Ráðunautafundur - 15.02.2002, Blaðsíða 245
243
stuðlað að ræktun gróðurs til fegrunar og nytja í þeim tilgangi að gera þær sjálfbærari og vist-
legri til búsetu (19,20). Sé litið raunsætt á þróunina hér á landi má sjá að sambærilegar
breytingar urðu i ýmsum nágrannalöndum okkar fyrir nokkrum áratugum. Með öðrum orðum
þá getum við lært sitthvað af reynslu annarra og eigum hægara en ella með að fikra okkur
eftir sjálfbæru brautinni. Þótt ég sé einkum að fjalla um sauðfjárræktina er ljóst að hún er að-
eins einn af mörgum þáttum sjálfbærari þróunar, að vísu mjög veigamikill i mörgum sveitum
landsins.
FÆRRIBÆNDUR - ERFIÐARI FJALLSKIL
Hin opinbera stefna hefur verið svipuð í sauðfjárrækt og öðrum búgreinum, að stækka búin,
gera þau sérhæfðari og fækka bændum. Þetta kemur m.a. fram í Samningi Bændasamtaka ís-
lands og Ríkisstjómar íslands ffá 2000 (21) og í reglugerð um greiðslumark o.fl. nr 19/2001
sem gilda skal til 2007 (22). Með ákvæðum um jöfnunargreiðslur er m.a. stefht markvisst að
fækkun eða útrýmingu lítilla fjárbúa því að í upphafí 15. gr. reglugerðarinnar, sem er sam-
hljóða sauðfjársamningnum, segir: ,Jöfnunargreiðslur greiðast til framleiðenda á lögbýlum
sem skiluðu árlega í afurðastöð að reiknuðu meðaltali meira en 1.250 kg dilkakjöts á árunum
1997, 1998 og 1999. “
Þar með er einnig verið að vinna gegn sauðfjárffamleiðslu á blönduðum búum sem ég
hygg að geti í mörgum tilvikum ffamleitt dilkakjöt með mjög hagkvæmum hætti. Sömuleiðis
er með þessari ráðstöfun verið að torvelda aðlögun að líffænum sauðfjárbúskap sem er auð-
veldust á litlum og miðlungs stórum fjárbúum (23). Reyndar er það umhugsunarefiii að sjálf-
bærasta forms sauðfjárræktar skuli hvergi vera getið i sauðfjársamningi og reglugerð úr því að
á annað borð var farið að tengja jöfhunargreiðslur gæðastýringu. Þar með hefur ekki enn verið
tekin upp sú stefna að veita líklegum vaxtarbroddi, líffænni sauðfjárrækt, aðlögunarstuðning
líkt og gert er í nágrannalöndum okkar (24,25). Þó hefur verið nokkur stuðningur við endur-
ræktun lands, vegna aðlögunar að líffænum búskap ffá og með 1999, skv. búnaðarlagasamn-
ingi (26). Annað dæmi um mismunun eftir bústærð eru það skilyrði til aðildar að félögum
sauðfjárbænda að fullgildir félagsmenn skuli eiga minnst 50 vetrarfóðraðar kindur. Smáfjár-
bændur á lögbýlum mega þó vera aukafélagar án atkvæðisréttar. Þegar Landssamtök sauðfjár-
bænda voru stofhuð 1985 voru sauðfjárbændafélögin opin öllum fjárbændum án skilyrða. Sú
skipan hélst til 1997. Ástæða þess að ég vík að þessum málum hér er að fækkun sauðfjár-
bænda sem slík getur reynst skaðleg aðgerð þegar til lengri tíma er litið vegna neikvæðra
félagslegra áhrifa á viðhald sveitabyggðar og þar með á sjálfbæra þróun. Allir fjárbændur taka
þátt í göngum og réttum á haustin og við þá félagslegu framkvæmd munar um hvem og einn,
einkum þar sem smala þarf stóra afrétti eða upprekstrarheimalönd, sem jafitvel tekur nokkra
daga. Nú þegar eru farin að koma upp vandamál við smalamennskur og fjárskil vegna mann-
fæðar í sumum sveitum. Víst má bregðast við, t.d. með uppsetningu rafgirðinga og þjálfum
fjárhunda, og í framtíðinni verður hugsanlega hægt að beita rafeindatækni með hjálp gervi-
tungla til að spara girðingakostnað og auðvelda gæslu fjár á sumarbeit (27). Það stríðir að
sjálfsögðu ekki gegn sjálfbærri þróun að stækka fjárbúin, svo fremi að beitilönd verði nýtt í
samræmi við landgæði og búin verði ekki háðari notkun tilbúins áburðar og lyfja. Þó er hætt
við ójafnari dreifingu álagsins og óhagkvæmari nýtingu beitilanda á landsgrundvelli og svo
mikið gæti búum fækkað í sumum sveitum landsins að félagslegir ffernur en hagrænir þættir
yrðu takmarkandi á áframhaldandi sauðfjárbúskap og búsetu almennt. Þar við bætist sú þróun
að fjallskilakostnaður leggist í vaxandi mæli á fjárbændur eina.