverkefhi hafa verið unnin hjá RALA, Geislavömum
ríkisins og Háskóla íslands.
Hjá RALA hafa verið unnin verkefni um ólíffæn snefilefni í sauðfjárafurðum (Ólafur
Reykdal og Amgrímur Thorlacíus 2000, Ólafur Reykdal o.fl. 2000). Gerðar voru mælingar á
kadmíni, kvikasilffi og blýi í lifur og nýrum lamba ffá sex svæðum og tveim árum. Þetta gerði
mögulegt að bera saman liffæri frá mjög ólíkum svæðum, á gosbeltinu og utan þess. Eldvirkni
getur m.a. leyst úr læðingi eiturefiiið kvikasilfur og því var mjög forvitnilegt að kanna magn
þess i líffærum lamba. Fyrir lágu niðurstöður rannsókna á ýmsum efnum í mosum og á
gosbeltinu mældist umtalsvert magn af kadmíni, sem einnig er eitrað frumefiii. Styrkur
kadmíns, kvikasilfurs og blýs reyndist vera með því lægsta sem birt hefur verið erlendis.
Hæsta gildið fyrir kadmín var 46% af hámarksgildi Evrópusambandsins. Styrkur efnanna var
breytilegur eftir svæðum. Styrkur kadmins var hæstur í líffærum ffá Vestfjörðum og Vestur-
landi og styrkur kvikasilfurs var hæstur í líffærum frá Þingeyjarsýslum. Yfirleitt var styrkur
efnanna lægstur í sýnum frá Suðurlandi. Niðurstöðumar benda til þess að um margvíslegt
samspil efna geti verið að ræða og mikið af einu efrii geti dregið úr upptöku annars í
skepnum. íslenskur jarðvegur er jámríkur og vel er hugsanlegt að samspil jáms og annarra
efna skipti máli.
Þrávirk lífræn efni er að finna í íslensku vistkerfi, þótt notkun margra þessara efiia hafi
verið lítil á íslandi. Nokkur þessara efna hafa verið í mælanlegu magni í lambafitu, en magnið
er afarlítið. Upptaka sesíns í lambakjöt hefur verið rannsökuð hjá Geislavömum ríkisins og
RALA (Hove o.fl. 1994). Breytilegt magn sesíns er í íslensku lambakjöti og er magnið háð
bindigetu jarðvegs. Magnið er mjög lítið borið saman við viðmiðunargildi, en styrkurinn
getur þó í vissum tilfellum verið hærri en í lambakjöti erlendis. Almennt má segja að aðskota-
efhi i sauðfjárafurðum hafi ekki verið mælanleg og verið vel undir viðmiðunarmörkum
(Sigurður Öm Hansson 2000, Ólafur Reykdal 2001).
Örverur
Frekar lítið hefúr verið um nákvæmar örverurannsóknir við kjötframleiðslu, vinnslu og
verkun hér á landi. Lítið er til af grunnupplýsingum um tíðni, uppruna, magn og eyðingu
matarsýkingar- og matareitmnargerla í íslenskum kjötiðnaði. Slíkar gmnnupplýsingar myndu