Ráðunautafundur - 15.02.2002, Page 242
240
RflÐUNRUTflfUNDUR 2002
íslensk sauðfjárrækt í ljósi sjálfbærrar þróunar
Ólafur R. Dýrmundsson
Bœndasamtökum íslands
Símar: 563-0300/0317, bréfsími: 562-3058, netfang: ord@bondi.is, vefsíða: www.bondi.is
INNGANGUR
í ár eru liðin 10 ár frá tímamótafundi þjóðarleiðtoga i Rio de Janeiro, þar sem fjallað var á
mjög breiðum grundvelli um umhverfisvemd og sjálfbæra þróun. Hér á landi hafa ríkisstjóm,
sveitarfélög, félagasamtök og einstaklingar lagt hönd á plóginn við margvísleg verkefni í
þágu sjálfbærrar þróunar. Hún tekur til umhverfislegra, félagslegra og hagrænna sjónarmiða
með ýmsum hætti. Þótt skilgreiningar á hugtakinu „sjálfbær þróun“ séu nokkuð á reiki og
skoðanir skiptar um hversu hratt þurfi að vinna að ýmsum úrbótum er stefhan farin að skýrast.
Lagasetning af ýmsu tagi undanfarin 5-10 ár ber þess glögg merki. Bændasamtök íslands og
ýmsar aðrar stofhanir landbúnaðarins hafa látið þessi mál til sín taka, m.a. með aðild að Land-
vemd, landgræðslu- og náttúruvemdarsamtökum íslands, sem hefur í vaxandi mæli beint
kröftum sínum að ffæðslu, stefnumörkun og þróun hugmynda í anda sjálfbærrar þróunar. Hér
kemur landbúnaðurinn vissulega við sögu og er ekki aðeins æskilegt heldur nauðsynlegt að
við veltum fyrir okkur stöðu og horfum islenskrar sauðfjárræktar, nú í upphafi 21. aldar, í
ljósi sjálfbærrar þróunar.
EIN SJÁLFBÆRASTA BÚGREININ
Oft er á það bent að íslenskur landbúnaður sé í flestu tilliti stundaður í betri sátt við náttúruna
en almennt gerist erlendis. Þó er ljóst að tækni-, og í sumum búgreinum hrein iðnvæðing,
hefur breytt þessari ímynd á þann veg að ffamleiðsluhættir stríða gegn sjálfbærri þróun í
veigamiklum atriðum (1,2,3, og skýringarmynd um búskaparhætti á næstu blaðsiðu). Stórfelld
fækkun bænda, hnignun sveitabyggða, breyting ffá dreifbæmm búskap til þéttbærs, stækkun
búa, aukin orkunotkun, vaxandi þörf fyrir lyf og eiturefni, eyðing erfðaefnis og skerðing á
velferð búfjár em meðal þeirra þátta sem hafa vakið marga til umhugsunar um þróun land-
búnaðar, ekki síst búfjárræktar (4,5). Þótt þessi þróun sé komin skemmra á veg hér á landi en
erlendis tel ég nauðsynlegt að við sem störfum við landbúnaðinn reynum að átta okkur sem
best á því sem er að gerast, bæði hér á landi og í nágrannalöndunum. í opnu upplýsingasam-
félagi verður í vaxandi mæli að taka tillit til sjónarmiða neytenda, sem og að mynda traust á
milli bænda, visindamanna og almennings (6), og einblína ekki aðeins á verð matvæla heldur
einnig gæði þeirra og öryggi. Útbreiðsla kúariðu o.fl., sem tengist skuggahliðum landbúnaðar,
hefur orðið til þess að umræðan um sjálfbæra þróun er farin að vísa veginn til breytinga á
landbúnaðarstefnunni, a.m.k. í Evrópusambandinu. Þetta kemur einna skýrast ffam hjá Renate
Kiinast, matvæla-, neytenda- og landbúnaðarráðherra Þýskalands (7). Út ffá þessum bak-
grunni mun ég fjalla um sauðfjárræktina sem er í raun ein sjálfbærasta búgreinin hér á landi.
VERÐMÆTT FJÁRKYN - VARÐVEISLA ERFÐAAUÐLINDA
Á alþjóðavettvangi er unnið eftir skuldbindingum Riosamningsins ffá 1992 að skráningu og
vemdun erfðaauðlinda í búfé. Um árabil hafa Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP) og
Norræni genbankinn fyrir húsdýr (NGH) unnið að þessum málum og nú er Matvæla- og land-